Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. ágúst 2025 10:30 Aljus Anzic þykir einn efnilegasti handboltamaður heims. ihf/Anze Malovrh Handboltaáhugafólk ætti að leggja nafn Slóvenans Aljus Anzic á minnið. Strákurinn skráði sig í sögubækurnar með magnaðri frammistöðu gegn Noregi á HM U-19 ára í gær. Hinn sautján ára Anzic skoraði hvorki fleiri né færri en 23 mörk þegar Slóvenar og Norðmenn gerðu jafntefli, 37-37. Hann tók 25 skot í leiknum og var því með 92 prósent skotnýtingu. Sex marka Anzic komu úr vítaköstum. „Þetta var mjög erfitt. Allt frá byrjun lentum við undir en undir lok fyrri hálfleiks komum við til baka, minnkuðum muninn í eitt mark og svo vorum við yfir í seinni hálfleik. Þetta var brjálaður leikur,“ sagði Anzic eftir leikinn. Miðjumaðurinn skoraði tíu mörk í fyrri hálfleik og þrettán í þeim seinni. Norðmenn tóku Anzic úr umferð í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki. Aldrei hefur leikmaður skorað jafn mörg mörk í einum og sama leiknum á HM U-19 ára og Anzic í gær. Eom Hyo-won frá Suður-Kóreu átti gamla metið sem voru átján mörk. Anzic bætti það um fimm mörk í leiknum í gær. Færeyingurinn Óli Mittún skoraði sautján mörk gegn Svíum á síðasta heimsmeistaramóti leikmanna nítján ára og yngri og íslenski hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimmtán mörk í einum leik á HM 2015. Þrátt fyrir magnaða og sögulega frammistöðu var Anzic svekktur eftir leikinn gegn Noregi enda á Slóvenía afar litla möguleika á að komast í átta liða úrslit mótsins. „Við leiddum nánast allan seinni hálfleikinn með 1-2 mörkum svo þetta var jafnt. Á síðustu tíu mínútunum vorum við þremur mörkum yfir en skoruðum síðan ekki í fjórar mínútur. Það gerði held ég útslagið,“ sagði Anzic. Hann hefur haft í nægu að snúast í sumar en hann lék einnig á HM U-21 árs. Þar skoraði Anzic 61 mark og var þriðji markahæsti leikmaður mótsins þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður þess. Hann hefur nú skorað 39 mörk á HM U-19 ára og er næstmarkahæstur á eftir Norðmanninum Vetle Mellemstrand Bore. Anzic, sem fæddist 12. febrúar 2008, er á mála hjá Celje Pivovarna Lasko í heimalandinu. Móðir hans, Alenka, er forseti Celje og faðir hans, Alen, er markvarðaþjálfari liðsins. Slóvenar eru skiljanlega spenntir fyrir framtíð Anzic og hann hefur meðal annars verið kallaður Lamine Yamal slóvensks handbolta eftir spænska fótboltaundrinu hjá Barcelona. Handbolti Slóvenía Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Hinn sautján ára Anzic skoraði hvorki fleiri né færri en 23 mörk þegar Slóvenar og Norðmenn gerðu jafntefli, 37-37. Hann tók 25 skot í leiknum og var því með 92 prósent skotnýtingu. Sex marka Anzic komu úr vítaköstum. „Þetta var mjög erfitt. Allt frá byrjun lentum við undir en undir lok fyrri hálfleiks komum við til baka, minnkuðum muninn í eitt mark og svo vorum við yfir í seinni hálfleik. Þetta var brjálaður leikur,“ sagði Anzic eftir leikinn. Miðjumaðurinn skoraði tíu mörk í fyrri hálfleik og þrettán í þeim seinni. Norðmenn tóku Anzic úr umferð í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki. Aldrei hefur leikmaður skorað jafn mörg mörk í einum og sama leiknum á HM U-19 ára og Anzic í gær. Eom Hyo-won frá Suður-Kóreu átti gamla metið sem voru átján mörk. Anzic bætti það um fimm mörk í leiknum í gær. Færeyingurinn Óli Mittún skoraði sautján mörk gegn Svíum á síðasta heimsmeistaramóti leikmanna nítján ára og yngri og íslenski hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimmtán mörk í einum leik á HM 2015. Þrátt fyrir magnaða og sögulega frammistöðu var Anzic svekktur eftir leikinn gegn Noregi enda á Slóvenía afar litla möguleika á að komast í átta liða úrslit mótsins. „Við leiddum nánast allan seinni hálfleikinn með 1-2 mörkum svo þetta var jafnt. Á síðustu tíu mínútunum vorum við þremur mörkum yfir en skoruðum síðan ekki í fjórar mínútur. Það gerði held ég útslagið,“ sagði Anzic. Hann hefur haft í nægu að snúast í sumar en hann lék einnig á HM U-21 árs. Þar skoraði Anzic 61 mark og var þriðji markahæsti leikmaður mótsins þrátt fyrir að vera yngsti leikmaður þess. Hann hefur nú skorað 39 mörk á HM U-19 ára og er næstmarkahæstur á eftir Norðmanninum Vetle Mellemstrand Bore. Anzic, sem fæddist 12. febrúar 2008, er á mála hjá Celje Pivovarna Lasko í heimalandinu. Móðir hans, Alenka, er forseti Celje og faðir hans, Alen, er markvarðaþjálfari liðsins. Slóvenar eru skiljanlega spenntir fyrir framtíð Anzic og hann hefur meðal annars verið kallaður Lamine Yamal slóvensks handbolta eftir spænska fótboltaundrinu hjá Barcelona.
Handbolti Slóvenía Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira