Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2025 11:16 Kjartan Már snýr aftur til starfa 1. september næstkomandi en hann hefur verið bæjarstjóri Reykjanesbæjar frá 1. september 2014. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, snýr aftur til starfa 1. september næstkomandi eftir tæplega árs veikindaleyfi vegna baráttu við krabbamein. Hann reyndi að snúa aftur í febrúar en þurfti að fara aftur í veikindaleyfi. Kjartan greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í morgun. „Í lífshlaupi hvers manns skiptast á skin og skúrir. Stundum gengur allt upp og stundum er mótbyr en það sem skiptir mestu máli er að taka á móti hverju verkefni af æðruleysi og styrk,“ skrifar hann í færslunni. Sjá einnig: Bæjarstjóri Reykjanesbæjar í veikindaleyfi „Undanfarið ár hefur blásið á móti en eins og sum ykkar vita greindist ég með krabbamein í júlí 2024. Strax við greiningu hófst lyfjameðferð í töflu-, stera- og sprautuformi og 4 mánuðum síðar fór ég í veikindaleyfi frá vinnu vegna geislameðferðar á Landspítalanum. Allt gekk þetta vel og í lok janúar sl. taldi ég mig tilbúinn að hefja störf á nýjan leik. Það reyndist hins vegar ekki rétt,“ skrifar hann. Kjartan sneri aftur til starfa í febrúar á þessu ári, eftir fimm mánaða fjarveru, en þurfti að fara aftur í veikindaleyfi samkvæmt læknisvottorði. „Ég var einfaldlega of bráður á mér og hef unnið að því að byggja mig upp andlega og líkamlega síðan þá með það að markmiði að geta tekist á við daglega lífið og verða fyllilega vinnufær að nýju,“ skrifar Kjartan. „Á síðastliðnum mánuðum hef ég notið dyggrar aðstoðar sálfræðinga HSS og Ljóssins við Langholtsveg en einnig leiðsagnar við líkamlega uppbyggingu hjá Einari Inga Kristjánssyni, einkaþjálfara og eiganda AlphaGym. Þá hef ég sótt fræðslu hjá Krabbameinsfélagi Íslands og Krabbameinsfélaginu Framför í Grafarvogi,“ skrifar hann, Endurhæfingin hafi gengið vel og hann sé nú kominn á þann stað að geta snúið aftur til fyrra starfs. Þá segist hann þakklátur bæjaryfirvöldum og samstarfsfólki sínu fyrir stuðninginn síðustu þrettán mánuði og bæjarbúum sem hafa sent honum hlýjar kveðjur. „Síðast en ekki síst hef ég notið ómetanlegs stuðnings Jónu minnar, fjölskyldu og nánustu vina. Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum,“ skrifar Kjartan í færslunni sem má lesa í heild sinni hér að neðan. Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Kjartan greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í morgun. „Í lífshlaupi hvers manns skiptast á skin og skúrir. Stundum gengur allt upp og stundum er mótbyr en það sem skiptir mestu máli er að taka á móti hverju verkefni af æðruleysi og styrk,“ skrifar hann í færslunni. Sjá einnig: Bæjarstjóri Reykjanesbæjar í veikindaleyfi „Undanfarið ár hefur blásið á móti en eins og sum ykkar vita greindist ég með krabbamein í júlí 2024. Strax við greiningu hófst lyfjameðferð í töflu-, stera- og sprautuformi og 4 mánuðum síðar fór ég í veikindaleyfi frá vinnu vegna geislameðferðar á Landspítalanum. Allt gekk þetta vel og í lok janúar sl. taldi ég mig tilbúinn að hefja störf á nýjan leik. Það reyndist hins vegar ekki rétt,“ skrifar hann. Kjartan sneri aftur til starfa í febrúar á þessu ári, eftir fimm mánaða fjarveru, en þurfti að fara aftur í veikindaleyfi samkvæmt læknisvottorði. „Ég var einfaldlega of bráður á mér og hef unnið að því að byggja mig upp andlega og líkamlega síðan þá með það að markmiði að geta tekist á við daglega lífið og verða fyllilega vinnufær að nýju,“ skrifar Kjartan. „Á síðastliðnum mánuðum hef ég notið dyggrar aðstoðar sálfræðinga HSS og Ljóssins við Langholtsveg en einnig leiðsagnar við líkamlega uppbyggingu hjá Einari Inga Kristjánssyni, einkaþjálfara og eiganda AlphaGym. Þá hef ég sótt fræðslu hjá Krabbameinsfélagi Íslands og Krabbameinsfélaginu Framför í Grafarvogi,“ skrifar hann, Endurhæfingin hafi gengið vel og hann sé nú kominn á þann stað að geta snúið aftur til fyrra starfs. Þá segist hann þakklátur bæjaryfirvöldum og samstarfsfólki sínu fyrir stuðninginn síðustu þrettán mánuði og bæjarbúum sem hafa sent honum hlýjar kveðjur. „Síðast en ekki síst hef ég notið ómetanlegs stuðnings Jónu minnar, fjölskyldu og nánustu vina. Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum,“ skrifar Kjartan í færslunni sem má lesa í heild sinni hér að neðan.
Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira