Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2025 13:13 Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur segir geta brugðið til beggja vona á fundi dagsins. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að fundur Volodomírs Selenskí Úkraínuforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta í dag geti reynst þeim fyrrnefnda erfiður, að mati stjórnmálafræðings. Að loknum fundi þeirra tveggja munu Evrópuleiðtogar slást í hópinn, en þeir standa þétt við bak Selenskís. Trump birti færslu á samfélagsmiðlum í gær þar sem hann sagði Selenskí hafa í hendi sér að binda enda á innrásarstríð Rússa. Þar að auki sagði hann engan möguleika á að Úkraína gæti fengið aðild að Atlantshafsbandalaginu, en Úkraína hefur kallað eftir öryggistryggingum þegar samið verður um vopnahlé og frið. Selenskí birti stuttu síðar eigin færslu, þar sem hann þakkaði Trump fyrir boðið til Washington, og sagði Rússa verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu sjálfir. Forsetarnir tveir munu fyrst funda tveir saman, áður en þó nokkur fjöldi Evrópuleiðtoga mun bætast í hópinn. Ómöguleg krafa Stjórnmálafræðingur segir mega eiga von á erfiðum fundi fyrir Selenskí og aðra Evrópuleiðtoga. „Ef að satt reynist, að Trump sé að taka undir kröfur Pútíns um að Úkraína láti landsvæði af hendi sem Rússar hafa ekki tekið yfir þegar. Það eru kröfur sem er ekki hægt að verða við,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur. Mögulega sé krafan sett fram af hálfu Rússa til þess eins að sprengja upp viðræðurnar, svo ekki komist á friður. „En það stærsta sem gæti komið út úr þessu er að menn nái einhverri lendingu með það að Úkraína láti það vera að ganga í Nató, sem er mjög langsótt því Bandaríkjamenn eru alfarið á móti því, en fái í staðinn öryggistryggingu frá Bandaríkjunum, sem fæli í sér að það væri bandarísk friðargæslusveit á sléttum Úkraínu, sem tryggði það að Rússar héldu ekki árásum sínum áfram.“ Standa þétt við bak Úkraínumanna Viðvera Evrópuleiðtoga í Washington sé mikilvæg, sér í lagi í ljósi hálfgerðrar fyrirsátar sem Selenskí varð fyrir þegar hann heimsótti Hvíta húsið í febrúar, og var húðskammaður af Trump og varaforsetanum JD Vance. „Og líka hafa þeir verið að krefjast þess að eiga sæti við ákvarðanatökuborðið. Það er nokkuð góður árangur hjá Evrópuþjóðum að hafa náð að þétta raðirnar og tala einni röddu. Og ekki bara það, heldur er algjör samhljómur með stefnu úkraínskra stjórnvalda og öðrum ríkjum í Evrópu. Það styrkir stöðu Úkraínu verulega í samningaviðræðum við Trump og Pútín,“ segir Baldur. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Trump birti færslu á samfélagsmiðlum í gær þar sem hann sagði Selenskí hafa í hendi sér að binda enda á innrásarstríð Rússa. Þar að auki sagði hann engan möguleika á að Úkraína gæti fengið aðild að Atlantshafsbandalaginu, en Úkraína hefur kallað eftir öryggistryggingum þegar samið verður um vopnahlé og frið. Selenskí birti stuttu síðar eigin færslu, þar sem hann þakkaði Trump fyrir boðið til Washington, og sagði Rússa verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu sjálfir. Forsetarnir tveir munu fyrst funda tveir saman, áður en þó nokkur fjöldi Evrópuleiðtoga mun bætast í hópinn. Ómöguleg krafa Stjórnmálafræðingur segir mega eiga von á erfiðum fundi fyrir Selenskí og aðra Evrópuleiðtoga. „Ef að satt reynist, að Trump sé að taka undir kröfur Pútíns um að Úkraína láti landsvæði af hendi sem Rússar hafa ekki tekið yfir þegar. Það eru kröfur sem er ekki hægt að verða við,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur. Mögulega sé krafan sett fram af hálfu Rússa til þess eins að sprengja upp viðræðurnar, svo ekki komist á friður. „En það stærsta sem gæti komið út úr þessu er að menn nái einhverri lendingu með það að Úkraína láti það vera að ganga í Nató, sem er mjög langsótt því Bandaríkjamenn eru alfarið á móti því, en fái í staðinn öryggistryggingu frá Bandaríkjunum, sem fæli í sér að það væri bandarísk friðargæslusveit á sléttum Úkraínu, sem tryggði það að Rússar héldu ekki árásum sínum áfram.“ Standa þétt við bak Úkraínumanna Viðvera Evrópuleiðtoga í Washington sé mikilvæg, sér í lagi í ljósi hálfgerðrar fyrirsátar sem Selenskí varð fyrir þegar hann heimsótti Hvíta húsið í febrúar, og var húðskammaður af Trump og varaforsetanum JD Vance. „Og líka hafa þeir verið að krefjast þess að eiga sæti við ákvarðanatökuborðið. Það er nokkuð góður árangur hjá Evrópuþjóðum að hafa náð að þétta raðirnar og tala einni röddu. Og ekki bara það, heldur er algjör samhljómur með stefnu úkraínskra stjórnvalda og öðrum ríkjum í Evrópu. Það styrkir stöðu Úkraínu verulega í samningaviðræðum við Trump og Pútín,“ segir Baldur.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira