Viðskipti innlent

Nýir mann­auðs­stjórar hjá Eim­skip

Atli Ísleifsson skrifar
Erla María Árnadóttir og Vilhjálmur Kári Haraldsson.
Erla María Árnadóttir og Vilhjálmur Kári Haraldsson.

Eimskip hefur ráðið Erlu Maríu Árnadóttur sem mannauðsstjóra félagsins. Hún mun leiða mannauðsdeild Eimskips og samræma og þróa stefnu félagsins í mannauðsmálum á alþjóðavísu. Samhliða ráðningu Erlu tekur Vilhjálmur Kári Haraldsson, sem gegnt hefur stöðu mannauðsstjóra hjá félaginu undanfarin ár, við sem mannauðsstjóri á skrifstofu Eimskips í Rotterdam í Hollandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem segir að mannauðsdeildin sé hluti af Mannauðs- og samskiptasviði félagsins sem fari einnig með markaðs- og samskiptamál.

„Erla hóf störf hjá Eimskip árið 2009 sem verkefnastjóri í upplýsingatæknideild og hefur síðan þá gegnt fjölbreyttum hlutverkum innan félagsins. Hún hefur meðal annars starfað í markaðsdeild og sem fræðslustjóri, en lengst af starfað í mannauðsmálum. Árið 2024 lét hún af störfum hjá félaginu og kemur nú aftur til Eimskips frá Travel Connect, þar sem hún starfaði sem mannauðsstjóri.

Erla er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa lokið grunnnámi í markþjálfun,“ segir í tilkynningunni. 

Um Vilhjálm segir að hann hafi hafið störf hjá Eimskip árið 2021 og gegnt lykilhlutverki í mótun og þróun mannauðsmála á undanförnum árum. „Í nýju starfi mun hann leiða mannauðsmál í Hollandi og styðja við stjórnendur og starfsfólk á staðnum. Hann er með B.Ed.-gráðu í kennarafræðum og meistaragráðu í mannauðsstjórnun. Vilhjálmur býr yfir 20 ára reynslu úr mannauðsstörfum hjá fjölbreyttum fyrirtækjum og stofnunum. Hann hefur einnig starfað sem knattspyrnuþjálfari í um 30 ár og er með UEFA A þjálfararéttindi.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×