Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Rafn Ágúst Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 28. ágúst 2025 20:58 Til vinstri eru þeir Jørgen Boassen, grænlenskur múrari og vinur Bandaríkjastjórnar. Til hægri er athafnamaðurinn og Grænlandsvinurinn Tom Dans. Vísir/Samsett Bandaríska utanríkisráðuneytið vildi ekki tjá sig um umfjöllun danskra ríkisútvarpsins um tilraunir til að hafa áhrif á Grænlandi. Í dönskum fjölmiðlum er talað um að þrír ónefndir Bandaríkjamenn hafi staðið að leynilegri herferð til að kynda undir óvild í garð Danmerkur meðal Grænlendinga. Danska ríkisútvarpið hafði eftir heimildarmönnum sínum að mennirnir þrír hafi unnið að því að skapa eins konar net andófsmanna innan stjórnmála- og viðskiptalífsins á Grænlandi. Í kjölfarið kallaði Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra bandarískan sendifulltrúa á teppið á skrifstofum utanríkisráðuneytisins danska. Í umfjölluninni segir meðal annars að einn mannanna, sem hafi náin tengsl við Bandaríkjaforseta, hafi tekið saman lista af grænlenskum ríkisborgurum sem styðja hugmyndir um að Bandaríkin innlimi Grænland og sömuleiðis lista af grænlenskum og dönskum andstæðingum Bandaríkjaforseta. Málið hefur vakið mikla umfjöllun og reiði í Danmörku og ekki dregur það úr spennunni sem þegar ríkir á milli Bandaríkjanna og Danmerkur. Grænlendingar hafa þó tekið fréttunum með mikilli ró. Vivian Motzfeldt utanríkisráðherra Grænlands kvaðst ekki kannast við neinar tilraunir til að hafa óæskileg áhrif á Grænlendinga. Í viðtali við Sermitsiaq sagði hún grænlensku þjóðina hafa gert það alveg ljóst að hún vilji ekki gangast Bandaríkjunum á hönd. Bandarískir athafnamenn með náið samband við forsetann Eitt nafn sem hefur ítrekað verið nefnt í sambandi við þessa þrjá ónefndu Bandaríkjamenn er Tom Dans. Hann er athafnamaður sem hefur lengi haft mikinn áhuga á Grænlandi. Hann starfaði áður í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem eins konar norðurslóðaráðgjafi og grænlenska ríkisútvarpið lýsti honum í viðtali fyrr á árinu sem „manni Trump á Grænlandi.“ Hann var einn aðstandenda umdeildrar heimsóknar Donalds Trump yngri til Nuuk í janúar. Hann skipulagði hana í samráði við Jørgen Boassen múrara sem þáði síðar boð Dans um að ferðast til Washingtonborgar til að sækja innsetningarathöfn Donalds Trump. Fréttastofa ræddi við Jørgen um heimsóknina á sínum tíma. Thomas Emanuel Dans, bandarískur athafnamaður og Grænlandsvinur.Norðurslóðaskrifstofa Bandaríkjanna Tom Dans er einnig formaður félagsins Bandarísk dögun (American daybreak) sem er hagsmunafélag Bandaríkjanna á Grænlandi. Í því félagi er fyrrnefndur Jørgen Boassen titlaður formaður Grænlandsdeildar félagsins. Tom Dans svaraði ekki fyrirspurnum Politiken um málið. Annar bandarískur athafnamaður sem er títt nefndur í samhengi sambands Bandaríkjanna og Grænlands er Andrew Horn. Hann er fyrrverandi sérsveitar- og leyniþjónustumaður sem vann fyrir fyrri ríkisstjórn Donalds Trump að því marki að innlima Grænland. Frá því að Trump var settur í embætti forseta í janúar hefur hann ferðast mánaðarlega til Grænlands samkvæmt Politiken. Tjá sig ekki um athafnir borgara Fréttastofa hafði samband við utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna til að bera málið undir það en það vildi lítið tjá sig. Það segist ekki hafa athugasemdir við það að gera hvað bandarískir borgarar gera á Grænlandi en líkt og fyrr segir hafa þeir menn sem helst hafa verið nefndir í þessu sambandi náin tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta og ríkisstjórn hans. „Bandaríkin meta sambönd sín við Danmörku, bandamann innan Norðuratlantshafsbandalagsins, og ríkisstjórn og almenning á Grænlandi mikils, og leitast við að viðhalda samvinnu á öllum stigum á grundvelli sameiginlegra hagsmuna, gagnsæis og gagnkvæms trausts,“ hljóðar það í svari við fyrirspurn fréttastofu. Uppfært 23:55: Þrátt fyrir að taka fram í svari ráðuneytisins að um ræði einstaklinga sem eru ekki á vegum bandaríska ríkisins, er innihaldi umfjöllunar dönsku miðlanna ekki hafnað og því hefur fyrirsögnin verið uppfærð í samræmi við það. Grænland Bandaríkin Danmörk Norðurslóðir Donald Trump Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira
