Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. ágúst 2025 13:58 Vinstri græn mælast enn utan þings. Vísir/Samsett Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna, fór hörðum orðum um Jóhann Pál Jóhannsson umhverfisráðherra í setningarræðu flokksráðsfundar Vinstri grænna í dag og sagði hann ganga á náttúru Íslands í nafni fjárhagslegra hagsmuna. Flokksráðsfundurinn fer fram í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi í dag en flokksráðsfundir eru æðsta vald hreyfingarinnar á milli landsfunda. Þeir eru haldnir tvisvar á ári. Ragnar Auðun Árnason, framkvæmdastjóri flokksins, segir um 100 manns eiga sæti í flokksráði og að rúmlega 90 manns hafi skráð sig á fundinn. Sjá meira: Gjörólíkt gengi frá kosningum Vinstri græn mældust síðast með 4,2 prósent fylgi og kæmust því ekki inn á þing ef kosið yrði í dag. Óveðursskýið Jóhann Páll Guðmundur Ingi varaformaður flutti setningarræðu fundarins og fór þar um víðan völl. Hann fagnaði breytingum á örorkulífeyriskerfinu sem taka gildi á morgun en varði stærsta hluta ræðunnar í að gagnrýna Jóhann Pál Jóhannsson umhverfisráðherra sem hann líkir við óveðursský sem hrannast upp við sjóndeildarhringinn. Hann segir ráðherrann og ríkisstjórnina reka gallharða virkjanastefnu og sýna algert metnaðarleysi þegar kemur að friðlýsingum. „Þessi ríkisstjórn er alveg tilbúin að ganga á náttúru Íslands í nafni fjárhagslegra hagsmuna og þjóna virkjanaaðilum í hvívetna. Þetta er óásættanlegt!“ segir Guðmundur Ingi. Sífellt meiri vonbrigði Guðmundur sakar Samfylkinguna um tvískinnung í málaflokknum. Umhverfisráðherra vilji ekki banna laxeldi í opnum kvíum þrátt fyrir ógnina sem af þeim stafar fyrir laxastofna landsins. „Ég hef alltaf viljað gefa fólki tækifæri til að sanna sig, en umhverfisráðherra Samfylkingarinnar veldur mér sífellt meiri vonbrigðum. Ég varð enn daprari þegar hann nýlega útilokaði ekki olíuleit og vinnslu, þrátt fyrir að stefna Samfylkingarinnar sé í samræmi við stefnu VG um að banna olíuvinnslu,“ segir Guðmundur. Hann segir Jóhann Pál einnig vera fyrsta ráðherrann til að leggja fram rammaáætlun án virkjanahugmynda í verndarflokki. Allar hugmyndir í verndarflokki hafi umhverfisráðherra lagt til að færa í biðflokk en hann hreyfi ekkert við nýtingarflokki. „Við VG mótmælum harðlega þessari aðför að rammaáætlun og náttúru Íslands. Ráðherrann er einungis að vinna fyrir virkjanaaðila, ekki fyrir almenning og ekki að almannahagsmunum,“ segir Guðmundur Ingi. Náttúran orðið undir hægrisveiflunni Jóhann Páll er líka sakaður um metnaðarleysi í friðlýsingum. Hann leggi aðeins til að sex þeirra 89 svæða sem Náttúrustofnun lagði til yrðu friðlýst. „Ég hlýt að spyrja: Hvað með Hálendisþjóðgarð, Dynjandisþjóðgarð og friðlýsingu víðerna? Hvað með að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar um að vernda 30% af landi og hafi fyrir árið 2030?“ „Nei, hægrisveiflan og iðnaðaröflin í Samfylkingunni hafa sannarlega orðið ofan á,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna. Vinstri græn Samfylkingin Umhverfismál Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Flokksráðsfundurinn fer fram í Menntaskóla Borgarfjarðar í Borgarnesi í dag en flokksráðsfundir eru æðsta vald hreyfingarinnar á milli landsfunda. Þeir eru haldnir tvisvar á ári. Ragnar Auðun Árnason, framkvæmdastjóri flokksins, segir um 100 manns eiga sæti í flokksráði og að rúmlega 90 manns hafi skráð sig á fundinn. Sjá meira: Gjörólíkt gengi frá kosningum Vinstri græn mældust síðast með 4,2 prósent fylgi og kæmust því ekki inn á þing ef kosið yrði í dag. Óveðursskýið Jóhann Páll Guðmundur Ingi varaformaður flutti setningarræðu fundarins og fór þar um víðan völl. Hann fagnaði breytingum á örorkulífeyriskerfinu sem taka gildi á morgun en varði stærsta hluta ræðunnar í að gagnrýna Jóhann Pál Jóhannsson umhverfisráðherra sem hann líkir við óveðursský sem hrannast upp við sjóndeildarhringinn. Hann segir ráðherrann og ríkisstjórnina reka gallharða virkjanastefnu og sýna algert metnaðarleysi þegar kemur að friðlýsingum. „Þessi ríkisstjórn er alveg tilbúin að ganga á náttúru Íslands í nafni fjárhagslegra hagsmuna og þjóna virkjanaaðilum í hvívetna. Þetta er óásættanlegt!“ segir Guðmundur Ingi. Sífellt meiri vonbrigði Guðmundur sakar Samfylkinguna um tvískinnung í málaflokknum. Umhverfisráðherra vilji ekki banna laxeldi í opnum kvíum þrátt fyrir ógnina sem af þeim stafar fyrir laxastofna landsins. „Ég hef alltaf viljað gefa fólki tækifæri til að sanna sig, en umhverfisráðherra Samfylkingarinnar veldur mér sífellt meiri vonbrigðum. Ég varð enn daprari þegar hann nýlega útilokaði ekki olíuleit og vinnslu, þrátt fyrir að stefna Samfylkingarinnar sé í samræmi við stefnu VG um að banna olíuvinnslu,“ segir Guðmundur. Hann segir Jóhann Pál einnig vera fyrsta ráðherrann til að leggja fram rammaáætlun án virkjanahugmynda í verndarflokki. Allar hugmyndir í verndarflokki hafi umhverfisráðherra lagt til að færa í biðflokk en hann hreyfi ekkert við nýtingarflokki. „Við VG mótmælum harðlega þessari aðför að rammaáætlun og náttúru Íslands. Ráðherrann er einungis að vinna fyrir virkjanaaðila, ekki fyrir almenning og ekki að almannahagsmunum,“ segir Guðmundur Ingi. Náttúran orðið undir hægrisveiflunni Jóhann Páll er líka sakaður um metnaðarleysi í friðlýsingum. Hann leggi aðeins til að sex þeirra 89 svæða sem Náttúrustofnun lagði til yrðu friðlýst. „Ég hlýt að spyrja: Hvað með Hálendisþjóðgarð, Dynjandisþjóðgarð og friðlýsingu víðerna? Hvað með að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar okkar um að vernda 30% af landi og hafi fyrir árið 2030?“ „Nei, hægrisveiflan og iðnaðaröflin í Samfylkingunni hafa sannarlega orðið ofan á,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður Vinstri grænna.
Vinstri græn Samfylkingin Umhverfismál Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira