Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar 26. ágúst 2025 09:01 OECD metur stöðuna í menntakerfinu þannig að hún geti leitt til þess að hvert einkaheimili í landinu verði af 2,5-3,5 milljónum á ári vegna minni framleiðni. Menntun er grjóthart efnahagsmál sem ríkisstjórnin hefur hvorki getu né þekkingu til að taka á. Þessar tölur koma ekki úr tómarúmi, menntakerfið okkar er í hröðu niðurbroti í veldisvexti. Bara á milli 2018 og 2022 ,,töpuðust“ 2 skólaár af 10 skv. OECD þrátt fyrir að íslenskir skólar hafi verið mest opnir allra heimsins skóla í C-19 faraldrinum. Þessi staða fær enga athygli frá ríkisstjórninni enda hún upptekin að hækka skatta á atvinnulífið. Þessi mikilvægustu mál samfélagsins eru sett í skottið á ráðherrabílunum. Menntamálaráðherra er meira umhugað um komast upp með að skreyta sig með innihaldslausum tískuhugtökum sem engu skila, halda áfram að gera meira af því sama sem skapað hefur núverandi stöðu eða bara að þegja og þagga málin í hel. Þessa nálgun mæra svo Samfylkingin og Viðreisn og hanga eins og hundar á roði á skaðlegu, kostnaðarsömu menntakerfi og engu vilja breyta. Undirritaður hefur bæði kennt og rekið skóla í áratugi sem kennari og skólastjórnandi, með mörgum mjög hæfum starfsmönnum. Það er hægt að ná framúrskarandi árangri í mjög blönduðum nemendahópi, hvað námsárangur, líðan og efnahag skólanna varðar. Ef allir skólar á Íslandi sýndu sama árangur og áðurnefndir skólar myndu tekjur heimilanna aukast um 2,5-3,5 milljónir á ári í stað þess að verða af þeim skv. útreikningum sem OECD beitir. Hér er um 5-7 milljóna árlega sveiflu fyrir hvert og eitt heimili. Ekki bara mesta kjarabót samfélagsins heldur fylgir það líka að langflest íslensk grunnskólabörn gætu lesið og reiknað skammlaust eftir grunnskólann. Þetta er hægt með mjög blönduðum nemendahópi eins og dæmin sanna. Það er ekki lögmál að íslenska skólakerfinu hraki ár frá ári, það er val þeirra sem stjórna. Þó að ríkisstjórnin hafi engan áhuga eða metnað fyrir hönd skólabarna hafa foreldrar þeirra og samfélagið það og krefjast tafarlausra raunverulegra aðgerða strax en ekki enn eina stefnuna fulla af orðskrúði bara til að tefja og drepa menntamálum á dreif. Það er ekki í boði að fleiri kynslóðir verði af lögbundinni menntun. Ríkisstjórnin verður að nenna að setja sig inn í málin og það er komi tími til að hún átti sig á því að menntamál eru grjóthart efnahagsmál þó að grunnskólabörn skipti hana engu máli. Ísland er eitt ríkasta land í heimi hefur allar forsendur til þess að búa við besta menntakerfi í heimi, það er hægt og það hefur verið gert. Allir vilja að börn geti lesið og reiknað og það munar alla um 5-7 milljónir á ári. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
OECD metur stöðuna í menntakerfinu þannig að hún geti leitt til þess að hvert einkaheimili í landinu verði af 2,5-3,5 milljónum á ári vegna minni framleiðni. Menntun er grjóthart efnahagsmál sem ríkisstjórnin hefur hvorki getu né þekkingu til að taka á. Þessar tölur koma ekki úr tómarúmi, menntakerfið okkar er í hröðu niðurbroti í veldisvexti. Bara á milli 2018 og 2022 ,,töpuðust“ 2 skólaár af 10 skv. OECD þrátt fyrir að íslenskir skólar hafi verið mest opnir allra heimsins skóla í C-19 faraldrinum. Þessi staða fær enga athygli frá ríkisstjórninni enda hún upptekin að hækka skatta á atvinnulífið. Þessi mikilvægustu mál samfélagsins eru sett í skottið á ráðherrabílunum. Menntamálaráðherra er meira umhugað um komast upp með að skreyta sig með innihaldslausum tískuhugtökum sem engu skila, halda áfram að gera meira af því sama sem skapað hefur núverandi stöðu eða bara að þegja og þagga málin í hel. Þessa nálgun mæra svo Samfylkingin og Viðreisn og hanga eins og hundar á roði á skaðlegu, kostnaðarsömu menntakerfi og engu vilja breyta. Undirritaður hefur bæði kennt og rekið skóla í áratugi sem kennari og skólastjórnandi, með mörgum mjög hæfum starfsmönnum. Það er hægt að ná framúrskarandi árangri í mjög blönduðum nemendahópi, hvað námsárangur, líðan og efnahag skólanna varðar. Ef allir skólar á Íslandi sýndu sama árangur og áðurnefndir skólar myndu tekjur heimilanna aukast um 2,5-3,5 milljónir á ári í stað þess að verða af þeim skv. útreikningum sem OECD beitir. Hér er um 5-7 milljóna árlega sveiflu fyrir hvert og eitt heimili. Ekki bara mesta kjarabót samfélagsins heldur fylgir það líka að langflest íslensk grunnskólabörn gætu lesið og reiknað skammlaust eftir grunnskólann. Þetta er hægt með mjög blönduðum nemendahópi eins og dæmin sanna. Það er ekki lögmál að íslenska skólakerfinu hraki ár frá ári, það er val þeirra sem stjórna. Þó að ríkisstjórnin hafi engan áhuga eða metnað fyrir hönd skólabarna hafa foreldrar þeirra og samfélagið það og krefjast tafarlausra raunverulegra aðgerða strax en ekki enn eina stefnuna fulla af orðskrúði bara til að tefja og drepa menntamálum á dreif. Það er ekki í boði að fleiri kynslóðir verði af lögbundinni menntun. Ríkisstjórnin verður að nenna að setja sig inn í málin og það er komi tími til að hún átti sig á því að menntamál eru grjóthart efnahagsmál þó að grunnskólabörn skipti hana engu máli. Ísland er eitt ríkasta land í heimi hefur allar forsendur til þess að búa við besta menntakerfi í heimi, það er hægt og það hefur verið gert. Allir vilja að börn geti lesið og reiknað og það munar alla um 5-7 milljónir á ári. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun