Fjárfestingafélag Soros komið með margra milljarða stöðu í JBT Marel

Fjárfestingafélag í eigu hins heimsþekkta fjárfestis George Soros, sem hagnaðist ævintýralega þegar hann felldi breska pundið árið 1992, hefur bæst við hluthafahóp JBT Marel eftir að hafa keypt stóran hlut í félaginu á öðrum fjórðungi. Á sama tíma var umsvifamesti fjárfestingarsjóður í ríkiseigu á heimsvísu jafnframt að byggja upp enn stæri stöðu í félaginu en hlutabréfaverð JBT Marel hefur hækkað skarpt að undanförnu.
Tengdar fréttir

Uppgjör JBTM yfir væntingum og stjórnendur birta afkomuspá vegna minni óvissu
Afkoma JBT Marels á öðrum fjórðungi var yfir væntingum greinenda og aðlagaður rekstrarhagnaður hækkaði talsvert frá fyrstu þremur mánuðum ársins. Vegna minnkandi óvissu hafa stjórnendur félagsins treyst sér til að birta á nýjan leik afkomuspá fyrir árið 2025, en hækkandi tollar hafa þar lítilleg áhrif á afkomuna.

Spáir hægfara hækkun á framlegðarhlutfalli JBTM og telur félagið undirverðlagt
Þrátt fyrir „hófsama“ spá hlutabréfagreinanda um að framlegðarhlutfall sameinaðs félags JBT og Marel muni hækka smám saman á næstu árum í 38 prósent – það var 36,7 prósent í fyrra – þá er félagið samt nokkuð undirverðlagt um þessar mundir, samkvæmt nýrri greiningu. Metinnflæði var í nýjum pöntunum á síðasta fjórðungi en líklega vilja stjórnendur gera enn betur og ná pantanabókinni upp fyrir 38 prósent af tekjum.