„Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. ágúst 2025 12:03 Albert Jónsson segir fundinn sem slíkan hafa verið góðan, en litlar líkur séu á að vopnahlé komist á. Rússar muni ekki samþykkja þær öryggistryggingar sem ræddar hafi verið til handa Úkraínu, og þar strandi málið. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í alþjóðamálum segir fund Donalds Trump Bandaríkjaforseta með forseta Úkraínu og öðrum leiðtogum Evrópuríkja hafa verið ágætan, en hann hafi skilað litlum árangri. Allt strandi á afstöðu Rússlands gagnvart vopnahléi og öryggistryggingum, sem hafi ekkert breyst, þrátt fyrir fundi. Fundi Selenskís með Trump og fjölda Evrópuleiðtoga hefur verið lýst sem góðum, en fátt er þó fast í hendi eftir hann. Fyrrverandi sendiherra í Rússlandi -og Bandaríkjunum tekur undir að fundurinn hafi verið góður, en engin grundvallarbreyting hafi orðið á afstöðu Rússa til vopnahlés eða stríðsloka í Úkraínu. „Þeir vilja ekki vopnahlé. Þeir vilja viðræður og samninga, og svo vopnahlé. Það er bara klassískur tafaleikur. Það er endalaust hægt að teygja þann lopa á meðan Rússar vonast til að ná meiri árangri á vígvellinum í Úkraínu,“ segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra. Rússar þvertaki fyrir friðargæslu Því virðist þó öfugt farið, þar sem Rússar séu að tapa fótfestu í Donbass-héröðum, austast í Úkraínu. Umræða um öryggistryggingar var fyrirferðarmikil á fundi gærdagsins, sem gæti falist í viðveru NATO-hermanna eða friðargæsluliðs í Úkraínu. „Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, María Sakarova, hún hafnar þessu algjörlega í morgun. Það er heldur ekki nýtt. Hún segir: Það kemur ekki til greina neinir hermenn, frá neinu NATO-ríki, inni í Úkraínu.“ Viljinn til staðar hjá Vesturlöndum Sú afstaða komi ekki á óvart, í ljósi áhuga Rússa á að gera Úkraínu að ríki innan áhrifasvæðis síns. „Þú samþykkir ekki erlenda hermenn inn á áhrifasvæði þitt, er það? Þannig að því miður vantar ennþá ansi mikið. En viljinn er til staðar hjá bæði Bandaríkjaforseta og Evrópuríkjunum að koma einhverju í gang. Það er augljóst. En það rekst, sem fyrr, á það að kröfur Rússa og markmið hafa bara ekki tekið breytingum.“ Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Sjá meira
Fundi Selenskís með Trump og fjölda Evrópuleiðtoga hefur verið lýst sem góðum, en fátt er þó fast í hendi eftir hann. Fyrrverandi sendiherra í Rússlandi -og Bandaríkjunum tekur undir að fundurinn hafi verið góður, en engin grundvallarbreyting hafi orðið á afstöðu Rússa til vopnahlés eða stríðsloka í Úkraínu. „Þeir vilja ekki vopnahlé. Þeir vilja viðræður og samninga, og svo vopnahlé. Það er bara klassískur tafaleikur. Það er endalaust hægt að teygja þann lopa á meðan Rússar vonast til að ná meiri árangri á vígvellinum í Úkraínu,“ segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra. Rússar þvertaki fyrir friðargæslu Því virðist þó öfugt farið, þar sem Rússar séu að tapa fótfestu í Donbass-héröðum, austast í Úkraínu. Umræða um öryggistryggingar var fyrirferðarmikil á fundi gærdagsins, sem gæti falist í viðveru NATO-hermanna eða friðargæsluliðs í Úkraínu. „Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, María Sakarova, hún hafnar þessu algjörlega í morgun. Það er heldur ekki nýtt. Hún segir: Það kemur ekki til greina neinir hermenn, frá neinu NATO-ríki, inni í Úkraínu.“ Viljinn til staðar hjá Vesturlöndum Sú afstaða komi ekki á óvart, í ljósi áhuga Rússa á að gera Úkraínu að ríki innan áhrifasvæðis síns. „Þú samþykkir ekki erlenda hermenn inn á áhrifasvæði þitt, er það? Þannig að því miður vantar ennþá ansi mikið. En viljinn er til staðar hjá bæði Bandaríkjaforseta og Evrópuríkjunum að koma einhverju í gang. Það er augljóst. En það rekst, sem fyrr, á það að kröfur Rússa og markmið hafa bara ekki tekið breytingum.“
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Sjá meira