Lífið

„Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Sigga Lund er afar brosmild en sennilega aldrei eins og nú þegar barnabarnið er á leiðinni.
Sigga Lund er afar brosmild en sennilega aldrei eins og nú þegar barnabarnið er á leiðinni. Vísir/Vilhelm

Sig­ríður Lund Her­manns­dótt­ir, bet­ur þekkt sem Sigga Lund, er að verða amma. Elí Þór Gunnarsson, sonur Siggu, á von á barni með eiginkonu sinni, Lilju Vöku Björnsdóttur.

Sigga Lund greindi frá fregnunum á In­sta­gram-síðu sinni í gær­kvöldi.

„Það er lítið ömm­ugull á leiðinni. Amma Sigga bíður spennt,“ skrif­aði hún við færsl­una sem innihéldu sónarmynd af fóstrinu og myndbandi af viðbrgöðum ömmunnar tilvonandi.

Einka­barn Siggu, Elí Þór Gunn­ars­son, á von á barni með eig­in­konu sinni, Lilju Vöku Björns­dótt­ur, en fyrir á Lilja einn son.

Síðastliðin tvö ár hafa verið viðburðarrík hjá Siggu Lund, í byrjun árs 2024 var henni sagt upp hjá Bylgjunni eftir langan og farsælan feril og seinna sama ár flutti hún til Seyðisfjarðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.