Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2025 11:32 Geir Þorsteinsson, Hafþór Júlíus Björnsson og Klara Bjartmarz eru í efstu þremur sætunum. Samsett mynd Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson, sterkasti maður Íslands 2025, er langtekjuhæsti íþróttamaður landsins samkvæmt nýjasta Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Hafþór, stundum kallaður Fjallið eftir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones, er í algjörum sérflokki á listanum yfir íþróttafólk hér á landi með hátt í fimm milljónir króna á mánuði, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar. Efsta íþróttafólkið í Tekjublaði Frjálsrar Verslunar: Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður, 4.905.000 Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR, 2.346.000 Klara Bjartmarz, fv. framkvæmdastjóri KSÍ, 1.837.000 Hjörvar Steinn Grétarsson, skákmaður, 1.751.000 Guðjón Baldvinsson, fv. knattspyrnumaður, 1.601.000 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, 1.530.000 Stefán Rafn Sigurmannsson, fv. handboltamaður, 1.502.000 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, 1.484.000 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í handbolta, 1.484.000 Eggert Gunnþór Jónsson, spilandi þjálfari KFA, 1.433.000 Í blaðinu segir að um sé að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2024 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Verktakagreiðslur, sem algengar eru í íslensku íþróttalífi, flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskránni sem stuðst er við. Eins og sjá má á listanum hér að ofan koma fyrrverandi forkólfar Knattspyrnusambands Íslands næst á eftir Hafþóri. Formaður KSÍ með eina og hálfa milljón Nokkuð er þó um liðið síðan Geir Þorsteinsson hætti sem formaður sambandsins, eða um átta ár, en hann var framkvæmdastjóri Leiknis í Breiðholti á síðasta tekjuári áður en hann var svo ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR um síðustu áramót. Tekjur Geirs námu á síðasta ári rúmlega 2,3 milljónum króna að meðaltali á mánuði. Klara Bjartmarz ,sem í byrjun síðasta árs hætti sem framkvæmdastjóri KSÍ eftir 30 ára starf fyrir sambandið, er í þriðja sæti listans. Hún tók til starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands eftir að hafa kvatt KSÍ og var með 1,8 milljón króna á mánuði í tekjur. Núverandi formaður KSÍ, Þorvaldur Örlygsson, er svo á listanum með 1,5 milljón króna á mánuði en hann var kosinn formaður í febrúar á síðasta ári. Fótboltafólk er áberandi á listanum en meðal annarra má nefna Gunnar Nelson bardagakappa (1.352 þús.), Snorra Stein Guðjónsson landsliðsþjálfara karla í handbolta (1.210 þús.), Kristófer Acox körfuboltamann (1.025 þús.) og Arnar Pétursson langhlaupara (916 þús.). Tekjur Aflraunir KSÍ Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Engin skoraði meira en Elín Klara Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Hafþór, stundum kallaður Fjallið eftir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones, er í algjörum sérflokki á listanum yfir íþróttafólk hér á landi með hátt í fimm milljónir króna á mánuði, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar Verslunar. Efsta íþróttafólkið í Tekjublaði Frjálsrar Verslunar: Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður, 4.905.000 Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR, 2.346.000 Klara Bjartmarz, fv. framkvæmdastjóri KSÍ, 1.837.000 Hjörvar Steinn Grétarsson, skákmaður, 1.751.000 Guðjón Baldvinsson, fv. knattspyrnumaður, 1.601.000 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, 1.530.000 Stefán Rafn Sigurmannsson, fv. handboltamaður, 1.502.000 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, 1.484.000 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í handbolta, 1.484.000 Eggert Gunnþór Jónsson, spilandi þjálfari KFA, 1.433.000 Í blaðinu segir að um sé að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2024 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Verktakagreiðslur, sem algengar eru í íslensku íþróttalífi, flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskránni sem stuðst er við. Eins og sjá má á listanum hér að ofan koma fyrrverandi forkólfar Knattspyrnusambands Íslands næst á eftir Hafþóri. Formaður KSÍ með eina og hálfa milljón Nokkuð er þó um liðið síðan Geir Þorsteinsson hætti sem formaður sambandsins, eða um átta ár, en hann var framkvæmdastjóri Leiknis í Breiðholti á síðasta tekjuári áður en hann var svo ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR um síðustu áramót. Tekjur Geirs námu á síðasta ári rúmlega 2,3 milljónum króna að meðaltali á mánuði. Klara Bjartmarz ,sem í byrjun síðasta árs hætti sem framkvæmdastjóri KSÍ eftir 30 ára starf fyrir sambandið, er í þriðja sæti listans. Hún tók til starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands eftir að hafa kvatt KSÍ og var með 1,8 milljón króna á mánuði í tekjur. Núverandi formaður KSÍ, Þorvaldur Örlygsson, er svo á listanum með 1,5 milljón króna á mánuði en hann var kosinn formaður í febrúar á síðasta ári. Fótboltafólk er áberandi á listanum en meðal annarra má nefna Gunnar Nelson bardagakappa (1.352 þús.), Snorra Stein Guðjónsson landsliðsþjálfara karla í handbolta (1.210 þús.), Kristófer Acox körfuboltamann (1.025 þús.) og Arnar Pétursson langhlaupara (916 þús.).
Efsta íþróttafólkið í Tekjublaði Frjálsrar Verslunar: Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamaður, 4.905.000 Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar KR, 2.346.000 Klara Bjartmarz, fv. framkvæmdastjóri KSÍ, 1.837.000 Hjörvar Steinn Grétarsson, skákmaður, 1.751.000 Guðjón Baldvinsson, fv. knattspyrnumaður, 1.601.000 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, 1.530.000 Stefán Rafn Sigurmannsson, fv. handboltamaður, 1.502.000 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, 1.484.000 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH í handbolta, 1.484.000 Eggert Gunnþór Jónsson, spilandi þjálfari KFA, 1.433.000
Tekjur Aflraunir KSÍ Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Engin skoraði meira en Elín Klara Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira