Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2025 10:57 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, þegar hún var stödd í Litháen nærri landamærunum að Belarús fyrr í dag. AP/Mindaugas Kulbis Flugmenn flugvélar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, þurftu að styðjast við landabréf til þess að lenda vélinni í Búlgaríu vegna truflana á staðsetningarbúnaði hennar í gær. Rússar eru taldir hafa truflað gervihnattarmerki. Flugvélin hringsólaði yfir flugvelli í Plovdiv í Búlgaríu í um klukkustund eftir að staðsetningarbúnaður hennar varð gagnlaus skömmu fyrir lendingu, að sögn blaðsins Financial Times. Á endanum ákváðu flugmennirnir að lenda með aðstoð gamaldags landabréfa. Talsmaður framkvæmdastjórnarinnar segir AP-fréttastofunnar að grunur leiki á að Rússar hafi truflað staðsetningarbúnaðinn. „Við getum sannarlega staðfest að það voru GPS-truflanir. Við höfum fengið upplýsingar frá búlgörskum yfirvöldum um að þau gruni að þetta hafi verið greinilegar truflarnir Rússlands,“ sagði Arianna Podesta, talsmaðurinn. Búlgörsk yfirvöld segja að gervihnattarmerkið sem GPS-búnaður flugvélarinnar reiðir sig á hafi verið truflað. Merkið hafi tapast þegar flugvélin nálgaðist flugvöllinn. Heimsókn von der Leyen til Búlgaríu er hluti af ferðalagi hennar um landamærasvæði Evrópusambandsins að Rússlandi og Belarús. Podesta segir uppákomuna undirstrika mikilvægi heimsóknar von der Leyen í framlínuríki sambandsins í austri. Forsetinn hafi nú fengið smjörþefinn af daglegum ógnunum sem stafi frá Rússlandi og leppríkjum þess. Trufla gervihnattamerki yfir Eystrasalti Flugsamgöngur í Finnlandi nærri Eystrasalti hafa ítrekað spillst á undanförnum misserum vegna truflana Rússa á gervihnattarmerkjum. Þeir eru meðal annars sagðir beita þeim brögðum til þess að fela ferðir olíuflutningaskipta sem brjóta gegn viðskiptaþvingunum vestrænna ríkja gegn Rússland vegna innrásarinnar í Úkraínu. Sums staðar í Finnlandi hafa flugmálayfirvöld dregið fram gamaldags fjarlægðarvita sem gervihnattatæknin leysti af hólmi til þess að hjálpa flugvélum að lenda þegar truflanir eru á GPS-sambandi. Uppfært. Upphaflega sagði í fréttinni að atvikið hefði átt sér stað í morgun en það rétta er að það varð á sunnudag. Rússland Búlgaría Fréttir af flugi Evrópusambandið Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sjá meira
Flugvélin hringsólaði yfir flugvelli í Plovdiv í Búlgaríu í um klukkustund eftir að staðsetningarbúnaður hennar varð gagnlaus skömmu fyrir lendingu, að sögn blaðsins Financial Times. Á endanum ákváðu flugmennirnir að lenda með aðstoð gamaldags landabréfa. Talsmaður framkvæmdastjórnarinnar segir AP-fréttastofunnar að grunur leiki á að Rússar hafi truflað staðsetningarbúnaðinn. „Við getum sannarlega staðfest að það voru GPS-truflanir. Við höfum fengið upplýsingar frá búlgörskum yfirvöldum um að þau gruni að þetta hafi verið greinilegar truflarnir Rússlands,“ sagði Arianna Podesta, talsmaðurinn. Búlgörsk yfirvöld segja að gervihnattarmerkið sem GPS-búnaður flugvélarinnar reiðir sig á hafi verið truflað. Merkið hafi tapast þegar flugvélin nálgaðist flugvöllinn. Heimsókn von der Leyen til Búlgaríu er hluti af ferðalagi hennar um landamærasvæði Evrópusambandsins að Rússlandi og Belarús. Podesta segir uppákomuna undirstrika mikilvægi heimsóknar von der Leyen í framlínuríki sambandsins í austri. Forsetinn hafi nú fengið smjörþefinn af daglegum ógnunum sem stafi frá Rússlandi og leppríkjum þess. Trufla gervihnattamerki yfir Eystrasalti Flugsamgöngur í Finnlandi nærri Eystrasalti hafa ítrekað spillst á undanförnum misserum vegna truflana Rússa á gervihnattarmerkjum. Þeir eru meðal annars sagðir beita þeim brögðum til þess að fela ferðir olíuflutningaskipta sem brjóta gegn viðskiptaþvingunum vestrænna ríkja gegn Rússland vegna innrásarinnar í Úkraínu. Sums staðar í Finnlandi hafa flugmálayfirvöld dregið fram gamaldags fjarlægðarvita sem gervihnattatæknin leysti af hólmi til þess að hjálpa flugvélum að lenda þegar truflanir eru á GPS-sambandi. Uppfært. Upphaflega sagði í fréttinni að atvikið hefði átt sér stað í morgun en það rétta er að það varð á sunnudag.
Rússland Búlgaría Fréttir af flugi Evrópusambandið Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sjá meira