Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2025 11:36 Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ. Vísir/Arnar Mikill þrýstingur hefur verið á Körfuknattleikssambandi Íslands að sniðganga leik karlalandsliðsins við Ísrael á EM en mótið hefst eftir eina viku. Framkvæmdastjóri sambandsins segir slíka sniðgöngu myndu hafa í för með sér brottrekstur af mótinu og slæm áhrif á framtíð greinarinnar hér á landi. Ísland hafi beitt sér fyrir að Ísrael verði sett í keppnisbann. Ísland tekur þátt á EM í fyrsta skipti í átta er það hefur leik á fimmtudaginn næsta. Ísrael er fyrsti andstæðingur landsliðsins á mótinu og hefur sá fyrirhugaði leikur valdið usla. Forystufólki KKÍ hafa borist fjölmargar áskoranir um að sniðganga leikinn vegna mannréttindabrota Ísraela í Palestínu. Sambandið sendi frá sér yfirlýsingu í morgun vegna málsins og segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri sambandsins, hafa skilning á kröfunni en að sama skapi sé fórnarkostnaður sniðgöngu hreinlega of mikinn. „Ég skil kröfuna mjög vel. Við höfum fullan skilning á því og öllu sem því tengist vegna þessara hörmunga sem eru þarna niðurfrá. En það er nú þannig að Ísrael er í þessu móti, við þurfum að mæta þeim. Ef við ákveðum að mæta þeim ekki getum það haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskan körfubolta til framtíðar. Að sjálfsögðu ekki eins og þær afleiðingar og hörmungar sem eru þarna niðurfrá. En það getur aftur á móti sett íslenskan körfubolta mjög niður að mæta ekki í þennan leik,“ segir Hannes og bætir við: „Það mun koma há sekt, við yrðum klárlega dæmd úr leik á EuroBasket, tækjum ekki þátt í mótinu meira. Svo hugsanlega myndi ákvörðun koma síðar um það að við yrðum sett í neðsta styrkleikaflokk og þyrftum að byrja alla grunnvinnu upp á nýtt í íslenskum körfubolta á alþjóðlegum vettvangi.“ Klippa: Framkvæmdastjóri KKÍ skýrir afstöðuna vegna leiks við Ísrael Ísland beitt sér fyrir keppnisbanni, fyrir daufum eyrum Forysta sambandsins hafi þá beitt sér fyrir því að Ísrael sé vísað úr alþjóðlegri keppni, en talað fyrir daufum eyrum. „Við höfum orðið töluvert var við það. Við höfum fengið ýmis skilaboð um þetta og ég hef fullan skilning á því. En afleiðingarnar eru þannig fyrir íslenskan körfubolta að það er ekki hægt að sleppa því að mæta í þennan leik. Enda höfum við svo sem talað fyrir því í alþjóðavettvangi að það sé sama krafa gerð með Ísrael, líkt og verið hefur með Rússlandi og Belarús,“ segir Hannes. „Við erum að nota röddina okkar, en ef við gengjum frá mótinu þá gætum við ekki notað röddina okkar. Það er mikilvægt að nýta hana til að koma mótmælum á framfæri. Við höfum gert það en því miður höfum við ekki fengið nógu marga í íþróttahreyfingunni með okkur í lið.“ Einnig var pressað á sniðgöngu þegar kvennalandsliðið í handbolta mætti Ísrael í umspili um sæti á HM í vor. Ísland vann báða leiki og fór á HM. Eftir það gagnrýndu leikmenn og þjálfarar liðsins alþjóðaíþróttahreyfinguna fyrir aðgerðaleysi. Hannes segir að þar liggi ábyrgðin. „Á meðan Alþjóðaólympíuhreyfingin bannar Ísraela ekki frá keppni þá heldur þetta áfram. Því á meðan höldum við áfram í keppnum. Sama hvort það sé körfubolta, handbolti, fótbolti, fimleikar eða hvað sem það er, þá myndi það hafa þessar sömu afleiðingar,“ segir Hannes. Leikmenn liðsins óspenntir Leikmenn séu þá heldur ekki spenntir fyrir því að mæta Ísrael í keppni. „Alls ekki. Það er ekki það sem þeir vilja. En þetta er heldur ekki þeirra, það er FIBA, Alþjóðaólympíuhreyfingin, og okkar hjá Körfuknattleikssambandinu. Leikmennirnir mæta í sína leiki, sama hver andstæðingurinn er. Að sjálfsögðu á ekki að beina athyglinni til þeirra, ef þarf eitthvað að beina henni má gera það til okkar,“ segir Hannes að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta KKÍ Körfubolti Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Ísland tekur þátt á EM í fyrsta skipti í átta er það hefur leik á fimmtudaginn næsta. Ísrael er fyrsti andstæðingur landsliðsins á mótinu og hefur sá fyrirhugaði leikur valdið usla. Forystufólki KKÍ hafa borist fjölmargar áskoranir um að sniðganga leikinn vegna mannréttindabrota Ísraela í Palestínu. Sambandið sendi frá sér yfirlýsingu í morgun vegna málsins og segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri sambandsins, hafa skilning á kröfunni en að sama skapi sé fórnarkostnaður sniðgöngu hreinlega of mikinn. „Ég skil kröfuna mjög vel. Við höfum fullan skilning á því og öllu sem því tengist vegna þessara hörmunga sem eru þarna niðurfrá. En það er nú þannig að Ísrael er í þessu móti, við þurfum að mæta þeim. Ef við ákveðum að mæta þeim ekki getum það haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskan körfubolta til framtíðar. Að sjálfsögðu ekki eins og þær afleiðingar og hörmungar sem eru þarna niðurfrá. En það getur aftur á móti sett íslenskan körfubolta mjög niður að mæta ekki í þennan leik,“ segir Hannes og bætir við: „Það mun koma há sekt, við yrðum klárlega dæmd úr leik á EuroBasket, tækjum ekki þátt í mótinu meira. Svo hugsanlega myndi ákvörðun koma síðar um það að við yrðum sett í neðsta styrkleikaflokk og þyrftum að byrja alla grunnvinnu upp á nýtt í íslenskum körfubolta á alþjóðlegum vettvangi.“ Klippa: Framkvæmdastjóri KKÍ skýrir afstöðuna vegna leiks við Ísrael Ísland beitt sér fyrir keppnisbanni, fyrir daufum eyrum Forysta sambandsins hafi þá beitt sér fyrir því að Ísrael sé vísað úr alþjóðlegri keppni, en talað fyrir daufum eyrum. „Við höfum orðið töluvert var við það. Við höfum fengið ýmis skilaboð um þetta og ég hef fullan skilning á því. En afleiðingarnar eru þannig fyrir íslenskan körfubolta að það er ekki hægt að sleppa því að mæta í þennan leik. Enda höfum við svo sem talað fyrir því í alþjóðavettvangi að það sé sama krafa gerð með Ísrael, líkt og verið hefur með Rússlandi og Belarús,“ segir Hannes. „Við erum að nota röddina okkar, en ef við gengjum frá mótinu þá gætum við ekki notað röddina okkar. Það er mikilvægt að nýta hana til að koma mótmælum á framfæri. Við höfum gert það en því miður höfum við ekki fengið nógu marga í íþróttahreyfingunni með okkur í lið.“ Einnig var pressað á sniðgöngu þegar kvennalandsliðið í handbolta mætti Ísrael í umspili um sæti á HM í vor. Ísland vann báða leiki og fór á HM. Eftir það gagnrýndu leikmenn og þjálfarar liðsins alþjóðaíþróttahreyfinguna fyrir aðgerðaleysi. Hannes segir að þar liggi ábyrgðin. „Á meðan Alþjóðaólympíuhreyfingin bannar Ísraela ekki frá keppni þá heldur þetta áfram. Því á meðan höldum við áfram í keppnum. Sama hvort það sé körfubolta, handbolti, fótbolti, fimleikar eða hvað sem það er, þá myndi það hafa þessar sömu afleiðingar,“ segir Hannes. Leikmenn liðsins óspenntir Leikmenn séu þá heldur ekki spenntir fyrir því að mæta Ísrael í keppni. „Alls ekki. Það er ekki það sem þeir vilja. En þetta er heldur ekki þeirra, það er FIBA, Alþjóðaólympíuhreyfingin, og okkar hjá Körfuknattleikssambandinu. Leikmennirnir mæta í sína leiki, sama hver andstæðingurinn er. Að sjálfsögðu á ekki að beina athyglinni til þeirra, ef þarf eitthvað að beina henni má gera það til okkar,“ segir Hannes að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta KKÍ Körfubolti Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum