Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. ágúst 2025 14:18 Hugleikur segist á hálum ís eftir að efni hans hefur ítrekað verið fjarlægt af samfélagsmiðlum hans. Instagram/Facebook Fésbókaryfirvöld hafa tjáð Hugleiki Dagssyni grínista að ef hann heldur áfram að birta klúrar skrítlur á 216 þúsund fylgjenda síðuna sína verði lokað á síðuna að eilífu. Hugleikur líkir gervigreindinni sem sigtar út efnið hans við barn sem skilji ekki muninn á kaldhæðni og alvöru. Hugleikur tjáði fylgjendum sínum á Facebook í morgun að nú væri hann á hálum ís. Honum hefði verið tilkynnt um að ef hann bryti reglur um „nekt og kynferðislegt efni“ aftur gæti hann átt þá hættu að missa reikninginn að eilífu. „Möguleikarnir mínir eru annars vegar að hætta að birta efni í trássi við reglurnar. En það er um það bil 75 prósent af öllu mínu gríni. Hins vegar að halda áfram að brjóta reglurnar og sigla þessu í strand,“ skrifar Hugleikur. Viðkvæmust fyrir berrössuðum spýtukörlum Blaðamaður hafði samband við Hugleik, sem segir hótanir Facebook ekki nýjar af nálinni. „Þetta hefur alltaf verið í spilunum. Mér finnst eiginlega alltaf hafa verið tímaspursmál hvenær mér verður sparkað út,“ segir Hugleikur í samtali við fréttastofu. „Það er aðallega nekt, svona spýtukarlanekt, sem vélin vill ekki sjá.“ Hann útskýrir að þær breytingar hafi orðið undandarin misseri að í stað starfsmanns Meta sjái gervigreindin um að sía út efni sem samræmist ekki leikreglum miðilsins. „Hún er búin að læra að skynja hvað er að gerast á myndunum mínum og hún skilur ekki muninn á kaldhæðni og alvöru. Gervigreindin er svolítið eins og barn sem skilur ekki alveg núanseraða hluti.“ Starfsmaður Facebook kom honum til bjargar Nokkur ár eru síðan lokað var fyrir síðu Hugleiks vegna grínsins sem hann birti á síðuna sína. Þá hafi honum verið boðið að áfrýja ákvörðuninni en útlitið ekki verið gott þar til aðdáandi sem starfar hjá Facebook setti sig í samband við hann. „Hann sendi mér skilaboð án þess að segja hver hann væri því hann mátti það ekkert. Einhver aðdáandi og verndarengill innan Facebook sem laumaði mér aftur inn. Þetta er einhver secret superhero. En ég ætla ekki að reiða mig á að hann komi mér aftur til bjargar,“ segir Hugleikur. Þegar færslur hans eru flaggaðar fái hann að svara fyrir sig í von um að fá þær birtar á ný en það sé alla vega hvort fallist er á þá beiðni. Ljótasta grínið annars staðar Hugleikur reiknar með að halda áfram að dansa á línunni og freista þess að halda áfram að birta efni, en leyfa allra grófasta efninu að njóta sín á öðrum móttækilegri miðlum. Instagram sé þeirra á meðal, þó hann heyri ásamt Facebook undir Meta. „Ég nota bara tækifærið og segi á Facebook, ef þið viljið sjá verra stöff þá er hægt að fara á Patreon og hina miðlana,“ segir Hugleikur. Þó væri mikill missir ef Facebook setur honum endanlega stólinn fyrir dyrnar. „Það væri alveg glatað. Þetta er sá miðill sem ég er búinn að vera að rækta hvað lengst,“ segir Hugleikur. Síðan hans telur sem fyrr segir 216 þúsund fylgjendur og er vinsælasta samfélagsmiðlasíðan hans svo um munar. „Allavega er þetta mjög spennandi,“ segir Hugleikur. Grín og gaman Samfélagsmiðlar Meta Facebook Tengdar fréttir Hugleikur fagnar Facebookákvörðun um hrottafengin myndbönd Segir foreldra eiga að passa börnin sín sjálf en ekki einhver samskiptamiðill. 22. október 2013 16:41 Hugleikur og Karen giftu sig með sínum hætti Grínistinn Hugleikur Dagsson og búningahönnuðurinn Karen Briem giftu sig í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal í gær. Páll Óskar Hjálmtýsson stýrði athöfninni og gestir mættu í veisluna í stórkostlegum búningum enda hrekkjavakan á næsta leyti. 29. október 2023 10:14 Bók Hugleiks kom sænskum manni í vandræði Bók eftir skopmyndateiknarann Hugleik Dagsson olli vandræðum hjá pari í sænskum raunveruleikaþætti á dögunum. Parið var næstum því hætt saman því maðurinn átti bók eftir Hugleik. 23. maí 2023 22:05 Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Sjá meira
Hugleikur tjáði fylgjendum sínum á Facebook í morgun að nú væri hann á hálum ís. Honum hefði verið tilkynnt um að ef hann bryti reglur um „nekt og kynferðislegt efni“ aftur gæti hann átt þá hættu að missa reikninginn að eilífu. „Möguleikarnir mínir eru annars vegar að hætta að birta efni í trássi við reglurnar. En það er um það bil 75 prósent af öllu mínu gríni. Hins vegar að halda áfram að brjóta reglurnar og sigla þessu í strand,“ skrifar Hugleikur. Viðkvæmust fyrir berrössuðum spýtukörlum Blaðamaður hafði samband við Hugleik, sem segir hótanir Facebook ekki nýjar af nálinni. „Þetta hefur alltaf verið í spilunum. Mér finnst eiginlega alltaf hafa verið tímaspursmál hvenær mér verður sparkað út,“ segir Hugleikur í samtali við fréttastofu. „Það er aðallega nekt, svona spýtukarlanekt, sem vélin vill ekki sjá.“ Hann útskýrir að þær breytingar hafi orðið undandarin misseri að í stað starfsmanns Meta sjái gervigreindin um að sía út efni sem samræmist ekki leikreglum miðilsins. „Hún er búin að læra að skynja hvað er að gerast á myndunum mínum og hún skilur ekki muninn á kaldhæðni og alvöru. Gervigreindin er svolítið eins og barn sem skilur ekki alveg núanseraða hluti.“ Starfsmaður Facebook kom honum til bjargar Nokkur ár eru síðan lokað var fyrir síðu Hugleiks vegna grínsins sem hann birti á síðuna sína. Þá hafi honum verið boðið að áfrýja ákvörðuninni en útlitið ekki verið gott þar til aðdáandi sem starfar hjá Facebook setti sig í samband við hann. „Hann sendi mér skilaboð án þess að segja hver hann væri því hann mátti það ekkert. Einhver aðdáandi og verndarengill innan Facebook sem laumaði mér aftur inn. Þetta er einhver secret superhero. En ég ætla ekki að reiða mig á að hann komi mér aftur til bjargar,“ segir Hugleikur. Þegar færslur hans eru flaggaðar fái hann að svara fyrir sig í von um að fá þær birtar á ný en það sé alla vega hvort fallist er á þá beiðni. Ljótasta grínið annars staðar Hugleikur reiknar með að halda áfram að dansa á línunni og freista þess að halda áfram að birta efni, en leyfa allra grófasta efninu að njóta sín á öðrum móttækilegri miðlum. Instagram sé þeirra á meðal, þó hann heyri ásamt Facebook undir Meta. „Ég nota bara tækifærið og segi á Facebook, ef þið viljið sjá verra stöff þá er hægt að fara á Patreon og hina miðlana,“ segir Hugleikur. Þó væri mikill missir ef Facebook setur honum endanlega stólinn fyrir dyrnar. „Það væri alveg glatað. Þetta er sá miðill sem ég er búinn að vera að rækta hvað lengst,“ segir Hugleikur. Síðan hans telur sem fyrr segir 216 þúsund fylgjendur og er vinsælasta samfélagsmiðlasíðan hans svo um munar. „Allavega er þetta mjög spennandi,“ segir Hugleikur.
Grín og gaman Samfélagsmiðlar Meta Facebook Tengdar fréttir Hugleikur fagnar Facebookákvörðun um hrottafengin myndbönd Segir foreldra eiga að passa börnin sín sjálf en ekki einhver samskiptamiðill. 22. október 2013 16:41 Hugleikur og Karen giftu sig með sínum hætti Grínistinn Hugleikur Dagsson og búningahönnuðurinn Karen Briem giftu sig í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal í gær. Páll Óskar Hjálmtýsson stýrði athöfninni og gestir mættu í veisluna í stórkostlegum búningum enda hrekkjavakan á næsta leyti. 29. október 2023 10:14 Bók Hugleiks kom sænskum manni í vandræði Bók eftir skopmyndateiknarann Hugleik Dagsson olli vandræðum hjá pari í sænskum raunveruleikaþætti á dögunum. Parið var næstum því hætt saman því maðurinn átti bók eftir Hugleik. 23. maí 2023 22:05 Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Sjá meira
Hugleikur fagnar Facebookákvörðun um hrottafengin myndbönd Segir foreldra eiga að passa börnin sín sjálf en ekki einhver samskiptamiðill. 22. október 2013 16:41
Hugleikur og Karen giftu sig með sínum hætti Grínistinn Hugleikur Dagsson og búningahönnuðurinn Karen Briem giftu sig í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal í gær. Páll Óskar Hjálmtýsson stýrði athöfninni og gestir mættu í veisluna í stórkostlegum búningum enda hrekkjavakan á næsta leyti. 29. október 2023 10:14
Bók Hugleiks kom sænskum manni í vandræði Bók eftir skopmyndateiknarann Hugleik Dagsson olli vandræðum hjá pari í sænskum raunveruleikaþætti á dögunum. Parið var næstum því hætt saman því maðurinn átti bók eftir Hugleik. 23. maí 2023 22:05