Danska ríkisútvarpið hafði eftir heimildarmönnum sínum að mennirnir þrír hafi unnið að því að skapa eins konar net andófsmanna innan stjórnmála- og viðskiptalífsins á Grænlandi. Í kjölfarið kallaði Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra bandarískan sendifulltrúa á teppið á skrifstofum utanríkisráðuneytisins danska. Í umfjölluninni segir meðal annars að einn mannanna, sem hafi náin tengsl við Bandaríkjaforseta, hafi tekið saman lista af grænlenskum ríkisborgurum sem styðja hugmyndir um að Bandaríkin innlimi Grænland og sömuleiðis lista af grænlenskum og dönskum andstæðingum Bandaríkjaforseta. Málið hefur vakið mikla umfjöllun og reiði í Danmörku og ekki dregur það úr spennunni sem þegar ríkir á milli Bandaríkjanna og Danmerkur. Grænlendingar hafa þó tekið fréttunum með mikilli ró. Vivian Motzfeldt utanríkisráðherra Grænlands kvaðst ekki kannast við neinar tilraunir til að hafa óæskileg áhrif á Grænlendinga. Í viðtali við Sermitsiaq sagði hún grænlensku þjóðina hafa gert það alveg ljóst að hún vilji ekki gangast Bandaríkjunum á hönd. Bandarískir athafnamenn með náið samband við forsetann Eitt nafn sem hefur ítrekað verið nefnt í sambandi við þessa þrjá ónefndu Bandaríkjamenn er Tom Dans. Hann er athafnamaður sem hefur lengi haft mikinn áhuga á Grænlandi. Hann starfaði áður í ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem eins konar norðurslóðaráðgjafi og grænlenska ríkisútvarpið lýsti honum í viðtali fyrr á árinu sem „manni Trump á Grænlandi.“ Hann var einn aðstandenda umdeildrar heimsóknar Donalds Trump yngri til Nuuk í janúar. Hann skipulagði hana í samráði við Jørgen Boassen múrara sem þáði síðar boð Dans um að ferðast til Washingtonborgar til að sækja innsetningarathöfn Donalds Trump. Fréttastofa ræddi við Jørgen um heimsóknina á sínum tíma. Thomas Emanuel Dans, bandarískur athafnamaður og Grænlandsvinur.Norðurslóðaskrifstofa Bandaríkjanna Tom Dans er einnig formaður félagsins Bandarísk dögun (American daybreak) sem er hagsmunafélag Bandaríkjanna á Grænlandi. Í því félagi er fyrrnefndur Jørgen Boassen titlaður formaður Grænlandsdeildar félagsins. Tom Dans svaraði ekki fyrirspurnum Politiken um málið. Annar bandarískur athafnamaður sem er títt nefndur í samhengi sambands Bandaríkjanna og Grænlands er Andrew Horn. Hann er fyrrverandi sérsveitar- og leyniþjónustumaður sem vann fyrir fyrri ríkisstjórn Donalds Trump að því marki að innlima Grænland. Frá því að Trump var settur í embætti forseta í janúar hefur hann ferðast mánaðarlega til Grænlands samkvæmt Politiken. Tjá sig ekki um athafnir borgara Fréttastofa hafði samband við utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna til að bera málið undir það en það vildi lítið tjá sig. Það segist ekki hafa athugasemdir við það að gera hvað bandarískir borgarar gera á Grænlandi en líkt og fyrr segir hafa þeir menn sem helst hafa verið nefndir í þessu sambandi náin tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta og ríkisstjórn hans. „Bandaríkin meta sambönd sín við Danmörku, bandamann innan Norðuratlantshafsbandalagsins, og ríkisstjórn og almenning á Grænlandi mikils, og leitast við að viðhalda samvinnu á öllum stigum á grundvelli sameiginlegra hagsmuna, gagnsæis og gagnkvæms trausts,“ hljóðar það í svari við fyrirspurn fréttastofu. Uppfært 23:55: Þrátt fyrir að taka fram í svari ráðuneytisins að um ræði einstaklinga sem eru ekki á vegum bandaríska ríkisins, er innihaldi umfjöllunar dönsku miðlanna ekki hafnað og því hefur fyrirsögnin verið uppfærð í samræmi við það.
Grænland Bandaríkin Danmörk Norðurslóðir Donald Trump Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira