Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2025 15:43 Frá vettvangi þjófnaðarins í Mosfellsbæ. Vísir/Anton Brink Landsréttur hefur úrskurðað karlmann á fimmtugsaldri, góðkunningja lögreglunnar, í gæsluvarðhald til 27. ágúst grunaðan um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfu lögreglu þess efnis. Karlmaðurinn, sem er 41 árs, gaf sig fram við lögreglu um kvöldmatarleytið á þriðjudag. Lögregla krafðist gæsluvarðhalds yfir honum á fimmtudag en Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfunni. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi karlmannsins, staðfestir að Landsréttur hafi snúið við úrskurðinum. Hann sagði í gær að krafa lögreglunnar um gæsluvarðhald væri byggð á orðrómi. Dómari í héraði taldi í það minnsta ekki grundvöll fyrir varðhaldi. Landsréttur tók málið fyrir sólarhring síðar og komst að annarri niðurstöðu.Ekki er loku fyrir skotið að lögreglan hafi náð að leggja fram ný gögn í málinu sem hafa haft áhrif á ákvörðun Landsréttar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur karlmaðurinn ítrekað komið við sögu lögreglu í stórum sakamálum undanfarin ár. Hann hefur nú þegar játað aðild að Hamraborgarmálinu svokallaða þegar tveir karlmenn stálu peningatöskum úr bifreið Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan veitingastaðinn Catalínu í Kópavogi í mars í fyrra. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn játað að vera annar mannanna tveggja sem sjást á mynd sem lögregla dreifði við rannsókn málsins á sínum tíma. Maðurinn var handtekinn tveimur mánuðum eftir þjófnaðinn í Hamraborg. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það eftir að litaðir peningaseðlar fundust í spilakössum á vegum Happdrættis Háskóla Íslands. Maðurinn var handtekinn eftir að upptökur úr öryggismyndavélum staðarins sem hýsir spilakassana voru skoðaðar. Karlmaðurinn kom aftur við sögu lögreglu við umfangsmikla rannsókn á manndrápi, frelsissviptingu og peningaþvætti í svokölluðu Gufunesmáli þar sem eldri karlmanni var ráðinn bani. Hann sat í gæsluvarðhaldi í nokkrar vikur en var sleppt og er ekki meðal ákærðu í málinu sem verður tekið til meðferðar hjá Héraðsdómi Suðurlands í næstu viku. Vísir greindi frá því fyrr í dag að kona á fertugsaldri hefði verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að málinu. Í tilfelli konunnar féllst héraðsdómur á kröfu lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er lykilgagn í tilfelli konunnar mynd sem náðist af bíl hennar í Mosfellsbæ nóttina sem hraðbankanum var stolið. Lögreglumál Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Mosfellsbær Tengdar fréttir Bíll konunnar sást á upptöku Kona á fertugsaldri var úrskurðuð í gæsluvarðhald til þriðjudags í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag grunuð um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ aðfaranótt þriðjudags. Lögregla hafði áður krafist þess fyrir dómi að fá heimild til að skoða síma konunnar. Mynd af bíl konunnar er meðal lykilsönnunargagna í málinu. 22. ágúst 2025 14:47 Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Kona á fertugsaldri hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að þjófnaðinum. 22. ágúst 2025 13:23 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Karlmaðurinn, sem er 41 árs, gaf sig fram við lögreglu um kvöldmatarleytið á þriðjudag. Lögregla krafðist gæsluvarðhalds yfir honum á fimmtudag en Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfunni. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi karlmannsins, staðfestir að Landsréttur hafi snúið við úrskurðinum. Hann sagði í gær að krafa lögreglunnar um gæsluvarðhald væri byggð á orðrómi. Dómari í héraði taldi í það minnsta ekki grundvöll fyrir varðhaldi. Landsréttur tók málið fyrir sólarhring síðar og komst að annarri niðurstöðu.Ekki er loku fyrir skotið að lögreglan hafi náð að leggja fram ný gögn í málinu sem hafa haft áhrif á ákvörðun Landsréttar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur karlmaðurinn ítrekað komið við sögu lögreglu í stórum sakamálum undanfarin ár. Hann hefur nú þegar játað aðild að Hamraborgarmálinu svokallaða þegar tveir karlmenn stálu peningatöskum úr bifreið Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan veitingastaðinn Catalínu í Kópavogi í mars í fyrra. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn játað að vera annar mannanna tveggja sem sjást á mynd sem lögregla dreifði við rannsókn málsins á sínum tíma. Maðurinn var handtekinn tveimur mánuðum eftir þjófnaðinn í Hamraborg. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það eftir að litaðir peningaseðlar fundust í spilakössum á vegum Happdrættis Háskóla Íslands. Maðurinn var handtekinn eftir að upptökur úr öryggismyndavélum staðarins sem hýsir spilakassana voru skoðaðar. Karlmaðurinn kom aftur við sögu lögreglu við umfangsmikla rannsókn á manndrápi, frelsissviptingu og peningaþvætti í svokölluðu Gufunesmáli þar sem eldri karlmanni var ráðinn bani. Hann sat í gæsluvarðhaldi í nokkrar vikur en var sleppt og er ekki meðal ákærðu í málinu sem verður tekið til meðferðar hjá Héraðsdómi Suðurlands í næstu viku. Vísir greindi frá því fyrr í dag að kona á fertugsaldri hefði verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að málinu. Í tilfelli konunnar féllst héraðsdómur á kröfu lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er lykilgagn í tilfelli konunnar mynd sem náðist af bíl hennar í Mosfellsbæ nóttina sem hraðbankanum var stolið.
Lögreglumál Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Mosfellsbær Tengdar fréttir Bíll konunnar sást á upptöku Kona á fertugsaldri var úrskurðuð í gæsluvarðhald til þriðjudags í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag grunuð um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ aðfaranótt þriðjudags. Lögregla hafði áður krafist þess fyrir dómi að fá heimild til að skoða síma konunnar. Mynd af bíl konunnar er meðal lykilsönnunargagna í málinu. 22. ágúst 2025 14:47 Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Kona á fertugsaldri hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að þjófnaðinum. 22. ágúst 2025 13:23 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Bíll konunnar sást á upptöku Kona á fertugsaldri var úrskurðuð í gæsluvarðhald til þriðjudags í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag grunuð um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ aðfaranótt þriðjudags. Lögregla hafði áður krafist þess fyrir dómi að fá heimild til að skoða síma konunnar. Mynd af bíl konunnar er meðal lykilsönnunargagna í málinu. 22. ágúst 2025 14:47
Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Kona á fertugsaldri hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að þjófnaðinum. 22. ágúst 2025 13:23