Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar 1. september 2025 13:03 Nú er kominn sá tími ársins að tekjublöðin birta yfirlit um misskiptingu tekna á Íslandi. Tvö blöð hafa verið gefin út með mismunandi nálgun á þær tekjur sem teknar eru til hliðsjónar. Tekjublað Frjálsrar verslunar tekur mið af útsvarsgreiðslum og er því að taka fyrir launatekjur þar sem staðgreiðsla skatta er greidd. Við snöggan yfirlestur kemur margt forvitnilegt í ljós. Tólf forstjórum eru skammtaðar yfir 10 milljónir á mánuði í laun á meðan aðrir í þeirra hópi þurfa að sætta sig við eitthvað minna. Það er fróðlegt að bera tekjur forstjóranna saman við tekjur þeirra sem vinna hjá fyrirtækjum landsins. Eftir langar og strembnar samningalotur eru launataxtar VR við Samtök atvinnulífsins á bilinu kr. 430.950 til kr. 565.956 krónur á mánuði. Forstjórnarnir tólf eru því hver um sig með laun sem samsvara launum 18 til 71 starfsmanns á taxtalaunum VR. Og fyrst við erum farin að leika okkur með tölur þá þarf 349 VR félaga á hæsta taxta til að ná heildarlaunum þessara 12 forstjóra. Ekki var talið gerlegt að almennir starfsmenn VR fengju hærri laun en samið var um án þess að verðbólgan færi úr böndunum. Í þessu samhengi er einnig fróðlegt að skoða hvað aðilar vinnumarkaðarins telja hóflegar launagreiðslur til forystufólks samtaka þeirra. Talið er sjálfsagt og eðilegt að framkvæmdastjóri SA sem vinnur m.a. við að halda niðri launum verkafólks þurfi rúmar sex milljónir í laun á mánuði. Forkólfar verkalýðsfélaganna eru með talsvert lægri laun en samkvæmt Tekublaðinu er formaður Eflingar til dæmis með kr. 1.595.000 í mánaðarlaun eða 26 prósent af mánaðarlaunum framkvæmdastjóra SA. Heimildin gefur út svo kallaðan hátekjulista. Þar eru birtar árstekjur 3.542 einstaklinga eða 1 prósents tekjuhæstu Íslendinganna. Á hátekjulistanum eru launatekjur og fjármagnstekjur lagðar saman og þannig fundnar heildartekjur þessa fólks. Þar sem Tekjublaðið náði að sýna 12 forstjóra með launatekjur milli 10 til 40,1 milljón á mánuði sýnir hátekjulistinnjafnmarga einstaklinga sem þurfa yfir milljarð á ári eða yfir 83 milljónir á mánuði til að komast af. Tekjuhæsti einstaklingurinn er með tæpar fimm þúsund milljónir í árstekjur eða rúmar 392 milljónir á mánuði. Í þessu ljósi er eðlilegt að minnast þess hvert tekjurnar af háum vöxtum sem almenningur greiðir af húsnæðislánum sínum renna. Vaxtagreiðslurnar fara ekki í samneysluna eins og tekjuskatturinn og útsvarið. Þær fara beint til fjármagnseigandanna, meðal annars í formi arðgreiðslna til einstaklinga sem eru með milljarða eða hundruðir milljóna í árstekjur. Seðlabankastjóri kyndir síðan undir með því að halda stýrivöxtum háum og afhenda þannig fjármagnseigendum enn meiri auð á silfurfati. Það er sannarlega vitlaust gefið í þessu samfélagi. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins og stjórnarmaður í VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tekjur Kjaramál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú er kominn sá tími ársins að tekjublöðin birta yfirlit um misskiptingu tekna á Íslandi. Tvö blöð hafa verið gefin út með mismunandi nálgun á þær tekjur sem teknar eru til hliðsjónar. Tekjublað Frjálsrar verslunar tekur mið af útsvarsgreiðslum og er því að taka fyrir launatekjur þar sem staðgreiðsla skatta er greidd. Við snöggan yfirlestur kemur margt forvitnilegt í ljós. Tólf forstjórum eru skammtaðar yfir 10 milljónir á mánuði í laun á meðan aðrir í þeirra hópi þurfa að sætta sig við eitthvað minna. Það er fróðlegt að bera tekjur forstjóranna saman við tekjur þeirra sem vinna hjá fyrirtækjum landsins. Eftir langar og strembnar samningalotur eru launataxtar VR við Samtök atvinnulífsins á bilinu kr. 430.950 til kr. 565.956 krónur á mánuði. Forstjórnarnir tólf eru því hver um sig með laun sem samsvara launum 18 til 71 starfsmanns á taxtalaunum VR. Og fyrst við erum farin að leika okkur með tölur þá þarf 349 VR félaga á hæsta taxta til að ná heildarlaunum þessara 12 forstjóra. Ekki var talið gerlegt að almennir starfsmenn VR fengju hærri laun en samið var um án þess að verðbólgan færi úr böndunum. Í þessu samhengi er einnig fróðlegt að skoða hvað aðilar vinnumarkaðarins telja hóflegar launagreiðslur til forystufólks samtaka þeirra. Talið er sjálfsagt og eðilegt að framkvæmdastjóri SA sem vinnur m.a. við að halda niðri launum verkafólks þurfi rúmar sex milljónir í laun á mánuði. Forkólfar verkalýðsfélaganna eru með talsvert lægri laun en samkvæmt Tekublaðinu er formaður Eflingar til dæmis með kr. 1.595.000 í mánaðarlaun eða 26 prósent af mánaðarlaunum framkvæmdastjóra SA. Heimildin gefur út svo kallaðan hátekjulista. Þar eru birtar árstekjur 3.542 einstaklinga eða 1 prósents tekjuhæstu Íslendinganna. Á hátekjulistanum eru launatekjur og fjármagnstekjur lagðar saman og þannig fundnar heildartekjur þessa fólks. Þar sem Tekjublaðið náði að sýna 12 forstjóra með launatekjur milli 10 til 40,1 milljón á mánuði sýnir hátekjulistinnjafnmarga einstaklinga sem þurfa yfir milljarð á ári eða yfir 83 milljónir á mánuði til að komast af. Tekjuhæsti einstaklingurinn er með tæpar fimm þúsund milljónir í árstekjur eða rúmar 392 milljónir á mánuði. Í þessu ljósi er eðlilegt að minnast þess hvert tekjurnar af háum vöxtum sem almenningur greiðir af húsnæðislánum sínum renna. Vaxtagreiðslurnar fara ekki í samneysluna eins og tekjuskatturinn og útsvarið. Þær fara beint til fjármagnseigandanna, meðal annars í formi arðgreiðslna til einstaklinga sem eru með milljarða eða hundruðir milljóna í árstekjur. Seðlabankastjóri kyndir síðan undir með því að halda stýrivöxtum háum og afhenda þannig fjármagnseigendum enn meiri auð á silfurfati. Það er sannarlega vitlaust gefið í þessu samfélagi. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins og stjórnarmaður í VR.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun