Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. ágúst 2025 07:45 Suleyman hefur áhyggjur af þróun mála og vill grípa til aðgerða. Getty/Leigh Vogel Mustafa Suleyman, sem fer fyrir þróun gervigreindar hjá Microsoft, hefur áhyggjur af auknum fjölda tilvika þar sem einstaklingar virðast hafa farið í geðrof eftir að hafa átt samskipti við gervigreind. Suleyman tjáði sig um málið í röð færsla á samfélagsmiðlinum X, þar sem hann sagðist andvaka vegna gervigreindar sem virðist hafa sjálfsmeðvitund. Hugmyndin um slíka tækni sé þegar farin að hafa áhrif á samfélagið, jafnvel þótt gervigreindin sé enn langt frá því að ná þessu stigi. „Það er ekkert sem bendir til sjálfsmeðvitundar gervigreindar. En ef fólk upplifir að hún sé sjálfsmeðvituð, þá getur það trúað því að sú upplifun sé raunveruleg,“ segir hann. Erlendir miðlar hafa greint frá tilvikum þar sem fólk hefur farið í geðrof, það er að segja misst samband við raunveruleikann, eftir samskipti við gervigreind. BBC nefnir meðal annars dæmi um einstaklinga sem hafa myndað innilegt samband við tæknina eða upplifað að hafa öðlast ofurkrafta með notkun hennar. What I call Seemingly Conscious AI has been keeping me up at night - so let's talk about it. What it is, why I'm worried, why it matters, and why thinking about this can lead to a better vision for AI. One thing is clear: doing nothing isn't an option. 1/— Mustafa Suleyman (@mustafasuleyman) August 19, 2025 Sagt er frá manni að nafni Hugh, sem leitaði til ChatGTP eftir aðstoð þegar honum var sagt upp störfum. Hugh þótti brottreksturinn ómálefnalegur og var ekki lengi að fá viðurkenningu frá gervigreindinni, sem taldi honum á endanum trú um að hann gæti stórgrætt á bók og mynd um reynslu sína. ChatGPT tók þannig undir allt sem Hugh sagði, í stað þess að draga hann niður á jörðina, en þetta er einmitt það sem gervigreindin gerir; leiðir fólk áfram með því sem það vill heyra. Hugh bendir fólki á að festast ekki í viðjum tækninnar, heldur leita til fólks í raunveruleikanum. „Fyrirtæki eiga ekki að halda því fram eða auglýsa að gervigreindin þeirra sé sjálfsmeðvituð. Og gervigreindin á ekki heldur að gera það,“ segir Suleyman. „Þessi tækni er sannfærandi en hún er ekki raunveruleg,“ ítrekar prófessorinn Andrew McStay, höfundur bókarinnar Automating Empathy. „Hún finnur ekki til, hún skilur ekki, hún elskar ekki, hún hefur aldrei upplifað sársauka, aldrei skammast sín og jafnvel þótt hún hljómi þannig þá eru það aðeins fjölskylda, vinir og aðrir sem þú treystir sem hafa gert það. Talaðu við raunverulegt fólk.“ Hér má finna ítarlegri hugleiðingar Suleyman um málið. Gervigreind Tækni Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Suleyman tjáði sig um málið í röð færsla á samfélagsmiðlinum X, þar sem hann sagðist andvaka vegna gervigreindar sem virðist hafa sjálfsmeðvitund. Hugmyndin um slíka tækni sé þegar farin að hafa áhrif á samfélagið, jafnvel þótt gervigreindin sé enn langt frá því að ná þessu stigi. „Það er ekkert sem bendir til sjálfsmeðvitundar gervigreindar. En ef fólk upplifir að hún sé sjálfsmeðvituð, þá getur það trúað því að sú upplifun sé raunveruleg,“ segir hann. Erlendir miðlar hafa greint frá tilvikum þar sem fólk hefur farið í geðrof, það er að segja misst samband við raunveruleikann, eftir samskipti við gervigreind. BBC nefnir meðal annars dæmi um einstaklinga sem hafa myndað innilegt samband við tæknina eða upplifað að hafa öðlast ofurkrafta með notkun hennar. What I call Seemingly Conscious AI has been keeping me up at night - so let's talk about it. What it is, why I'm worried, why it matters, and why thinking about this can lead to a better vision for AI. One thing is clear: doing nothing isn't an option. 1/— Mustafa Suleyman (@mustafasuleyman) August 19, 2025 Sagt er frá manni að nafni Hugh, sem leitaði til ChatGTP eftir aðstoð þegar honum var sagt upp störfum. Hugh þótti brottreksturinn ómálefnalegur og var ekki lengi að fá viðurkenningu frá gervigreindinni, sem taldi honum á endanum trú um að hann gæti stórgrætt á bók og mynd um reynslu sína. ChatGPT tók þannig undir allt sem Hugh sagði, í stað þess að draga hann niður á jörðina, en þetta er einmitt það sem gervigreindin gerir; leiðir fólk áfram með því sem það vill heyra. Hugh bendir fólki á að festast ekki í viðjum tækninnar, heldur leita til fólks í raunveruleikanum. „Fyrirtæki eiga ekki að halda því fram eða auglýsa að gervigreindin þeirra sé sjálfsmeðvituð. Og gervigreindin á ekki heldur að gera það,“ segir Suleyman. „Þessi tækni er sannfærandi en hún er ekki raunveruleg,“ ítrekar prófessorinn Andrew McStay, höfundur bókarinnar Automating Empathy. „Hún finnur ekki til, hún skilur ekki, hún elskar ekki, hún hefur aldrei upplifað sársauka, aldrei skammast sín og jafnvel þótt hún hljómi þannig þá eru það aðeins fjölskylda, vinir og aðrir sem þú treystir sem hafa gert það. Talaðu við raunverulegt fólk.“ Hér má finna ítarlegri hugleiðingar Suleyman um málið.
Gervigreind Tækni Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“