Lífið

Vín mun hýsa Euro­vision á næsta ári

Atli Ísleifsson skrifar
Austurríski tónlistarmaðurinn JJ eftir sigurinn í Basel í Sviss í maí fyrr á þessu ári.
Austurríski tónlistarmaðurinn JJ eftir sigurinn í Basel í Sviss í maí fyrr á þessu ári. EPA

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, mun fara fram í austurrísku höfuðborginni Vín í maí á næsta ári.

Þetta var tilkynnt í morgun, en áður hafði verið greint frá því að valið stæði á milli Vínar og Innsbruck.

Haldið verður upp á sjötíu ára afmæli Eurovision á næsta ári, en keppnin mun fara fram í Wiener Stadthalle, stærstu innahússhöll Austurríkis.

Undanúrslitakvöldin munu fara fram þriðjudaginn 12. maí og fimmtudaginn 14. maí, en úrslitakvöldið 16. maí.

Þetta verður í þriðja sinn sem Eurovision fer fram í Austurríki, en söngarinn JJ vann keppnina í Basel í Sviss fyrr á þessu ári með laginu Wasted Love. Áður hafði Austurríki hýst keppnina árið 1967 eftir sigur Udo Jürgens og svo árið 2015 eftir sigur Conchitu Wurst.

Michael Ludwig, borgarstjóri Vínar, segir að margir viðburðir tengdir keppninni munu verða gjaldfrjálsir fyrir heimamenn og gesti. Hann segir að það sé mikilvægt að hægt sé að sækja menningarviðburði, óháð fjárhag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.