Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2025 11:55 Fljótandi sólarorkuver í Quingdao í austanverðu Kína. Gífurlegur vöxtur er nú í framleiðslu sólarorku þar eystra. Vísir/EPA Mikill vöxtur í framleiðslu sólarorku átti þátt í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í Kína um eitt prósent á milli ára á fyrri helmingi ársins. Ný vind og sólarorkuver sem bætast við í ár gætu annað allri orkuþörf Þýskalands og Bretlands samanlagt ef áætlanir ganga eftir. Þrátt fyrir að eftirspurn eftir orku hafi aukist í Kína á fyrri helmingi dróst losun frá orkuframleiðslu saman um þrjú prósent. Vöxtur í sólarorku einni saman upp á 212 gígavött annaði allri viðbótareftirspurninni samkvæmt greiningu vefsins Carbon Brief. Ef fram fer sem horfir verður sólarorka stærsti einstaki endurnýjanlegi orkugjafi Kína vegna metvaxtar í ár. Samtals jókst orkuframleiðsla með beislun sólar, vinds og kjarnorku um 270 teravattstundir á fyrri helmingi ársins. Um fjörutíu prósent raforku í Kína er nú framleidd með lítilli losun gróðurhúsalofttegunda, fjórum prósentustigum meira en á sama tímabili í fyrra. Gangi áætlanir kínverskra stjórnvalda um vöxt endurnýjanlegra orkugjafa um 850 teravattstundir eftir gæti aukningin í framleiðslugetunni á þessu ári annað allri orkuþörf Þýskalands og Bretlands samanlagt. Kolanotkun eykst almennt en minnkar í orkuframleiðslu Þrátt fyrir þetta stefnir í að Kínverjar nái ekki nokkrum helstu loftlagsmarkmiðum sínum, þar á meðal um að draga úr losun fyrir hverja einingu vergrar landsframleiðslu, draga úr vexti framleiðslu og neyslu á kolaorku og draga úr losun frá stálframleiðslu. Þá gæti farið svo að framleiðslugeta Kína á kolaorku aukist um allt að áttatíu til hundrað gígavött á þessu ári sem væri nýtt met. Það þrátt fyrir að dregið hafi úr brennslu á kolum til raforkuframleiðslu um 3,4 prósent á fyrri helmingi ársins. Kolanotkun til annarra þarfa eykst hröðum skrefum, þar á meðal við framleiðslu á efnaeldsneyti og öðrum efnum. Það hefur aukið losun gróðurhúsalofttegunda um þrjú prósent frá 2020. Aukin umsvif í þeim geira gætu aukið losunina um tvö prósent fyrir 2029. Kínversk stjórnvöld stefna á að losun landsins nái hámarki árið 2030. Losun frá sements- og stáliðnaðinum hefur aftur á móti degist saman. Sú þróun er þó fyrst og fremst rakin til samdráttar í byggingarframkvæmdum. Kína er stærsti einstaki losandi gróðurhúsalofttegunda en sá þriðji stærsti í söglulegu samhengi samkvæmt tölum sem ná til ársins 2023. Söguleg losun skiptir máli þar sem koltvísýringur safnast fyrir í lofthjúpi jarðar til hundruð ára og jafnvel upp í ársþúsund. Þar veldur hann hraðri hlýnun við yfirborð jarðar sem hefur fjölda hættulegra afleiðinga í för með sér fyrir samfélag manna og lífríki jarðar sem er aðlagað að núverandi loftslagi. Kína Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Þrátt fyrir að eftirspurn eftir orku hafi aukist í Kína á fyrri helmingi dróst losun frá orkuframleiðslu saman um þrjú prósent. Vöxtur í sólarorku einni saman upp á 212 gígavött annaði allri viðbótareftirspurninni samkvæmt greiningu vefsins Carbon Brief. Ef fram fer sem horfir verður sólarorka stærsti einstaki endurnýjanlegi orkugjafi Kína vegna metvaxtar í ár. Samtals jókst orkuframleiðsla með beislun sólar, vinds og kjarnorku um 270 teravattstundir á fyrri helmingi ársins. Um fjörutíu prósent raforku í Kína er nú framleidd með lítilli losun gróðurhúsalofttegunda, fjórum prósentustigum meira en á sama tímabili í fyrra. Gangi áætlanir kínverskra stjórnvalda um vöxt endurnýjanlegra orkugjafa um 850 teravattstundir eftir gæti aukningin í framleiðslugetunni á þessu ári annað allri orkuþörf Þýskalands og Bretlands samanlagt. Kolanotkun eykst almennt en minnkar í orkuframleiðslu Þrátt fyrir þetta stefnir í að Kínverjar nái ekki nokkrum helstu loftlagsmarkmiðum sínum, þar á meðal um að draga úr losun fyrir hverja einingu vergrar landsframleiðslu, draga úr vexti framleiðslu og neyslu á kolaorku og draga úr losun frá stálframleiðslu. Þá gæti farið svo að framleiðslugeta Kína á kolaorku aukist um allt að áttatíu til hundrað gígavött á þessu ári sem væri nýtt met. Það þrátt fyrir að dregið hafi úr brennslu á kolum til raforkuframleiðslu um 3,4 prósent á fyrri helmingi ársins. Kolanotkun til annarra þarfa eykst hröðum skrefum, þar á meðal við framleiðslu á efnaeldsneyti og öðrum efnum. Það hefur aukið losun gróðurhúsalofttegunda um þrjú prósent frá 2020. Aukin umsvif í þeim geira gætu aukið losunina um tvö prósent fyrir 2029. Kínversk stjórnvöld stefna á að losun landsins nái hámarki árið 2030. Losun frá sements- og stáliðnaðinum hefur aftur á móti degist saman. Sú þróun er þó fyrst og fremst rakin til samdráttar í byggingarframkvæmdum. Kína er stærsti einstaki losandi gróðurhúsalofttegunda en sá þriðji stærsti í söglulegu samhengi samkvæmt tölum sem ná til ársins 2023. Söguleg losun skiptir máli þar sem koltvísýringur safnast fyrir í lofthjúpi jarðar til hundruð ára og jafnvel upp í ársþúsund. Þar veldur hann hraðri hlýnun við yfirborð jarðar sem hefur fjölda hættulegra afleiðinga í för með sér fyrir samfélag manna og lífríki jarðar sem er aðlagað að núverandi loftslagi.
Kína Loftslagsmál Orkumál Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira