Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. ágúst 2025 22:10 Sigríður Mogensen er sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins. Aukin viðskipti Íslendinga við bandarísk gervigreindarfyrirtæki gætu orðið lykillinn að því að fá bandaríska tolla á íslenskar vörur fellda niður eða lækkaða. Þetta segir sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, sem kallar eftir því að stjórnvöld skipi sérstaka sendinefnd með fulltrúum einkageirans og hins opinbera, til að semja við Bandaríkjastjórn. Fimmtán prósenta tollar á vörur fluttar frá Íslandi til Bandaríkjanna tóku gildi á fimmtudag í síðustu viku, en ráðherrar hafa sagt til skoðunar hvernig hægt sé að bregðast við og ná samkomulagi við Bandaríkin um lækkun eða afnám tollanna. Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segir viðskiptatækifæri til staðar sem geti liðkað fyrir lækkun tollanna, sem hafi verið settir á vegna meints viðskiptahalla sem Bandaríkjamenn telji sér í óhag. Tækifærin felist meðal annars í möguleikanum á að íslensk gagnaver þjónusti bandarísk gervigreindarfyrirtæki í auknum mæli. Til að forsendur til aukinna viðskipta á þessu sviði skapist þurfi íslenskur iðnaður og stjórnvöld að snúa bökum saman. „Og Ísland hefur fram að færa græna raforku, ákjósanlegt loftslag fyrir vinnslu gervigreindar og annað. Þetta eru ekki nýjar hugmyndir. En núna þurfum við að hugsa út fyrir boxið og skoða hvort við getum mögulega tengt þessi tækifæri við fyrirhugaðar samningaviðræður, sem verða vonandi sem fyrst við Bandaríkjastjórn um hugsanlega lækkun tolla,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins. Samtal við stjórnvöld sé hafið, en útfæra þurfi næstu skref. „Eitt af því sem við höfum kallað eftir í samtölum við stjórnvöld er að það verði jafnvel sett einhverskonar samninganefnd af stað, með aðilum úr einkageiranum og frá hinu opinbera. Þetta er bara risastórt hagsmunamál fyrir Ísland.“ Stjórnvöld þurfi að setja púður í að kortleggja tækifærin í þessum efnum og sjá hvað hægt sé að koma með að borðinu, nú þegar fjöldi ríkja bíði þess að ná samkomulagi við Bandaríkin um lækkun eða afnám tolla. „Þá gæti það mögulega þýtt að við komumst framar í röðina.“ Skattar og tollar Bandaríkin Gervigreind Efnahagsmál Tengdar fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Framkvæmdastjóri hjá íslensku eldisfyrirtæki segir samkeppnishæfni gagnvart öðrum löndum sem flytji fisk til Bandaríkjanna nánast horfna, vegna 15 prósenta tolla á íslenskan innflutning. Lönd með sambærilega starfsemi hafi fengið á sig lægri tolla. Ráðherrar skoða hvað hægt sé að gera og segja enn möguleika á samkomulagi. 12. ágúst 2025 21:01 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog Sjá meira
Fimmtán prósenta tollar á vörur fluttar frá Íslandi til Bandaríkjanna tóku gildi á fimmtudag í síðustu viku, en ráðherrar hafa sagt til skoðunar hvernig hægt sé að bregðast við og ná samkomulagi við Bandaríkin um lækkun eða afnám tollanna. Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segir viðskiptatækifæri til staðar sem geti liðkað fyrir lækkun tollanna, sem hafi verið settir á vegna meints viðskiptahalla sem Bandaríkjamenn telji sér í óhag. Tækifærin felist meðal annars í möguleikanum á að íslensk gagnaver þjónusti bandarísk gervigreindarfyrirtæki í auknum mæli. Til að forsendur til aukinna viðskipta á þessu sviði skapist þurfi íslenskur iðnaður og stjórnvöld að snúa bökum saman. „Og Ísland hefur fram að færa græna raforku, ákjósanlegt loftslag fyrir vinnslu gervigreindar og annað. Þetta eru ekki nýjar hugmyndir. En núna þurfum við að hugsa út fyrir boxið og skoða hvort við getum mögulega tengt þessi tækifæri við fyrirhugaðar samningaviðræður, sem verða vonandi sem fyrst við Bandaríkjastjórn um hugsanlega lækkun tolla,“ segir Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins. Samtal við stjórnvöld sé hafið, en útfæra þurfi næstu skref. „Eitt af því sem við höfum kallað eftir í samtölum við stjórnvöld er að það verði jafnvel sett einhverskonar samninganefnd af stað, með aðilum úr einkageiranum og frá hinu opinbera. Þetta er bara risastórt hagsmunamál fyrir Ísland.“ Stjórnvöld þurfi að setja púður í að kortleggja tækifærin í þessum efnum og sjá hvað hægt sé að koma með að borðinu, nú þegar fjöldi ríkja bíði þess að ná samkomulagi við Bandaríkin um lækkun eða afnám tolla. „Þá gæti það mögulega þýtt að við komumst framar í röðina.“
Skattar og tollar Bandaríkin Gervigreind Efnahagsmál Tengdar fréttir Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Framkvæmdastjóri hjá íslensku eldisfyrirtæki segir samkeppnishæfni gagnvart öðrum löndum sem flytji fisk til Bandaríkjanna nánast horfna, vegna 15 prósenta tolla á íslenskan innflutning. Lönd með sambærilega starfsemi hafi fengið á sig lægri tolla. Ráðherrar skoða hvað hægt sé að gera og segja enn möguleika á samkomulagi. 12. ágúst 2025 21:01 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog Sjá meira
Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Framkvæmdastjóri hjá íslensku eldisfyrirtæki segir samkeppnishæfni gagnvart öðrum löndum sem flytji fisk til Bandaríkjanna nánast horfna, vegna 15 prósenta tolla á íslenskan innflutning. Lönd með sambærilega starfsemi hafi fengið á sig lægri tolla. Ráðherrar skoða hvað hægt sé að gera og segja enn möguleika á samkomulagi. 12. ágúst 2025 21:01