Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Bjarki Sigurðsson skrifar 20. ágúst 2025 11:57 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness (t.h), og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins er afar ósáttur með ákvörðun peningastefnunefndar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir hlutina þróast í ranga átt. Þrátt fyrir að ákvörðun peningastefnunefndar hafi komið fæstum á óvart eru margir afar ósáttir við hana. Það að vextir séu sjö og hálft prósent og verðbólga fjögur prósent þýðir að raunstýrivextir séu þrjú og hálft prósent, sem er talsvert hærra en í flestum nágrannaríkjum Íslands. Hefur áhyggjur Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir aðhaldsstig peningastefnunefndar vera of hátt. „Við erum að sjá það að atvinnuleysi fer vaxandi. Það hefur aukist miðað við síðustu ár. Við sjáum það að í iðnaði er launþegum að fækka. Þannig fyrirtækin eru að halda að sér höndum. Það kemur fram í umsvifum og öðru. Við höfum áhyggjur af þessu,“ segir Sigurður. Byggja meira Húsnæðismarkaðurinn sé sérstaklega á slæmum stað og það þurfi að byggja fleiri íbúðir. „Ríkið þarf einhvern veginn að hvetja til þess, en aðgerðir þeirra hafa því miður verið þannig á undanförnum árum að frekar letja til nýrra íbúðauppbygginga,“ segir Sigurður. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segist hafa viljað sjá vextina lækka. „Þá liggur algjörlega fyrir að hár fjármagnskostnaður í þyngir fyrirtækjum, eins og í verslun og þjónustu. Og hvað gera fyrirtækin þegar þau eru með háan fjármagnskostnað? Jú, þau hljóta að varpa því út í verðlagið, alveg eins og gert er þegar laun eru hækkuð. Það hljóta að gilda sömu lögmál. Þetta er bara ekki að virka eins og það ætti að gera. Því miður,“ segir Vilhjálmur. Erum ekki á réttri leið Hann vill sterkara aðhald frá ríki og sveitarfélögum. „Við erum ekki á réttri leið, ég tala nú ekki um þegar Seðlabankinn spáir því að jafnvel muni verðbólgan síga upp á við en ekki niður á við á næstu mánuðum,“ segir Vilhjálmur. Fasteignamarkaður Seðlabankinn Fjármál heimilisins Neytendur Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira
Þrátt fyrir að ákvörðun peningastefnunefndar hafi komið fæstum á óvart eru margir afar ósáttir við hana. Það að vextir séu sjö og hálft prósent og verðbólga fjögur prósent þýðir að raunstýrivextir séu þrjú og hálft prósent, sem er talsvert hærra en í flestum nágrannaríkjum Íslands. Hefur áhyggjur Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir aðhaldsstig peningastefnunefndar vera of hátt. „Við erum að sjá það að atvinnuleysi fer vaxandi. Það hefur aukist miðað við síðustu ár. Við sjáum það að í iðnaði er launþegum að fækka. Þannig fyrirtækin eru að halda að sér höndum. Það kemur fram í umsvifum og öðru. Við höfum áhyggjur af þessu,“ segir Sigurður. Byggja meira Húsnæðismarkaðurinn sé sérstaklega á slæmum stað og það þurfi að byggja fleiri íbúðir. „Ríkið þarf einhvern veginn að hvetja til þess, en aðgerðir þeirra hafa því miður verið þannig á undanförnum árum að frekar letja til nýrra íbúðauppbygginga,“ segir Sigurður. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segist hafa viljað sjá vextina lækka. „Þá liggur algjörlega fyrir að hár fjármagnskostnaður í þyngir fyrirtækjum, eins og í verslun og þjónustu. Og hvað gera fyrirtækin þegar þau eru með háan fjármagnskostnað? Jú, þau hljóta að varpa því út í verðlagið, alveg eins og gert er þegar laun eru hækkuð. Það hljóta að gilda sömu lögmál. Þetta er bara ekki að virka eins og það ætti að gera. Því miður,“ segir Vilhjálmur. Erum ekki á réttri leið Hann vill sterkara aðhald frá ríki og sveitarfélögum. „Við erum ekki á réttri leið, ég tala nú ekki um þegar Seðlabankinn spáir því að jafnvel muni verðbólgan síga upp á við en ekki niður á við á næstu mánuðum,“ segir Vilhjálmur.
Fasteignamarkaður Seðlabankinn Fjármál heimilisins Neytendur Verðlag Efnahagsmál Mest lesið Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Atvinnulíf Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Svarta ekkjan í hart við Disney Viðskipti erlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Kvika kaupir GAMMA á 2,4 milljarða Viðskipti innlent Hluthafar greiða atkvæði um að nafni Festi verði breytt í Sundrung Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Sjá meira