Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. ágúst 2025 10:41 Hakakrossinn var áberandi á skrúðgöngu flughersins í Jyväskylä árið 2024. AP/Tommi Anttonen Finnski flugherinn hefur ákveðið að hætta notkun hakakrossins á fánum herdeilda. Ofursti í flugher Kirjálalands segir það hafa verið gert til að forðast óþægilegar aðstæður í samvinnuverkefnum Atlantshafsbandalagsins sem Finnland gekk í árið 2023. „Við hefðum getað haldið áfram með þennan fána, en það kemur stundum til óþægilegra aðstæðna þegar erlendir gestir koma í heimsókn. Það gæti verið betra að fylgja tíðarandanum,“ hefur finnska ríkisútvarpið eftir Tomi Böhm ofursta. Í umfjöllun finnska ríkisútvarpsins er sérstaklega tekið fram að flugherinn hafi óttast viðbrögð bandarískra hermanna sem fyndist eflaust óþægilegt að taka þátt í æfingum eða aðgerðum við hlið manna merktra hakakrossinum. Hakakrossarnir sem prýddu höfuðstöðvar flughersins hafa þegar verið fjarlægðir en merki einstakra deilda flughersins báru enn merkið. Það liggur ekki fyrir hvenær nýir fánar verða teknir í gagnið eða hvað kemur í stað hakakrossana en Tomi segist vænta þess að það verði á embættistíð sinni. Finnski flugherinn tók upp notkun hakakrossins árið 1918, það er, talsvert fyrir uppgang nasista í Þýskalandi. Hann prýddi hverja einustu herflugvél fram til ársins 1945 en á sjötta áratugnum var hann settur á merki einstakra deilda. Ólöglegt er að flagga hakakrossinum eða bera hann á annan hátt víða um heim. Finnland NATO Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
„Við hefðum getað haldið áfram með þennan fána, en það kemur stundum til óþægilegra aðstæðna þegar erlendir gestir koma í heimsókn. Það gæti verið betra að fylgja tíðarandanum,“ hefur finnska ríkisútvarpið eftir Tomi Böhm ofursta. Í umfjöllun finnska ríkisútvarpsins er sérstaklega tekið fram að flugherinn hafi óttast viðbrögð bandarískra hermanna sem fyndist eflaust óþægilegt að taka þátt í æfingum eða aðgerðum við hlið manna merktra hakakrossinum. Hakakrossarnir sem prýddu höfuðstöðvar flughersins hafa þegar verið fjarlægðir en merki einstakra deilda flughersins báru enn merkið. Það liggur ekki fyrir hvenær nýir fánar verða teknir í gagnið eða hvað kemur í stað hakakrossana en Tomi segist vænta þess að það verði á embættistíð sinni. Finnski flugherinn tók upp notkun hakakrossins árið 1918, það er, talsvert fyrir uppgang nasista í Þýskalandi. Hann prýddi hverja einustu herflugvél fram til ársins 1945 en á sjötta áratugnum var hann settur á merki einstakra deilda. Ólöglegt er að flagga hakakrossinum eða bera hann á annan hátt víða um heim.
Finnland NATO Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira