„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. ágúst 2025 07:28 Guðrún Björk er til vinstri á myndinni en til hægri má sjá hvernig gervigreindin sér Díönu prinsessu fyrir sér, hefði hún lifað. Myndin var „framkölluð“ af lögmanninum og ljósmyndaranum Alper Yesiltas. „Rödd og ásjóna er órjúfandi hluti af tilvist og atvinnu tónlistarfólks. Ef hver sem er getur farið að gefa út hljóðrit sem líkja eftir röddum listafólks án heimildar er verið að svipta það atvinnuöryggi sínu.“ Þetta segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs, sem hafa ásamt öðrum samtökum höfunda, flytjenda og útgefenda skorað á Loga Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, að beita sér fyrir löggjöf sem verndar Íslendinga frá djúpfölsunum. Í erindinu er vísað til svokallaðrar „dönsku leiðar“ en stjórnvöld í Danmörku eru með í smíðum frumvarp sem myndi veita öllum einstaklingum réttinn yfir eigin persónu, eða ásjónu, og rödd. Ætlunin er að veita fólki vernd gegn djúpfölsunum með gervigreind og tryggja þeim úrræði til að leita réttar síns. „Djúpfölsun eftirgerðar lífeinkenna getur haft verulegt tjón í för með sér fyrir alla þá sem verða fyrir slíku, en í tilviki listamanna sem hafa lifibrauð sitt af sinni rödd og að koma fram fyrir áhorfendur, er slík djúpfölsun enn alvarlegri þar sem með slíku er hreinlega hægt að kippa fótunum undan ferli þeirra og í raun fara í samkeppni við þá sjálfa með misnotkun á persónueinkennum þeirra svo sem og höfundareinkennum,“ segir meðal annars í erindinu. Það er undirritað af forsvarsmönnum STEFs, Myndstefs, Innheimtumiðstöðvar rétthafa, Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda, Hagþenkis og Félags leikstjóra á Íslandi. Löggjöf hugsanlega eina úrræðið Guðrún Björk segir félagsmenn STEFs fyrst og fremst hafa áhyggjur af heimildarlausri notkun höfundarverka félagsmanna til þjálfunar „spunagreindarmódela“ en heimildarlaus notkun ímyndar sé annar angi af sama vandamáli. Hún segir þjálfun gervigreindarmódela án heimildar „stærsta þjófnað á höfundarrétti í sögunni“. Rétthafasamtök á Norðurlöndunum kynntu í vor sameiginlega stefnu um leyfisveitingar, þar sem þess er meðal annars krafist að fyrirtæki sem nota höfundaréttarvarið efni til að þjálfa gervigreindarmódel fái til þess leyfi. Guðrún Björk segir fyrirtækin ekki hafa sýnt mikinn vilja til þess og hugsanlega sé löggjöf eina leiðin til að tryggja hagsmuni rétthafa. „Við vitum að tæknin í dag býður upp á þann möguleika að velja í raun hvaða rödd sem er, svo lengi sem hægt er að nálgast nægilegt magn af upptökum með röddinni, og framleiða hljóðrit sem líkir eftir viðkomandi rödd,“ segir Guðrún Björk spurð að því hvort félagar séu farnir að verða fyrir barðinu á djúpfölsunum. Hún segist þó aðeins muna eftir einu tilfelli; lagi með Magga Mix þar sem hermt var eftir röddu tónlistarkonunnar Bríetar. Í áðurnefndu erindi til ráðherra er annað dæmi rifjað upp; þegar endurgerð af Hemma Gunn birtist í áramótaskaupi Ríkisútvarpsins. Einn möguleikinn að fella persónueinkenni undir höfundalög „Það var mjög áhugavert að sjá þetta frumkvæði Dana og vilja þeirra til að styrkja lagarammann hvað varðar þessi atriði,“ segir Guðrún Björk. „Það sem við viljum fyrst og fremst sjá er að það verði skýrt kveðið á um það í lögum að heimildarlaus notkun raddar og ásjónu sé ólögmæt og að til staðar verði áhrifarík og fljótvirk leið til að bregðast við slíkum brotum.“ Samtökin segja í erindi sínu til ráðherra að hugsanlega mætti fella persónueinkenni undir höfundalög og þar með undir svonefnda DSM tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins um höfundarétt og skyld réttindi á stafræna innri markaðnum. Þar er kveðið á um skyldu efnisdeiliþjónustuveitenda til að „skyldu efnisdeiliþjónustuveitenda til þess að grípa til tafarlausra aðgerða, eftir að þeim hefur borist fullnægjandi rökstudd tilkynning frá rétthöfum, til að hindra aðgang að verkunum eða öðru efni sem tilkynnt var um eða fjarlægja þau af vefsetrum sínum,“ eins og það er orðað í erindinu. Þess ber að geta að Danir leiða ráð Evrópusambandsins fram að áramótum og hyggjast nýta tækifærið til að kynna hugmyndir sínar fyrir öðrum Evrópuríkjum. Danmörk Höfundar- og hugverkaréttur Gervigreind Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira
Þetta segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs, sem hafa ásamt öðrum samtökum höfunda, flytjenda og útgefenda skorað á Loga Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, að beita sér fyrir löggjöf sem verndar Íslendinga frá djúpfölsunum. Í erindinu er vísað til svokallaðrar „dönsku leiðar“ en stjórnvöld í Danmörku eru með í smíðum frumvarp sem myndi veita öllum einstaklingum réttinn yfir eigin persónu, eða ásjónu, og rödd. Ætlunin er að veita fólki vernd gegn djúpfölsunum með gervigreind og tryggja þeim úrræði til að leita réttar síns. „Djúpfölsun eftirgerðar lífeinkenna getur haft verulegt tjón í för með sér fyrir alla þá sem verða fyrir slíku, en í tilviki listamanna sem hafa lifibrauð sitt af sinni rödd og að koma fram fyrir áhorfendur, er slík djúpfölsun enn alvarlegri þar sem með slíku er hreinlega hægt að kippa fótunum undan ferli þeirra og í raun fara í samkeppni við þá sjálfa með misnotkun á persónueinkennum þeirra svo sem og höfundareinkennum,“ segir meðal annars í erindinu. Það er undirritað af forsvarsmönnum STEFs, Myndstefs, Innheimtumiðstöðvar rétthafa, Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda, Hagþenkis og Félags leikstjóra á Íslandi. Löggjöf hugsanlega eina úrræðið Guðrún Björk segir félagsmenn STEFs fyrst og fremst hafa áhyggjur af heimildarlausri notkun höfundarverka félagsmanna til þjálfunar „spunagreindarmódela“ en heimildarlaus notkun ímyndar sé annar angi af sama vandamáli. Hún segir þjálfun gervigreindarmódela án heimildar „stærsta þjófnað á höfundarrétti í sögunni“. Rétthafasamtök á Norðurlöndunum kynntu í vor sameiginlega stefnu um leyfisveitingar, þar sem þess er meðal annars krafist að fyrirtæki sem nota höfundaréttarvarið efni til að þjálfa gervigreindarmódel fái til þess leyfi. Guðrún Björk segir fyrirtækin ekki hafa sýnt mikinn vilja til þess og hugsanlega sé löggjöf eina leiðin til að tryggja hagsmuni rétthafa. „Við vitum að tæknin í dag býður upp á þann möguleika að velja í raun hvaða rödd sem er, svo lengi sem hægt er að nálgast nægilegt magn af upptökum með röddinni, og framleiða hljóðrit sem líkir eftir viðkomandi rödd,“ segir Guðrún Björk spurð að því hvort félagar séu farnir að verða fyrir barðinu á djúpfölsunum. Hún segist þó aðeins muna eftir einu tilfelli; lagi með Magga Mix þar sem hermt var eftir röddu tónlistarkonunnar Bríetar. Í áðurnefndu erindi til ráðherra er annað dæmi rifjað upp; þegar endurgerð af Hemma Gunn birtist í áramótaskaupi Ríkisútvarpsins. Einn möguleikinn að fella persónueinkenni undir höfundalög „Það var mjög áhugavert að sjá þetta frumkvæði Dana og vilja þeirra til að styrkja lagarammann hvað varðar þessi atriði,“ segir Guðrún Björk. „Það sem við viljum fyrst og fremst sjá er að það verði skýrt kveðið á um það í lögum að heimildarlaus notkun raddar og ásjónu sé ólögmæt og að til staðar verði áhrifarík og fljótvirk leið til að bregðast við slíkum brotum.“ Samtökin segja í erindi sínu til ráðherra að hugsanlega mætti fella persónueinkenni undir höfundalög og þar með undir svonefnda DSM tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins um höfundarétt og skyld réttindi á stafræna innri markaðnum. Þar er kveðið á um skyldu efnisdeiliþjónustuveitenda til að „skyldu efnisdeiliþjónustuveitenda til þess að grípa til tafarlausra aðgerða, eftir að þeim hefur borist fullnægjandi rökstudd tilkynning frá rétthöfum, til að hindra aðgang að verkunum eða öðru efni sem tilkynnt var um eða fjarlægja þau af vefsetrum sínum,“ eins og það er orðað í erindinu. Þess ber að geta að Danir leiða ráð Evrópusambandsins fram að áramótum og hyggjast nýta tækifærið til að kynna hugmyndir sínar fyrir öðrum Evrópuríkjum.
Danmörk Höfundar- og hugverkaréttur Gervigreind Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Fleiri fréttir Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Sjá meira