„Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. september 2025 08:00 Ágústa Kristófersdóttir, framkvæmdastjóri safneignar hjá Þjóðminjasafni Íslands vísir/lýður Nýjustu munir í eigu Þjóðminjasafnsins eru nú til sýnis og geta verið allt að þúsund ára gamlir. Sumir munir hafa komist í vörslu safnsins á einkennilegan máta og sitthvað fundist á víðavangi fyrir tilvilijun. Sýningin Fengur - Ný aðföng var opnuð nýlega í Þjóðminjasafninu og sýnir hluti sem hafa borist Þjóðminjasafninu frá árinu 2020 til 2024. Suma hluti fær safnið að gjöf frá fólki sem hefur fundið forngripi fyrir tilviljun en öðru er safnað með skipulögðum hætti. Á meðal muna eru ýmsar gersemar en einnig hlutir sem fólki dytti kannski ekki í hug að ættu heima á safni. Til dæmis í spilaranum hér fyrir neðan má sjá nokkra muni sem eru frá tímabili frá tíundu öld til tuttugustu aldar. Sumir hafa jafnvel fundist af almenningi og verið skilað til safnsins. Höfuðkúpubrotið fræga nú til sýnis Einnig á meðal muna er höfuðkúpubrot sem fannst fyrir tilviljun þegar að framkvæmdir stóðu yfir í Ráðherrabústaðnum. Sýningarstjóri ítrekar að fólki sé skilt að skila þeim munum sem þau finna til Minjastofnunar og hvetur fólk til að koma hlutum áleiðis sem gætu reynst forngripir. Sýningin átti að vera tímabundin en er nú komin til að vera sem lifandi sýning. „Á næstu misserum mun hún taka breytingum og það koma inn á hana nýir hlutir en sýningin Fengur, hún verður hérna. Svo að fornmunir eru ekki bara gull og gersemar? Það getur líka bara verið hvað sem er, þannig séð? „Já, ég segi alltaf, okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi.“ Forngripur skilaði sér ekki fyrr en tæplega 60 árum síðar Þannig gætu munir sem fólk finnur eða er nú þegar með í sinni eigu endað sem hluti af sýningunni eins og ævaforn kambur sem fannst á víðavangi árið 1966 en skilaðist ekki til safnsins fyrr en 2024 „Þá eru líka mjög lítið af upplýsingum sem við fáum með. Þá er erfiðara fyrir okkur að fara á staðinn og gera rannsóknir.“ Einnig eru munir sem finnast í fornleifargreftri eins og silfurslegin flauelshúfa sem fannst á höfuðkúpu í gröf árið 2021. „Og inn í höfuðkúpunni þar voru síðan líkamsleifar sem má geta sér til að hafi verið heilinn úr honum. Sem er ekki hjá okkur á sýningunni það er geymt á Tjarnarvöllum.“ Það sé ávallt skemmtilegt þegar að almenningur skilar munum til safnsins. „Þegar það eru mjög gamlir jarðfundnir gripir sem hafa fundist svona sem lausafundir, fólk hefur bara fundið á förnum vegi. Þá er oft mjög mikil spenna. Bara, hvað er þetta?“ Fornminjar Söfn Reykjavík Menning Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Sýningin Fengur - Ný aðföng var opnuð nýlega í Þjóðminjasafninu og sýnir hluti sem hafa borist Þjóðminjasafninu frá árinu 2020 til 2024. Suma hluti fær safnið að gjöf frá fólki sem hefur fundið forngripi fyrir tilviljun en öðru er safnað með skipulögðum hætti. Á meðal muna eru ýmsar gersemar en einnig hlutir sem fólki dytti kannski ekki í hug að ættu heima á safni. Til dæmis í spilaranum hér fyrir neðan má sjá nokkra muni sem eru frá tímabili frá tíundu öld til tuttugustu aldar. Sumir hafa jafnvel fundist af almenningi og verið skilað til safnsins. Höfuðkúpubrotið fræga nú til sýnis Einnig á meðal muna er höfuðkúpubrot sem fannst fyrir tilviljun þegar að framkvæmdir stóðu yfir í Ráðherrabústaðnum. Sýningarstjóri ítrekar að fólki sé skilt að skila þeim munum sem þau finna til Minjastofnunar og hvetur fólk til að koma hlutum áleiðis sem gætu reynst forngripir. Sýningin átti að vera tímabundin en er nú komin til að vera sem lifandi sýning. „Á næstu misserum mun hún taka breytingum og það koma inn á hana nýir hlutir en sýningin Fengur, hún verður hérna. Svo að fornmunir eru ekki bara gull og gersemar? Það getur líka bara verið hvað sem er, þannig séð? „Já, ég segi alltaf, okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi.“ Forngripur skilaði sér ekki fyrr en tæplega 60 árum síðar Þannig gætu munir sem fólk finnur eða er nú þegar með í sinni eigu endað sem hluti af sýningunni eins og ævaforn kambur sem fannst á víðavangi árið 1966 en skilaðist ekki til safnsins fyrr en 2024 „Þá eru líka mjög lítið af upplýsingum sem við fáum með. Þá er erfiðara fyrir okkur að fara á staðinn og gera rannsóknir.“ Einnig eru munir sem finnast í fornleifargreftri eins og silfurslegin flauelshúfa sem fannst á höfuðkúpu í gröf árið 2021. „Og inn í höfuðkúpunni þar voru síðan líkamsleifar sem má geta sér til að hafi verið heilinn úr honum. Sem er ekki hjá okkur á sýningunni það er geymt á Tjarnarvöllum.“ Það sé ávallt skemmtilegt þegar að almenningur skilar munum til safnsins. „Þegar það eru mjög gamlir jarðfundnir gripir sem hafa fundist svona sem lausafundir, fólk hefur bara fundið á förnum vegi. Þá er oft mjög mikil spenna. Bara, hvað er þetta?“
Fornminjar Söfn Reykjavík Menning Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira