Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2025 11:32 Geir Þorsteinsson, Hafþór Júlíus Björnsson og Klara Bjartmarz eru í efstu þremur sætunum. Samsett mynd Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson, sterkasti maður Íslands 2025, er langtekjuhæsti íþróttamaður landsins samkvæmt nýjasta Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Hafþór, stundum kallaður Fjallið eftir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones, er í algjörum sérflokki á listanum yfir íþróttafólk hér á landi með hátt í fimm milljónir króna á mánuði, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar. Efsta íþróttafólkið í Tekjublaði Frjálsrar Verslunar: Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður, 4.905.000 Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR, 2.346.000 Klara Bjartmarz, fv. framkvæmdastjóri KSÍ, 1.837.000 Hjörvar Steinn Grétarsson, skákmaður, 1.751.000 Guðjón Baldvinsson, fv. knattspyrnumaður, 1.601.000 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, 1.530.000 Stefán Rafn Sigurmannsson, fv. handboltamaður, 1.502.000 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, 1.484.000 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í handbolta, 1.484.000 Eggert Gunnþór Jónsson, spilandi þjálfari KFA, 1.433.000 Í blaðinu segir að um sé að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2024 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Verktakagreiðslur, sem algengar eru í íslensku íþróttalífi, flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskránni sem stuðst er við. Eins og sjá má á listanum hér að ofan koma fyrrverandi forkólfar Knattspyrnusambands Íslands næst á eftir Hafþóri. Formaður KSÍ með eina og hálfa milljón Nokkuð er þó um liðið síðan Geir Þorsteinsson hætti sem formaður sambandsins, eða um átta ár, en hann var framkvæmdastjóri Leiknis í Breiðholti á síðasta tekjuári áður en hann var svo ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR um síðustu áramót. Tekjur Geirs námu á síðasta ári rúmlega 2,3 milljónum króna að meðaltali á mánuði. Klara Bjartmarz ,sem í byrjun síðasta árs hætti sem framkvæmdastjóri KSÍ eftir 30 ára starf fyrir sambandið, er í þriðja sæti listans. Hún tók til starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands eftir að hafa kvatt KSÍ og var með 1,8 milljón króna á mánuði í tekjur. Núverandi formaður KSÍ, Þorvaldur Örlygsson, er svo á listanum með 1,5 milljón króna á mánuði en hann var kosinn formaður í febrúar á síðasta ári. Fótboltafólk er áberandi á listanum en meðal annarra má nefna Gunnar Nelson bardagakappa (1.352 þús.), Snorra Stein Guðjónsson landsliðsþjálfara karla í handbolta (1.210 þús.), Kristófer Acox körfuboltamann (1.025 þús.) og Arnar Pétursson langhlaupara (916 þús.). Tekjur Aflraunir KSÍ Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
Hafþór, stundum kallaður Fjallið eftir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones, er í algjörum sérflokki á listanum yfir íþróttafólk hér á landi með hátt í fimm milljónir króna á mánuði, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar. Efsta íþróttafólkið í Tekjublaði Frjálsrar Verslunar: Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður, 4.905.000 Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR, 2.346.000 Klara Bjartmarz, fv. framkvæmdastjóri KSÍ, 1.837.000 Hjörvar Steinn Grétarsson, skákmaður, 1.751.000 Guðjón Baldvinsson, fv. knattspyrnumaður, 1.601.000 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, 1.530.000 Stefán Rafn Sigurmannsson, fv. handboltamaður, 1.502.000 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, 1.484.000 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í handbolta, 1.484.000 Eggert Gunnþór Jónsson, spilandi þjálfari KFA, 1.433.000 Í blaðinu segir að um sé að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2024 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Verktakagreiðslur, sem algengar eru í íslensku íþróttalífi, flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskránni sem stuðst er við. Eins og sjá má á listanum hér að ofan koma fyrrverandi forkólfar Knattspyrnusambands Íslands næst á eftir Hafþóri. Formaður KSÍ með eina og hálfa milljón Nokkuð er þó um liðið síðan Geir Þorsteinsson hætti sem formaður sambandsins, eða um átta ár, en hann var framkvæmdastjóri Leiknis í Breiðholti á síðasta tekjuári áður en hann var svo ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR um síðustu áramót. Tekjur Geirs námu á síðasta ári rúmlega 2,3 milljónum króna að meðaltali á mánuði. Klara Bjartmarz ,sem í byrjun síðasta árs hætti sem framkvæmdastjóri KSÍ eftir 30 ára starf fyrir sambandið, er í þriðja sæti listans. Hún tók til starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands eftir að hafa kvatt KSÍ og var með 1,8 milljón króna á mánuði í tekjur. Núverandi formaður KSÍ, Þorvaldur Örlygsson, er svo á listanum með 1,5 milljón króna á mánuði en hann var kosinn formaður í febrúar á síðasta ári. Fótboltafólk er áberandi á listanum en meðal annarra má nefna Gunnar Nelson bardagakappa (1.352 þús.), Snorra Stein Guðjónsson landsliðsþjálfara karla í handbolta (1.210 þús.), Kristófer Acox körfuboltamann (1.025 þús.) og Arnar Pétursson langhlaupara (916 þús.).
Efsta íþróttafólkið í Tekjublaði Frjálsrar Verslunar: Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður, 4.905.000 Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR, 2.346.000 Klara Bjartmarz, fv. framkvæmdastjóri KSÍ, 1.837.000 Hjörvar Steinn Grétarsson, skákmaður, 1.751.000 Guðjón Baldvinsson, fv. knattspyrnumaður, 1.601.000 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, 1.530.000 Stefán Rafn Sigurmannsson, fv. handboltamaður, 1.502.000 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, 1.484.000 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í handbolta, 1.484.000 Eggert Gunnþór Jónsson, spilandi þjálfari KFA, 1.433.000
Tekjur Aflraunir KSÍ Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira