Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Kristján Már Unnarsson skrifar 12. ágúst 2025 13:50 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra byrjar í dag fundaferð um samgöngumál og önnur málefni sem heyra undir ráðuneyti hans. Vísir/Anton Brink Fyrsti fundur Eyjólfs Ármannssonar innviðaráðherra í fundaferð til undirbúnings samgönguáætlun hefst á Akureyri síðdegis í dag. Ráðherrann hyggst á næstu tveimur vikum halda opna íbúafundi í öllum landshlutum. Þeim lýkur með innviðaþingi í Reykjavík. Í fréttatilkynningu ráðuneytisins segir að tilgangur fundanna sé að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins; samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði. Stefnt sé að því að leggja fram samgönguáætlun á Alþingi síðar í haust og því gefist íbúum tækifæri núna til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við ráðherra. Fundirnir eru opnir öllum en mælst til þess að áhugasamir skrái sig á einstaka fundi á heimasíðu ráðuneytisins. Fundir eru alla jafna haldnir síðdegis, boðið upp á kaffiveitingar á hverjum stað og gert ráð fyrir að hver þeirra standi yfir í eina og hálfa klukkustund. Allir fundir hefjast klukkan 16:30 nema sá á Akureyri í dag en sá fundur hefst klukkan 16:45 á veitingastaðnum Múlabergi á Hótel KEA. Dýrafjarðargöng voru opnuð haustið 2020. Gerð jarðganga hefur síðan legið niðri á Íslandi. Áhugavert verður að heyra hvort og hvenær innviðaráðherra sér fyrir sér að rjúfa jarðgangastoppið og hvaða göng hann vill að verði næst í röðinni.Vegagerðin Næsti fundur verður í Borgarnesi á morgun, miðvikudag 13. ágúst. Ráðherrann fundar síðan í Reykjanebæ mánudaginn 18. ágúst, á Ísafirði 19. ágúst, á Selfossi 20. ágúst, á Blönduósi 25. ágúst, á Egilsstöðum 26. ágúst og loks heldur hann innviðaþing í Reykjavík fimmtudaginn 28. ágúst. Innviðaþingið verður á Hilton Reykjavík Nordica. Það hefst klukkan 9 um morguninn og áætlað að því ljúki klukkan 16. Innviðaráðuneytið segir að þar verði sjónum beint að uppbyggingu og öryggi innviða í samgöngum og fjarskiptum, þar á meðal fjárfestingum í innviðum og samfélagslegum ávinningi þeirra. Fjallað var um væntanlega samgönguáæltun í þessari frétt Sýnar fyrir tveimur vikum: Samgöngur Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. 29. júlí 2025 21:45 Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56 Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira
Í fréttatilkynningu ráðuneytisins segir að tilgangur fundanna sé að kalla eftir sjónarmiðum íbúa og sveitarstjórnarfólks um málaflokka ráðuneytisins; samgöngur, sveitarstjórnar- og byggðamál og fjarskipti og stafræna innviði. Stefnt sé að því að leggja fram samgönguáætlun á Alþingi síðar í haust og því gefist íbúum tækifæri núna til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við ráðherra. Fundirnir eru opnir öllum en mælst til þess að áhugasamir skrái sig á einstaka fundi á heimasíðu ráðuneytisins. Fundir eru alla jafna haldnir síðdegis, boðið upp á kaffiveitingar á hverjum stað og gert ráð fyrir að hver þeirra standi yfir í eina og hálfa klukkustund. Allir fundir hefjast klukkan 16:30 nema sá á Akureyri í dag en sá fundur hefst klukkan 16:45 á veitingastaðnum Múlabergi á Hótel KEA. Dýrafjarðargöng voru opnuð haustið 2020. Gerð jarðganga hefur síðan legið niðri á Íslandi. Áhugavert verður að heyra hvort og hvenær innviðaráðherra sér fyrir sér að rjúfa jarðgangastoppið og hvaða göng hann vill að verði næst í röðinni.Vegagerðin Næsti fundur verður í Borgarnesi á morgun, miðvikudag 13. ágúst. Ráðherrann fundar síðan í Reykjanebæ mánudaginn 18. ágúst, á Ísafirði 19. ágúst, á Selfossi 20. ágúst, á Blönduósi 25. ágúst, á Egilsstöðum 26. ágúst og loks heldur hann innviðaþing í Reykjavík fimmtudaginn 28. ágúst. Innviðaþingið verður á Hilton Reykjavík Nordica. Það hefst klukkan 9 um morguninn og áætlað að því ljúki klukkan 16. Innviðaráðuneytið segir að þar verði sjónum beint að uppbyggingu og öryggi innviða í samgöngum og fjarskiptum, þar á meðal fjárfestingum í innviðum og samfélagslegum ávinningi þeirra. Fjallað var um væntanlega samgönguáæltun í þessari frétt Sýnar fyrir tveimur vikum:
Samgöngur Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. 29. júlí 2025 21:45 Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56 Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Sjá meira
Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. 29. júlí 2025 21:45
Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56
Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21