„Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Jón Þór Stefánsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 25. ágúst 2025 14:43 Matthías Björn sætir gæsluvarðhaldi og kom því í héraðsdóm í fylgd lögreglumanna. vísir/Anton Brink Nítján ára karlmaður sem ákærður er fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán í Gufunesmálinu svokallað gerði afar lítið úr sínum þætti úr málinu. Hann sagði meðákærðu mála mun verri mynd af þætti hans en raunin væri. Hann væri einfaldlega ökumaður sem hefði ekki þorað að gera neitt af ótta við að verða sjálfur beittur ofbeldi. „Ég er bara ökumaður, ég tók ekki þátt í manndrápinu og tók ekki þátt í frelsissviptingunni.“ Þetta sagði Matthías Björn Erlingsson einn ákærðu í Gufunesmálinu. Fimm eru ákærð í málinu. Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir fjárdrátt annars vegar og hlutdeild í frelsissviptingu hins vegar. Stefán og Lúkas játuðu í morgun að hafa frelsissvipt Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri sem glímdi við heilabilun. Tvítug kona hefði aðstoðað þá við að lokka hann út af heimili sínu í Þorlákshöfn og upp í bíl þar sem Stefán og Lúkas biðu. Matthías bættist í hópinn við Hellisheiðarvirkjun og voru þeir þrír saman þegar Hjörleifur var skilinn eftir á nærfötum einum klæða, lurkum laminn, við göngustíg í Gufunesi um miðja nótt. Hefði átt að hjálpa með Tesluna Matthías lýsti atburðum málsins með mjög frábrugðnum hætti í samanburði við Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson sem gáfu skýrslu í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi í morgun. Matthías hélt því staðfastlega fram að hann hefði einungis verið ökumaður. Hann sagði að umrætt mánudagskvöld þann 10. mars síðastliðinn hefði hann átt erfitt með svefn. Stefán hefði beðið hann um að koma að Hellisheiðarvirkjun. Hann hefði ekki vitað hvaða staða væri komin upp. „Ég fékk símtal um kvöldið um hjálpa við að laga Teslu. Þegar ég mæti var maður í bílnum með poka yfir höfðinu,“ sagði Matthías sem ók Volkswagen Golf. Hann lýsti því hvernig Hjörleifur hefði verið tekinn úr svartri Teslu Stefáns og inn í Golf-inn. Þaðan hefði verið ekið að iðnaðarbili á Esjumelum. Hann hafi ekið bílnum þangað inn. Grunaði þá um ofbeldi Matthías lýsti því að Stefán og Lúkas hefðu verið með manninum inni í iðnaðarbilinu um nokkra stund. Hann sagðist ekki vita hvað hefði átt sér stað inni á meðan. Hann hefði þó grunað að þeir væru að beita manninn ofbeldi, mögulega skuldaði hann pening. Hann sagði ítrekað í skýrslutökunni að hann hefði ekki beitt Hjörleif neinu ofbeldi og ekki vitað af því, þó hann hefði grunað það. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari í málinu, spurði Matthías út í skýrslutöku hjá lögreglu þar sem hann hefði talað um að hafa heyrt talað um reikningsupplýsingar. Hann kannaðist ekki við það aðspurður fyrir dómi. Hann lýsti því að eftir einhverja stund í iðnaðarbilinu hefðu Stefán og Lúkas beðið hann um að stíga aftur upp í bílinn og elta Teslu Stefáns. Lúkas og Hjörleifur hafi verið í aftursætinu. Þeir hafi farið upp í Gufunes og Lúkas og Stefán tekið Hjörleif úr bílnum. Hann sagðist ekki hafa vitað hvert þeir fóru með hann. Hann hefði sjálfur beðið í bílnum. Skömmu síðar hefðu Lúkas og Stefán snúið aftur. Beðinn um að brenna bílinn Nocco-orkudrykkjardós fannst skammt frá líki Hjörleifs. Hægt var að rekja hana til Matthíasar. Að hans sögn voru margar dósir í bílnum hans og líklega hefði hún farið með Lúkasi og Stefáni, eða fokið út úr bílnum. Síðan hafi þeir þrír farið hver í sína áttina. Matthías sagði hina tvo hafa beðið hann um að brenna bílinn sinn, en Matthías lýsti því að í bílnum hefði verið blóð. Hann hafi ætlað að gera það. Við tók ferðalag hans víða um höfuðborgarsvæðið, meðal annars með viðkomu hjá Sævari Þór Jónssyni lögmanni, áður en hann var svo handtekinn á heimili sínu. Á þessari ferð sagðist hann meðal annars hafa ætlað að kaupa bensín til að brenna bílinn, en kortinu hans hafi verið hafnað og ekkert orðið úr því. Leynisími á felustað í Hafnarfirði Jafnframt lýsti hann því að hafa farið í Hafnarfjörð þar sem hann átti falinn síma á leynistað. Hann hefði hringt úr honum og látið vita að bráðlega myndi lögreglan „taka hann“. Hann hefði síðan kastað þessum leynisíma og hans eigin út í á. Spurður nánar út í nefndan leynisíma sagðist Matthías hafa komið honum fyrir um viku fyrr. Það hafi verið tengt öðru máli. Dómarinn vildi skýringar á þessu. Matthías sagði að þetta hefði verið öryggisráðstöfun. Tilgangur símans væri að láta vita ef hann yrði handtekinn. Þá vildi Matthías ekki segja hver hefði beðið hann um þetta. „Þetta tengist vinahóp sem ég er í. Ég kýs að tjá mig ekki um það.“ Dómarinn spurði hvort draga mætti þá ályktun að leynisíminn hefði tengst einhverri brotastarfsemi. Matthías neitaði því. Þekkir vel til rafmynta Lán upp á þrjár milljónir króna var tekið úr bankareikningi Hjörleifs. Peningarnir voru millifærðir inn á átján ára karlmann sem sætir ákæru fyrir peningaþvætti í málinu. Að morgni þriðjudags voru peningarnir lagðir inn á Matthías sem segist hafa tekið að sér að breyta peningunum í rafmyntina Bitcoin. Hann væri vanur að versla með þá mynt. Matthías var spurður hvers vegna hann hefði tekið þátt í öllu þessu. Hann sagðist ekki hafa átt annan mörguleika. Um leið og hann hefði mætt á svæðið við Hellisheiðarvirkjun hefði Stefán tekið af honum símann. „Ég er fimmtíu kíló, á þessum tíma, ég get ekki stoppað hann.“ Honum hefði verið skipað að setja á sig skíðagrímu sem hann hafi verið með í bílnum. Hann væri skíða- og snjóbrettaiðkandi. „Hvað átti ég að gera?“ spurði Matthías þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi. „Ég er miklu minni en þeir. Ég hafði engan möguleika á að stoppa þá. Hefði ég reynt það þá býst ég við að ég hefði líka verið drepinn,“ sagði hann. Sökinni skellt á sig Matthías var spurður út í bréf sem Lúkas skrifaði honum á meðan þeir sættu einangrun á Hólmsheiði. Bréfið var skilið eftir á útisvæði en komst ekki í hendur Matthíasar Björns heldur var erlendur fangi, grunlaus um allt saman, sem kom því til fangavarðar. Matthías ræddi bréfið þar sem hann hafi verið hvattur til að skipta um lögmann. Slíta samskiptum við Sævar Þór Jónsson og leita á náðir annars lögmanns. Þá sagði hann fólk hafa heimsótt fjölskyldu hans og hvatt hann til að skipta um lögmann undir hótunum. „Ég var bara ökumaður,“ sagði Matthías. „Og það sem mer sýnist núna, á ég að taka á mig sök.“ Tilgangurinn að ná barnaperrum Matthías veitti DV viðtal í aðdraganda aðalmeðferðarinnar. Viðtalið vakti nokkra athygli enda ekki algengt að sakborningar sem sæta gæsluvarðhaldi séu teknir í viðtal. Hann sagði tilganginn með viðtalinu hafa verið að hreinsa mannorð sitt. Hann hefði rætt við blaðamann DV í síma af Hólmsheiði og allt rétt eftir honum haft í viðtalinu. „Ég er bara ökumaður. Ég tók ekki þátt í manndrápinu og tók ekki þátt í frelsissviptingunni,“ sagði Matthías. Hann hefði svo verið beðinn um að breyta peningum í Bitcoin. Hann hefði ekki einu sinni vitað að sú beiðni tengdist þessu máli. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Matthías Björn grunaður um aðkomu að nokkrum tálbeituaðgerðum sem lögregla hefur til rannsóknar. Meðal annars eina á Akranesi þar sem hópur manna gekk í skrokk á fullorðnum karlmanni sem sagður var hafa ætlað að hitta unga stúlku. Matthías sagði slíkar tálbeituaðgerðir öðruvísi en þetta mál. Þær væru meira „professional“ sagði Matthías. Tilgangurinn væri að ná barnaperrum og þeir hefðu komið flestum gögnum til lögreglu. Þá var Matthías spurður hvort hann spilaði fjárhættuspil og hvort rétt væri að hann væri skuldugur. Hann játti því að hafa eitthvað spilað en kannast ekki við neina spilaskuld. Þá fullyrtu verjendur meðákærðu að hann væri sakborningur í fjölmörgum öðrum málum. Matthías sagðist ekki þekkja til þess, mögulega væri það fyrir einhver umferðarlagabrot. Benti á konuna Þá hélt hann fast í þá skoðun sína, sem birtist í fyrrnefndu viðtali í DV, að tvítuga konan í málinu ætti að vera ákærð fyrir manndráp, ekki hann. Hún hefði hringt í Hjörleif og tælt hann inn í bílinn. Sagðist hann telja að hún hefði vitað að maðurinn yrði fyrir ofbeldi. Matthías Björn sagði fjögurra vikna gæsluvarðhald í einangrun hafa haft slæm áhrif á sig. Hann hefði glímt við sjálfsvígshugsanir. Þá hefði hann verið á sterkum svefnlyfjum. Þá áréttaði hann að hann hefði aldrei áður verið ákærður og heldur ekki dæmdur. Manndráp í Gufunesi Dómsmál Ölfus Lögreglumál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira
„Ég er bara ökumaður, ég tók ekki þátt í manndrápinu og tók ekki þátt í frelsissviptingunni.“ Þetta sagði Matthías Björn Erlingsson einn ákærðu í Gufunesmálinu. Fimm eru ákærð í málinu. Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías Björn Erlingsson 19 ára eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir fjárdrátt annars vegar og hlutdeild í frelsissviptingu hins vegar. Stefán og Lúkas játuðu í morgun að hafa frelsissvipt Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri sem glímdi við heilabilun. Tvítug kona hefði aðstoðað þá við að lokka hann út af heimili sínu í Þorlákshöfn og upp í bíl þar sem Stefán og Lúkas biðu. Matthías bættist í hópinn við Hellisheiðarvirkjun og voru þeir þrír saman þegar Hjörleifur var skilinn eftir á nærfötum einum klæða, lurkum laminn, við göngustíg í Gufunesi um miðja nótt. Hefði átt að hjálpa með Tesluna Matthías lýsti atburðum málsins með mjög frábrugðnum hætti í samanburði við Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson sem gáfu skýrslu í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi í morgun. Matthías hélt því staðfastlega fram að hann hefði einungis verið ökumaður. Hann sagði að umrætt mánudagskvöld þann 10. mars síðastliðinn hefði hann átt erfitt með svefn. Stefán hefði beðið hann um að koma að Hellisheiðarvirkjun. Hann hefði ekki vitað hvaða staða væri komin upp. „Ég fékk símtal um kvöldið um hjálpa við að laga Teslu. Þegar ég mæti var maður í bílnum með poka yfir höfðinu,“ sagði Matthías sem ók Volkswagen Golf. Hann lýsti því hvernig Hjörleifur hefði verið tekinn úr svartri Teslu Stefáns og inn í Golf-inn. Þaðan hefði verið ekið að iðnaðarbili á Esjumelum. Hann hafi ekið bílnum þangað inn. Grunaði þá um ofbeldi Matthías lýsti því að Stefán og Lúkas hefðu verið með manninum inni í iðnaðarbilinu um nokkra stund. Hann sagðist ekki vita hvað hefði átt sér stað inni á meðan. Hann hefði þó grunað að þeir væru að beita manninn ofbeldi, mögulega skuldaði hann pening. Hann sagði ítrekað í skýrslutökunni að hann hefði ekki beitt Hjörleif neinu ofbeldi og ekki vitað af því, þó hann hefði grunað það. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari í málinu, spurði Matthías út í skýrslutöku hjá lögreglu þar sem hann hefði talað um að hafa heyrt talað um reikningsupplýsingar. Hann kannaðist ekki við það aðspurður fyrir dómi. Hann lýsti því að eftir einhverja stund í iðnaðarbilinu hefðu Stefán og Lúkas beðið hann um að stíga aftur upp í bílinn og elta Teslu Stefáns. Lúkas og Hjörleifur hafi verið í aftursætinu. Þeir hafi farið upp í Gufunes og Lúkas og Stefán tekið Hjörleif úr bílnum. Hann sagðist ekki hafa vitað hvert þeir fóru með hann. Hann hefði sjálfur beðið í bílnum. Skömmu síðar hefðu Lúkas og Stefán snúið aftur. Beðinn um að brenna bílinn Nocco-orkudrykkjardós fannst skammt frá líki Hjörleifs. Hægt var að rekja hana til Matthíasar. Að hans sögn voru margar dósir í bílnum hans og líklega hefði hún farið með Lúkasi og Stefáni, eða fokið út úr bílnum. Síðan hafi þeir þrír farið hver í sína áttina. Matthías sagði hina tvo hafa beðið hann um að brenna bílinn sinn, en Matthías lýsti því að í bílnum hefði verið blóð. Hann hafi ætlað að gera það. Við tók ferðalag hans víða um höfuðborgarsvæðið, meðal annars með viðkomu hjá Sævari Þór Jónssyni lögmanni, áður en hann var svo handtekinn á heimili sínu. Á þessari ferð sagðist hann meðal annars hafa ætlað að kaupa bensín til að brenna bílinn, en kortinu hans hafi verið hafnað og ekkert orðið úr því. Leynisími á felustað í Hafnarfirði Jafnframt lýsti hann því að hafa farið í Hafnarfjörð þar sem hann átti falinn síma á leynistað. Hann hefði hringt úr honum og látið vita að bráðlega myndi lögreglan „taka hann“. Hann hefði síðan kastað þessum leynisíma og hans eigin út í á. Spurður nánar út í nefndan leynisíma sagðist Matthías hafa komið honum fyrir um viku fyrr. Það hafi verið tengt öðru máli. Dómarinn vildi skýringar á þessu. Matthías sagði að þetta hefði verið öryggisráðstöfun. Tilgangur símans væri að láta vita ef hann yrði handtekinn. Þá vildi Matthías ekki segja hver hefði beðið hann um þetta. „Þetta tengist vinahóp sem ég er í. Ég kýs að tjá mig ekki um það.“ Dómarinn spurði hvort draga mætti þá ályktun að leynisíminn hefði tengst einhverri brotastarfsemi. Matthías neitaði því. Þekkir vel til rafmynta Lán upp á þrjár milljónir króna var tekið úr bankareikningi Hjörleifs. Peningarnir voru millifærðir inn á átján ára karlmann sem sætir ákæru fyrir peningaþvætti í málinu. Að morgni þriðjudags voru peningarnir lagðir inn á Matthías sem segist hafa tekið að sér að breyta peningunum í rafmyntina Bitcoin. Hann væri vanur að versla með þá mynt. Matthías var spurður hvers vegna hann hefði tekið þátt í öllu þessu. Hann sagðist ekki hafa átt annan mörguleika. Um leið og hann hefði mætt á svæðið við Hellisheiðarvirkjun hefði Stefán tekið af honum símann. „Ég er fimmtíu kíló, á þessum tíma, ég get ekki stoppað hann.“ Honum hefði verið skipað að setja á sig skíðagrímu sem hann hafi verið með í bílnum. Hann væri skíða- og snjóbrettaiðkandi. „Hvað átti ég að gera?“ spurði Matthías þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi. „Ég er miklu minni en þeir. Ég hafði engan möguleika á að stoppa þá. Hefði ég reynt það þá býst ég við að ég hefði líka verið drepinn,“ sagði hann. Sökinni skellt á sig Matthías var spurður út í bréf sem Lúkas skrifaði honum á meðan þeir sættu einangrun á Hólmsheiði. Bréfið var skilið eftir á útisvæði en komst ekki í hendur Matthíasar Björns heldur var erlendur fangi, grunlaus um allt saman, sem kom því til fangavarðar. Matthías ræddi bréfið þar sem hann hafi verið hvattur til að skipta um lögmann. Slíta samskiptum við Sævar Þór Jónsson og leita á náðir annars lögmanns. Þá sagði hann fólk hafa heimsótt fjölskyldu hans og hvatt hann til að skipta um lögmann undir hótunum. „Ég var bara ökumaður,“ sagði Matthías. „Og það sem mer sýnist núna, á ég að taka á mig sök.“ Tilgangurinn að ná barnaperrum Matthías veitti DV viðtal í aðdraganda aðalmeðferðarinnar. Viðtalið vakti nokkra athygli enda ekki algengt að sakborningar sem sæta gæsluvarðhaldi séu teknir í viðtal. Hann sagði tilganginn með viðtalinu hafa verið að hreinsa mannorð sitt. Hann hefði rætt við blaðamann DV í síma af Hólmsheiði og allt rétt eftir honum haft í viðtalinu. „Ég er bara ökumaður. Ég tók ekki þátt í manndrápinu og tók ekki þátt í frelsissviptingunni,“ sagði Matthías. Hann hefði svo verið beðinn um að breyta peningum í Bitcoin. Hann hefði ekki einu sinni vitað að sú beiðni tengdist þessu máli. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Matthías Björn grunaður um aðkomu að nokkrum tálbeituaðgerðum sem lögregla hefur til rannsóknar. Meðal annars eina á Akranesi þar sem hópur manna gekk í skrokk á fullorðnum karlmanni sem sagður var hafa ætlað að hitta unga stúlku. Matthías sagði slíkar tálbeituaðgerðir öðruvísi en þetta mál. Þær væru meira „professional“ sagði Matthías. Tilgangurinn væri að ná barnaperrum og þeir hefðu komið flestum gögnum til lögreglu. Þá var Matthías spurður hvort hann spilaði fjárhættuspil og hvort rétt væri að hann væri skuldugur. Hann játti því að hafa eitthvað spilað en kannast ekki við neina spilaskuld. Þá fullyrtu verjendur meðákærðu að hann væri sakborningur í fjölmörgum öðrum málum. Matthías sagðist ekki þekkja til þess, mögulega væri það fyrir einhver umferðarlagabrot. Benti á konuna Þá hélt hann fast í þá skoðun sína, sem birtist í fyrrnefndu viðtali í DV, að tvítuga konan í málinu ætti að vera ákærð fyrir manndráp, ekki hann. Hún hefði hringt í Hjörleif og tælt hann inn í bílinn. Sagðist hann telja að hún hefði vitað að maðurinn yrði fyrir ofbeldi. Matthías Björn sagði fjögurra vikna gæsluvarðhald í einangrun hafa haft slæm áhrif á sig. Hann hefði glímt við sjálfsvígshugsanir. Þá hefði hann verið á sterkum svefnlyfjum. Þá áréttaði hann að hann hefði aldrei áður verið ákærður og heldur ekki dæmdur.
Manndráp í Gufunesi Dómsmál Ölfus Lögreglumál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Sjá meira