„Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Árni Sæberg skrifar 27. ágúst 2025 06:45 Hildur Sunna Pálmadóttir er sviðsstjóri ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Anton Brink Sviðsstjóri ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að ekki hefði verið ákært fyrir netverslun með áfengi nema lögregla væri fullviss um að salan væri ólögmæt. Engu máli skipti þótt áfengi sé í eigu erlends fyrirtæki ef það er ekki erlendis þegar það er selt. Í fyrradag var fjallað um ákæru Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á hendur Vilhjálmi Forberg Ólafssyni, forsvarsmanni áfengisnetverslunarinnar Smáríkisins, sem er ákærður fyrir að hafa selt eina þriggja lítra belju af chardonnay í lok maí í fyrra. Vilhjálmur Forberg er ákærður sem stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og daglegur stjórnandi í Kjútís ehf. og daglegur stjórnandi í Icelandic Trading Company b.v. en síðarnefnda félagið er eigandi Smáríkisins og skráð í Hollandi. Kjútís keypti og erlenda félagið seldi Í ákærunni segir að Kjútís ehf. hafi keypt hvítvínsbeljuna af áfengisheildsala á Íslandi á grundvelli tímabundins leyfis til heildsölu áfengis og geymt það á starfsstöð sinni að Fellsmúla 24 í Reykjavík þar til áfengið var selt og afhent kaupandanum en framangreind viðskipti hafi farið fram án þess að Vilhjálmur Forberg og félögin sem hann veitti fyrirsvar hefðu leyfi til smásölu áfengis á Íslandi á umræddu tímabili. Þannig hafi Icelandic Trading Company b.v. ekki flutt áfengið til Íslands í kjölfar pöntunarinnar í gegnum vefsíðuna heldur haft milligöngu um smásölu áfengis, sem Kjútís ehf. hefði þegar keypt hjá áfengisheildsala á Íslandi og haft í geymslu á starfsstöð sinni. Með framangreindum hætti hafi Vilhjálmur Forberg brotið gegn einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins til smásölu áfengis á Íslandi. Því væri þess krafist að hann yrði dæmdur til refsingar en brot á áfengislögum varða allt að sex ára fangelsivist. Skiptir engu máli Vísi lá forvitni á að vita hvort það hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglunnar að ákæra að íslenskt félag hefði keypt áfengið af heildsalanum áður en það var selt í gegnum netverslunina og sló því á þráðinn hjá Hildi Sunnu Pálmadóttur, sviðsstjóra ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún sagði svo ekki vera. „Þeir vilja væntanlega meina að áfengið hafi verið pantað í grunninn frá Icelandic Trading Company og þeir séu bara afhendingaraðili. Væntanlega munu þeir halda því fram en ég veit það ekki, það kemur í ljóst. Það er ákært af því að við teljum þetta vera ólöglega smásölu, sem ÁTVR hefur einkaleyfi á.“ En hvað ef Icelandic Trading Company hefði keypt áfengið af íslenskum heildsala? „Það gengi ekki upp af því að áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það.“ „Þeir halda að þetta sé einhver loophole“ Þar stendur hnífurinn einmitt í kúnni en óumdeilt er að heimilt er að panta áfengi erlendis frá, til að mynda beint frá vínbónda í Frakklandi. Annað væri enda klárt brot á EES-samningnum, sem kveður meðal annars á um frjálst flæði vara milli EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins. Fyrir nokkrum árum tóku netverslanir, sem selja áfengi, að spretta upp sem gorkúlur hér á landi. Þær slaga nú hátt í þrjátíu talsins og eru allar í eigu erlendra fyrirtækja. Þess vegna telja eigendur þeirra sér stætt á því að selja áfengi hér á landi í skjóli EES-samningsins. Nú er það svo víða að hægt er að panta áfengi í gegnum vefverslun og sækja það samstundis á afhendingarstað. Því er nokkuð ljóst að vöruskemmur þessara verslana eru ekki erlendis. „Þeir halda að þetta sé einhver loophole en við sjáum bara til,“ segir Hildur Sunna. Um þetta verði væntanlega deilt fyrir dómstólum, að því gefnu að Vilhjálmur Forberg haldi uppi vörnum í málinu. Fleiri ákærur í farvatninu Hildur Sunna segir að enn sem komið er hafi ekki verið ákveðið að ákæra fleiri vegna meintrar ólögmætar vefverslunar með áfengi en nokkur mál séu í vinnslu hjá lögreglu. Þar ber hæst tvær kærur sem ÁTVR lagði fram fyrir rétt liðlega fimm árum. Þá segir Hildur Sunna að nokkur mál hafi sprottið upp eftir athugun lögreglu vorið 2024, þar á meðal mál Vilhjálms Forbergs og Smáríkisins. „Þetta er í raun alltaf sama moment, sem er til umræðu hvort að sé löglegt eða ekki. Við, augljóslega, teljum svo ekki vera.“ Netverslun með áfengi Verslun Evrópusambandið Áfengi Lögreglumál Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Sjá meira
Í fyrradag var fjallað um ákæru Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu á hendur Vilhjálmi Forberg Ólafssyni, forsvarsmanni áfengisnetverslunarinnar Smáríkisins, sem er ákærður fyrir að hafa selt eina þriggja lítra belju af chardonnay í lok maí í fyrra. Vilhjálmur Forberg er ákærður sem stjórnarmaður, framkvæmdastjóri og daglegur stjórnandi í Kjútís ehf. og daglegur stjórnandi í Icelandic Trading Company b.v. en síðarnefnda félagið er eigandi Smáríkisins og skráð í Hollandi. Kjútís keypti og erlenda félagið seldi Í ákærunni segir að Kjútís ehf. hafi keypt hvítvínsbeljuna af áfengisheildsala á Íslandi á grundvelli tímabundins leyfis til heildsölu áfengis og geymt það á starfsstöð sinni að Fellsmúla 24 í Reykjavík þar til áfengið var selt og afhent kaupandanum en framangreind viðskipti hafi farið fram án þess að Vilhjálmur Forberg og félögin sem hann veitti fyrirsvar hefðu leyfi til smásölu áfengis á Íslandi á umræddu tímabili. Þannig hafi Icelandic Trading Company b.v. ekki flutt áfengið til Íslands í kjölfar pöntunarinnar í gegnum vefsíðuna heldur haft milligöngu um smásölu áfengis, sem Kjútís ehf. hefði þegar keypt hjá áfengisheildsala á Íslandi og haft í geymslu á starfsstöð sinni. Með framangreindum hætti hafi Vilhjálmur Forberg brotið gegn einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins til smásölu áfengis á Íslandi. Því væri þess krafist að hann yrði dæmdur til refsingar en brot á áfengislögum varða allt að sex ára fangelsivist. Skiptir engu máli Vísi lá forvitni á að vita hvort það hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglunnar að ákæra að íslenskt félag hefði keypt áfengið af heildsalanum áður en það var selt í gegnum netverslunina og sló því á þráðinn hjá Hildi Sunnu Pálmadóttur, sviðsstjóra ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hún sagði svo ekki vera. „Þeir vilja væntanlega meina að áfengið hafi verið pantað í grunninn frá Icelandic Trading Company og þeir séu bara afhendingaraðili. Væntanlega munu þeir halda því fram en ég veit það ekki, það kemur í ljóst. Það er ákært af því að við teljum þetta vera ólöglega smásölu, sem ÁTVR hefur einkaleyfi á.“ En hvað ef Icelandic Trading Company hefði keypt áfengið af íslenskum heildsala? „Það gengi ekki upp af því að áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það.“ „Þeir halda að þetta sé einhver loophole“ Þar stendur hnífurinn einmitt í kúnni en óumdeilt er að heimilt er að panta áfengi erlendis frá, til að mynda beint frá vínbónda í Frakklandi. Annað væri enda klárt brot á EES-samningnum, sem kveður meðal annars á um frjálst flæði vara milli EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins. Fyrir nokkrum árum tóku netverslanir, sem selja áfengi, að spretta upp sem gorkúlur hér á landi. Þær slaga nú hátt í þrjátíu talsins og eru allar í eigu erlendra fyrirtækja. Þess vegna telja eigendur þeirra sér stætt á því að selja áfengi hér á landi í skjóli EES-samningsins. Nú er það svo víða að hægt er að panta áfengi í gegnum vefverslun og sækja það samstundis á afhendingarstað. Því er nokkuð ljóst að vöruskemmur þessara verslana eru ekki erlendis. „Þeir halda að þetta sé einhver loophole en við sjáum bara til,“ segir Hildur Sunna. Um þetta verði væntanlega deilt fyrir dómstólum, að því gefnu að Vilhjálmur Forberg haldi uppi vörnum í málinu. Fleiri ákærur í farvatninu Hildur Sunna segir að enn sem komið er hafi ekki verið ákveðið að ákæra fleiri vegna meintrar ólögmætar vefverslunar með áfengi en nokkur mál séu í vinnslu hjá lögreglu. Þar ber hæst tvær kærur sem ÁTVR lagði fram fyrir rétt liðlega fimm árum. Þá segir Hildur Sunna að nokkur mál hafi sprottið upp eftir athugun lögreglu vorið 2024, þar á meðal mál Vilhjálms Forbergs og Smáríkisins. „Þetta er í raun alltaf sama moment, sem er til umræðu hvort að sé löglegt eða ekki. Við, augljóslega, teljum svo ekki vera.“
Netverslun með áfengi Verslun Evrópusambandið Áfengi Lögreglumál Mest lesið Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Sjá meira