Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2025 10:01 Tómas Bent er að koma sér fyrir í Edinborg eftir stutt stopp í Reykjavík. Mynd/Hearts Líf Tómasar Bent Magnússonar tekur miklum breytingum þessa dagana. Hann flutti nýverið búferlum til Skotlands og þá er hann að verða faðir í fyrsta sinn. Á leiðinni er lítill Eyjapeyi með skoskan hreim. Tómas Bent er Eyjamaður og hafði allan sinn feril spilað með uppeldisfélaginu ÍBV en eftir fína frammistöðu með liðinu er það tryggði sig upp úr Lengjudeildinni síðasta sumar kom kallið frá Val í vetur. Tómas var þó ekki á Hlíðarenda nema í nokkra mánuði en frábær frammistaða hans á miðjunni hjá liðinu í Bestu deildinni í sumar vakti athygli skoska félagsins Hearts. Hann bjóst ekki beint við því þegar hann hóf tímabilið með Val að hann yrði kominn í skosku úrvalsdeildina áður en sumarið var úti. „Nei, ég get ekki sagt það. Ég ætlaði bara að gera eitthvað með Val og svo kæmi annað í ljós. Þetta gerðist mjög hratt og fyrr en maður hélt eða vonaðist til,“ segir Tómas sem gat ekki sagt nei við tækifærinu sem bauðst. „Það var ekki auðvelt að fara frá Hlíðarenda en mér fannst ég ekki geta sleppt því að kýla á þetta. Maður veit aldrei hvað getur skeð, hvort næsta æfing hefði verið fótbrot eða eitthvað. Það er svo stutt á milli í þessu.“ Miklar breytingar á skömmum tíma Með skiptunum flytur Tómas Bent til Edinborgar ásamt kærustu sinni, Selmu Helgadóttur, sem er dóttir fyrrum landsliðsmannsins Helga Sigurðssonar. Þau tilkynntu fyrr í mánuðinum að þau eigi von á sínu fyrsta barni. „Barn á leiðinni, þannig að þetta eru miklar breytingar á mjög stuttum tíma. Bara að flytja til Reykjavíkur var ákveðin breyting en það verður fínt þegar barnið kemur og maður hefur eitthvað að gera. En það er smá stress,“ segir Tómas. Er sem sagt stress fyrir föðurhlutverkinu? „Ég ætla ekkert að ljúga því. En þetta fer hægt og rólega að synca inn,“ sem á þá von á Eyjapeya, eða stúlku, sem mun því eyða fyrsta hluta æviskeiðisins í Skotlandi. „Það er einhver ákveðin súpa. Skoskur hreimur og Eyjapeyi - eða stelpa,“ segir Tómas léttur. Viðtalið má sjá í spilaranum. Skoski boltinn Íslenski boltinn Valur ÍBV Besta deild karla Vestmannaeyjar Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira
Tómas Bent er Eyjamaður og hafði allan sinn feril spilað með uppeldisfélaginu ÍBV en eftir fína frammistöðu með liðinu er það tryggði sig upp úr Lengjudeildinni síðasta sumar kom kallið frá Val í vetur. Tómas var þó ekki á Hlíðarenda nema í nokkra mánuði en frábær frammistaða hans á miðjunni hjá liðinu í Bestu deildinni í sumar vakti athygli skoska félagsins Hearts. Hann bjóst ekki beint við því þegar hann hóf tímabilið með Val að hann yrði kominn í skosku úrvalsdeildina áður en sumarið var úti. „Nei, ég get ekki sagt það. Ég ætlaði bara að gera eitthvað með Val og svo kæmi annað í ljós. Þetta gerðist mjög hratt og fyrr en maður hélt eða vonaðist til,“ segir Tómas sem gat ekki sagt nei við tækifærinu sem bauðst. „Það var ekki auðvelt að fara frá Hlíðarenda en mér fannst ég ekki geta sleppt því að kýla á þetta. Maður veit aldrei hvað getur skeð, hvort næsta æfing hefði verið fótbrot eða eitthvað. Það er svo stutt á milli í þessu.“ Miklar breytingar á skömmum tíma Með skiptunum flytur Tómas Bent til Edinborgar ásamt kærustu sinni, Selmu Helgadóttur, sem er dóttir fyrrum landsliðsmannsins Helga Sigurðssonar. Þau tilkynntu fyrr í mánuðinum að þau eigi von á sínu fyrsta barni. „Barn á leiðinni, þannig að þetta eru miklar breytingar á mjög stuttum tíma. Bara að flytja til Reykjavíkur var ákveðin breyting en það verður fínt þegar barnið kemur og maður hefur eitthvað að gera. En það er smá stress,“ segir Tómas. Er sem sagt stress fyrir föðurhlutverkinu? „Ég ætla ekkert að ljúga því. En þetta fer hægt og rólega að synca inn,“ sem á þá von á Eyjapeya, eða stúlku, sem mun því eyða fyrsta hluta æviskeiðisins í Skotlandi. „Það er einhver ákveðin súpa. Skoskur hreimur og Eyjapeyi - eða stelpa,“ segir Tómas léttur. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Skoski boltinn Íslenski boltinn Valur ÍBV Besta deild karla Vestmannaeyjar Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Sjá meira