„Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. ágúst 2025 12:03 Albert Jónsson segir fundinn sem slíkan hafa verið góðan, en litlar líkur séu á að vopnahlé komist á. Rússar muni ekki samþykkja þær öryggistryggingar sem ræddar hafi verið til handa Úkraínu, og þar strandi málið. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í alþjóðamálum segir fund Donalds Trump Bandaríkjaforseta með forseta Úkraínu og öðrum leiðtogum Evrópuríkja hafa verið ágætan, en hann hafi skilað litlum árangri. Allt strandi á afstöðu Rússlands gagnvart vopnahléi og öryggistryggingum, sem hafi ekkert breyst, þrátt fyrir fundi. Fundi Selenskís með Trump og fjölda Evrópuleiðtoga hefur verið lýst sem góðum, en fátt er þó fast í hendi eftir hann. Fyrrverandi sendiherra í Rússlandi -og Bandaríkjunum tekur undir að fundurinn hafi verið góður, en engin grundvallarbreyting hafi orðið á afstöðu Rússa til vopnahlés eða stríðsloka í Úkraínu. „Þeir vilja ekki vopnahlé. Þeir vilja viðræður og samninga, og svo vopnahlé. Það er bara klassískur tafaleikur. Það er endalaust hægt að teygja þann lopa á meðan Rússar vonast til að ná meiri árangri á vígvellinum í Úkraínu,“ segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra. Rússar þvertaki fyrir friðargæslu Því virðist þó öfugt farið, þar sem Rússar séu að tapa fótfestu í Donbass-héröðum, austast í Úkraínu. Umræða um öryggistryggingar var fyrirferðarmikil á fundi gærdagsins, sem gæti falist í viðveru NATO-hermanna eða friðargæsluliðs í Úkraínu. „Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, María Sakarova, hún hafnar þessu algjörlega í morgun. Það er heldur ekki nýtt. Hún segir: Það kemur ekki til greina neinir hermenn, frá neinu NATO-ríki, inni í Úkraínu.“ Viljinn til staðar hjá Vesturlöndum Sú afstaða komi ekki á óvart, í ljósi áhuga Rússa á að gera Úkraínu að ríki innan áhrifasvæðis síns. „Þú samþykkir ekki erlenda hermenn inn á áhrifasvæði þitt, er það? Þannig að því miður vantar ennþá ansi mikið. En viljinn er til staðar hjá bæði Bandaríkjaforseta og Evrópuríkjunum að koma einhverju í gang. Það er augljóst. En það rekst, sem fyrr, á það að kröfur Rússa og markmið hafa bara ekki tekið breytingum.“ Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Fundi Selenskís með Trump og fjölda Evrópuleiðtoga hefur verið lýst sem góðum, en fátt er þó fast í hendi eftir hann. Fyrrverandi sendiherra í Rússlandi -og Bandaríkjunum tekur undir að fundurinn hafi verið góður, en engin grundvallarbreyting hafi orðið á afstöðu Rússa til vopnahlés eða stríðsloka í Úkraínu. „Þeir vilja ekki vopnahlé. Þeir vilja viðræður og samninga, og svo vopnahlé. Það er bara klassískur tafaleikur. Það er endalaust hægt að teygja þann lopa á meðan Rússar vonast til að ná meiri árangri á vígvellinum í Úkraínu,“ segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra. Rússar þvertaki fyrir friðargæslu Því virðist þó öfugt farið, þar sem Rússar séu að tapa fótfestu í Donbass-héröðum, austast í Úkraínu. Umræða um öryggistryggingar var fyrirferðarmikil á fundi gærdagsins, sem gæti falist í viðveru NATO-hermanna eða friðargæsluliðs í Úkraínu. „Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, María Sakarova, hún hafnar þessu algjörlega í morgun. Það er heldur ekki nýtt. Hún segir: Það kemur ekki til greina neinir hermenn, frá neinu NATO-ríki, inni í Úkraínu.“ Viljinn til staðar hjá Vesturlöndum Sú afstaða komi ekki á óvart, í ljósi áhuga Rússa á að gera Úkraínu að ríki innan áhrifasvæðis síns. „Þú samþykkir ekki erlenda hermenn inn á áhrifasvæði þitt, er það? Þannig að því miður vantar ennþá ansi mikið. En viljinn er til staðar hjá bæði Bandaríkjaforseta og Evrópuríkjunum að koma einhverju í gang. Það er augljóst. En það rekst, sem fyrr, á það að kröfur Rússa og markmið hafa bara ekki tekið breytingum.“
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira