Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Árni Sæberg skrifar 27. ágúst 2025 13:33 Frá Edition daginn sem konan var handtekin. Vísir/KTD Gæsluvarðhald yfir frönsku konunni, sem grunuð er um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana, hefur verið framlengt um fjórar vikur. Að þeim tíma liðnum mun hún hafa mátt dúsa í gæsluvarðhaldi lengur en lög gera almennt ráð fyrir. Konan var handtekin laugardaginn 14. júní eftir að starfsmaður Edition hótelsins í Reykjavík kom að henni særðri á hótelherbergi fjölskyldunnar. Eiginmaður hennar og dóttir voru úrskurðuð látin á vettvangi. Brýnir rannsóknarhagsmunir réttlæta lengra varðhald Þann 15. júní var hún úrskurðuð í gæsluvarðhald og það átti að renna út í dag. Um hádegið féllst héraðsdómari á kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og úrskurðaði hana í gæsluvarðhald til 24. september, að því er Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi. Hún sætir varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þann 24. september mun konan hafa setið í gæsluvarðhaldi í rúmar fjórtán vikur en hámarkstími gæsluvarðhalds er tólf vikur, nema mál hafi verið höfðað gegn sakborningi eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. Húsleit á Írlandi Ævar Pálmi segir að ágætisgangur sé í rannsókninni en hún sé enn á viðkvæmu stigi. Talsvert mikið eigi eftir að gera, til dæmis að framkvæma frekari skýrslutökur, og klára tæknilegar rannsóknir. Þá hafi lögreglan á Írlandi ráðist í húsleit þar í landi að beiðni kollega sinna á Íslandi og munir sem fundust við leitina séu nýlega komnir til landsins. Loks segir Ævar Pálmi að lögreglan bíði eftir gögnum erlendis frá. Manndráp á Reykjavík Edition Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Konan var handtekin laugardaginn 14. júní eftir að starfsmaður Edition hótelsins í Reykjavík kom að henni særðri á hótelherbergi fjölskyldunnar. Eiginmaður hennar og dóttir voru úrskurðuð látin á vettvangi. Brýnir rannsóknarhagsmunir réttlæta lengra varðhald Þann 15. júní var hún úrskurðuð í gæsluvarðhald og það átti að renna út í dag. Um hádegið féllst héraðsdómari á kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og úrskurðaði hana í gæsluvarðhald til 24. september, að því er Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi. Hún sætir varðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þann 24. september mun konan hafa setið í gæsluvarðhaldi í rúmar fjórtán vikur en hámarkstími gæsluvarðhalds er tólf vikur, nema mál hafi verið höfðað gegn sakborningi eða brýnir rannsóknarhagsmunir krefjist þess. Húsleit á Írlandi Ævar Pálmi segir að ágætisgangur sé í rannsókninni en hún sé enn á viðkvæmu stigi. Talsvert mikið eigi eftir að gera, til dæmis að framkvæma frekari skýrslutökur, og klára tæknilegar rannsóknir. Þá hafi lögreglan á Írlandi ráðist í húsleit þar í landi að beiðni kollega sinna á Íslandi og munir sem fundust við leitina séu nýlega komnir til landsins. Loks segir Ævar Pálmi að lögreglan bíði eftir gögnum erlendis frá.
Manndráp á Reykjavík Edition Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira