Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 21. ágúst 2025 17:01 Það getur reynst kostnaðarsamt að lifa í dag, þar sem flest rými samfélagsins hafa verið markaðsvædd. Við erum stöðugt hvött til að kaupa vörur, þjónustu og upplifanir. Á mörgum stöðum þarf að greiða fyrir aðgang og debetkortið er orðið lykillinn að þátttöku. Í slíkum veruleika eru almenningsbókasöfn sannarlega félagslegar perlur; opin, gjaldfrjáls og aðgengileg rými þar sem hægt er að njóta, læra og tilheyra án þess að greiða aðgangseyri. Bókasöfnin eru eins og vin í kapítalískri eyðimörk. Draumsýn eða daglegt aðgengi? Ef hugmyndin um almenningsbókasöfn væri kynnt í dag, myndu margir eflaust líta á hana sem óraunhæfa sósíalíska draumsýn. Bókasafnskortið veitir aðgang að fjölbreyttu efni. Það er ókeypis fyrir börn, eldri borgara, öryrkja og þau sem eru á endurhæfingarlífeyri, annars kostar bókasafnskortið 3.200 krónur á ári. Meira en bara bækur Í hillum safnanna má finna allt frá skáldsögum og ljóðum til matreiðslubóka, myndasagna og tímarita. Allt þetta má lesa á staðnum eða taka að láni með sér heim. Þá er einnig hægt að fá tónlist og kvikmyndir lánaðar. Í safninu er jafnframt sístækkandi borðspilasafn til útláns, með fjölbreyttu úrvali borðspila fyrir alla aldurshópa: börn, ungmenni og fullorðna. Félagsleg rými í þínu nærumhverfi Borgarbókasöfn Reykjavíkur eru átta talsins og eru staðsett víða um borgina: í Árbæ, Breiðholti, miðbænum, Kjalarnesi, Kringlunni, Laugardal, Grafarvogi og Úlfarsárdal. Almenningsbókasöfn eru mikilvæg félagsleg rými þar sem hægt er að sækja sér þekkingu, fræðslu, afþreyingu og samveru. Boðið er upp á fjölskyldumorgna og fjölbreyttar sögustundir fyrir börn á öllum aldri. Menning og sköpun Menningarnótt nálgast óðum og þá verða haldnir spennandi viðburðir, svo sem barmmerkjagerð, ratleikur, teikninámskeið, salsakennsla og hljóðlaust diskótek. Allt árið um kring eru haldnir fjölbreyttir og ókeypis viðburðir eins og: ·sýningar ·fræðsluviðburðir ·vinnustofur Fríbúð og fjölbreytt þjónusta Fríbúðin í Borgarbókasafninu Gerðubergi hefur vakið mikla lukku. Þangað má koma með hluti í góðu ástandi sem nýtast ekki lengur og taka heim með sér það sem vantar. Í Fríbúðinni má finna ýmislegt nytsamlegt og úrvalið er breytilegt eftir dögum og árstíðum. Almenningsbókasöfn Reykjavíkurborgar bjóða upp á fjölbreytta þjónustu. Upp á síðkastið hef ég heimsótt þau nokkur og það sem höfðaði mest til mín, fyrir utan allar bækurnar, voru vinnuherbergin í Spönginni og plöntuskiptin í Árbæ. Ég hlakka til að heimsækja fleiri söfn. Almenningsbókasöfn eru algjörar perlur í okkar samfélagi og ég hvet þig eindregið til að kynna þér starfsemi Borgarbókasafnsins í þínu nærumhverfi. Bókasafnið gæti komið þér skemmtilega á óvart. Höfundur er sósíalískur borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Bókasöfn Reykjavík Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Það getur reynst kostnaðarsamt að lifa í dag, þar sem flest rými samfélagsins hafa verið markaðsvædd. Við erum stöðugt hvött til að kaupa vörur, þjónustu og upplifanir. Á mörgum stöðum þarf að greiða fyrir aðgang og debetkortið er orðið lykillinn að þátttöku. Í slíkum veruleika eru almenningsbókasöfn sannarlega félagslegar perlur; opin, gjaldfrjáls og aðgengileg rými þar sem hægt er að njóta, læra og tilheyra án þess að greiða aðgangseyri. Bókasöfnin eru eins og vin í kapítalískri eyðimörk. Draumsýn eða daglegt aðgengi? Ef hugmyndin um almenningsbókasöfn væri kynnt í dag, myndu margir eflaust líta á hana sem óraunhæfa sósíalíska draumsýn. Bókasafnskortið veitir aðgang að fjölbreyttu efni. Það er ókeypis fyrir börn, eldri borgara, öryrkja og þau sem eru á endurhæfingarlífeyri, annars kostar bókasafnskortið 3.200 krónur á ári. Meira en bara bækur Í hillum safnanna má finna allt frá skáldsögum og ljóðum til matreiðslubóka, myndasagna og tímarita. Allt þetta má lesa á staðnum eða taka að láni með sér heim. Þá er einnig hægt að fá tónlist og kvikmyndir lánaðar. Í safninu er jafnframt sístækkandi borðspilasafn til útláns, með fjölbreyttu úrvali borðspila fyrir alla aldurshópa: börn, ungmenni og fullorðna. Félagsleg rými í þínu nærumhverfi Borgarbókasöfn Reykjavíkur eru átta talsins og eru staðsett víða um borgina: í Árbæ, Breiðholti, miðbænum, Kjalarnesi, Kringlunni, Laugardal, Grafarvogi og Úlfarsárdal. Almenningsbókasöfn eru mikilvæg félagsleg rými þar sem hægt er að sækja sér þekkingu, fræðslu, afþreyingu og samveru. Boðið er upp á fjölskyldumorgna og fjölbreyttar sögustundir fyrir börn á öllum aldri. Menning og sköpun Menningarnótt nálgast óðum og þá verða haldnir spennandi viðburðir, svo sem barmmerkjagerð, ratleikur, teikninámskeið, salsakennsla og hljóðlaust diskótek. Allt árið um kring eru haldnir fjölbreyttir og ókeypis viðburðir eins og: ·sýningar ·fræðsluviðburðir ·vinnustofur Fríbúð og fjölbreytt þjónusta Fríbúðin í Borgarbókasafninu Gerðubergi hefur vakið mikla lukku. Þangað má koma með hluti í góðu ástandi sem nýtast ekki lengur og taka heim með sér það sem vantar. Í Fríbúðinni má finna ýmislegt nytsamlegt og úrvalið er breytilegt eftir dögum og árstíðum. Almenningsbókasöfn Reykjavíkurborgar bjóða upp á fjölbreytta þjónustu. Upp á síðkastið hef ég heimsótt þau nokkur og það sem höfðaði mest til mín, fyrir utan allar bækurnar, voru vinnuherbergin í Spönginni og plöntuskiptin í Árbæ. Ég hlakka til að heimsækja fleiri söfn. Almenningsbókasöfn eru algjörar perlur í okkar samfélagi og ég hvet þig eindregið til að kynna þér starfsemi Borgarbókasafnsins í þínu nærumhverfi. Bókasafnið gæti komið þér skemmtilega á óvart. Höfundur er sósíalískur borgarfulltrúi.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun