„Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. september 2025 08:00 Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri safneignar hjá Þjóðminjasafni Íslands vísir/lýður Nýjustu munir í eigu Þjóðminjasafnsins eru nú til sýnis og geta verið allt að þúsund ára gamlir. Sumir munir hafa komist í vörslu safnsins á einkennilegan máta og sitthvað fundist á víðavangi fyrir tilvilijun. Sýningin Fengur - Ný aðföng var opnuð nýlega í Þjóðminjasafninu og sýnir hluti sem hafa borist Þjóðminjasafninu frá árinu 2020 til 2024. Suma hluti fær safnið að gjöf frá fólki sem hefur fundið forngripi fyrir tilviljun en öðru er safnað með skipulögðum hætti. Á meðal muna eru ýmsar gersemar en einnig hlutir sem fólki dytti kannski ekki í hug að ættu heima á safni. Til dæmis í spilaranum hér fyrir neðan má sjá nokkra muni sem eru frá tímabili frá tíundu öld til tuttugustu aldar. Sumir hafa jafnvel fundist af almenningi og verið skilað til safnsins. Höfuðkúpubrotið fræga nú til sýnis Einnig á meðal muna er höfuðkúpubrot sem fannst fyrir tilviljun þegar að framkvæmdir stóðu yfir í Ráðherrabústaðnum. Sýningarstjóri ítrekar að fólki sé skilt að skila þeim munum sem þau finna til Minjastofnunar og hvetur fólk til að koma hlutum áleiðis sem gætu reynst forngripir. Sýningin átti að vera tímabundin en er nú komin til að vera sem lifandi sýning. „Á næstu misserum mun hún taka breytingum og það koma inn á hana nýir hlutir en sýningin Fengur, hún verður hérna. Svo að fornmunir eru ekki bara gull og gersemar? Það getur líka bara verið hvað sem er, þannig séð? „Já, ég segi alltaf, okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi.“ Forngripur skilaði sér ekki fyrr en tæplega 60 árum síðar Þannig gætu munir sem fólk finnur eða er nú þegar með í sinni eigu endað sem hluti af sýningunni eins og ævaforn kambur sem fannst á víðavangi árið 1966 en skilaðist ekki til safnsins fyrr en 2024 „Þá eru líka mjög lítið af upplýsingum sem við fáum með. Þá er erfiðara fyrir okkur að fara á staðinn og gera rannsóknir.“ Einnig eru munir sem finnast í fornleifargreftri eins og silfurslegin flauelshúfa sem fannst á höfuðkúpu í gröf árið 2021. „Og inn í höfuðkúpunni þar voru síðan líkamsleifar sem má geta sér til að hafi verið heilinn úr honum. Sem er ekki hjá okkur á sýningunni það er geymt á Tjarnarvöllum.“ Það sé ávallt skemmtilegt þegar að almenningur skilar munum til safnsins. „Þegar það eru mjög gamlir jarðfundnir gripir sem hafa fundist svona sem lausafundir, fólk hefur bara fundið á förnum vegi. Þá er oft mjög mikil spenna. Bara, hvað er þetta?“ Fornminjar Söfn Reykjavík Menning Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Sýningin Fengur - Ný aðföng var opnuð nýlega í Þjóðminjasafninu og sýnir hluti sem hafa borist Þjóðminjasafninu frá árinu 2020 til 2024. Suma hluti fær safnið að gjöf frá fólki sem hefur fundið forngripi fyrir tilviljun en öðru er safnað með skipulögðum hætti. Á meðal muna eru ýmsar gersemar en einnig hlutir sem fólki dytti kannski ekki í hug að ættu heima á safni. Til dæmis í spilaranum hér fyrir neðan má sjá nokkra muni sem eru frá tímabili frá tíundu öld til tuttugustu aldar. Sumir hafa jafnvel fundist af almenningi og verið skilað til safnsins. Höfuðkúpubrotið fræga nú til sýnis Einnig á meðal muna er höfuðkúpubrot sem fannst fyrir tilviljun þegar að framkvæmdir stóðu yfir í Ráðherrabústaðnum. Sýningarstjóri ítrekar að fólki sé skilt að skila þeim munum sem þau finna til Minjastofnunar og hvetur fólk til að koma hlutum áleiðis sem gætu reynst forngripir. Sýningin átti að vera tímabundin en er nú komin til að vera sem lifandi sýning. „Á næstu misserum mun hún taka breytingum og það koma inn á hana nýir hlutir en sýningin Fengur, hún verður hérna. Svo að fornmunir eru ekki bara gull og gersemar? Það getur líka bara verið hvað sem er, þannig séð? „Já, ég segi alltaf, okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi.“ Forngripur skilaði sér ekki fyrr en tæplega 60 árum síðar Þannig gætu munir sem fólk finnur eða er nú þegar með í sinni eigu endað sem hluti af sýningunni eins og ævaforn kambur sem fannst á víðavangi árið 1966 en skilaðist ekki til safnsins fyrr en 2024 „Þá eru líka mjög lítið af upplýsingum sem við fáum með. Þá er erfiðara fyrir okkur að fara á staðinn og gera rannsóknir.“ Einnig eru munir sem finnast í fornleifargreftri eins og silfurslegin flauelshúfa sem fannst á höfuðkúpu í gröf árið 2021. „Og inn í höfuðkúpunni þar voru síðan líkamsleifar sem má geta sér til að hafi verið heilinn úr honum. Sem er ekki hjá okkur á sýningunni það er geymt á Tjarnarvöllum.“ Það sé ávallt skemmtilegt þegar að almenningur skilar munum til safnsins. „Þegar það eru mjög gamlir jarðfundnir gripir sem hafa fundist svona sem lausafundir, fólk hefur bara fundið á förnum vegi. Þá er oft mjög mikil spenna. Bara, hvað er þetta?“
Fornminjar Söfn Reykjavík Menning Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira