Lífið

Gugga í gúmmí­bát fagnaði af­mæli sínu með heitustu guggum landsins

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Guðrún Svava, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, fagnaði 22 ára afmæli sínu á skemmtistaðnum Hax síðastliðið laugardagskvöld.
Guðrún Svava, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, fagnaði 22 ára afmæli sínu á skemmtistaðnum Hax síðastliðið laugardagskvöld.

Áhrifavaldurinn og ofurskvísan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, fagnaði 22 árs afmæli sínu með glæsibrag liðna helgi á skemmtistaðnum Hax. Öllu var tjaldað til í veislunni þar sem stórstjörnur, fljótandi veigar og tónlist settu ómótstæðilegan svip á kvöldið.

Í veislunni var húsfyllir, bæði margmenni og góðmennt. Má þarna nefna Æði-strákana Patrek Jaime og Binna Glee, Lönu Kristinsdóttur eiganda Kenzen, þjálfarann Arnfríði Helgadóttur, Hauk Má Hauksson hjá Yuzu, knattspyrnukonuna Nadíu Atladóttur og áhrifavaldinn Friðþóru Sigurjónsdóttur.

Gestir voru hvattir til að mæta í hvítum klæðnaði. Gugga sjálf stal senunni í glæsilegum svörtum satínkjól, eins og sannri ofurskvísu sæmir.

Patrik, Issi, Háski, Maron Birnir, Flóni, Alaska og Daniil tóku lagið fyrir gesti og héldu uppi stemningunni langt fram eftir kvöldi.

Hér að neðan má sjá vel valdar myndir frá kvöldinu:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.