„Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2025 22:31 Donald Trump með þeim Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, og Pam Bondi, dómsmálaráðherra, í Hvíta húsinu í dag. AP/Alex Brandon Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í dag fundinum sem hann mun eiga með Vladimír Pútín, kollega sínum í Rússlandi, sem „þreifingafundi“. Þeir muni ræða „skipti á landsvæði“ milli Úkraínumanna og Rússa og lýsti hann einnig yfir vonbrigðum með Pútín í tengslum við friðarviðræður. Þá gagnrýndi Trump einnig Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, fyrir ummæli um að hann gæti ekki, samkvæmt stjórnarskrá Úkraínu, látið landsvæði af hendi án þjóðaratkvæðagreiðslu. Trump gaf einnig í skyn að innrás Rússa í Úkraínu væri Selenskí að kenna, ekki Rússum. „Hann er með samþykki til að fara í stríð og drepa alla en þarf samþykki til að skiptast á landi. Því það mun þurfa að skipta á landsvæði. Ég veit það gegnum Rússland og gegnum samtöl við alla,“ sagði Trump meðal annars, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Trump: "I get along with Zelenskyy. But you know, I disagree with what he's done. Very, very severely disagree. This is a war that should have never happened ... I was a little bothered by the fact that Zelenskyy was saying, 'Well, I have to get constitutional approval.' I mean,… pic.twitter.com/Bvl4J4RlEY— Aaron Rupar (@atrupar) August 11, 2025 Trump sagði einnig að skipti á landsvæðum yrðu bæði góð og slæm fyrir Úkraínumenn og Rússa. Rússar hefðu hernumið stóran hluta Úkarínu og að miklu leyti strandlengju ríkisins, sem er rétt. Trump: There will be some land swapping going on. I know that through Russia and through conversations with everybody—for the good of Ukraine. Good stuff, not bad stuff. Also some bad stuff for both. So its good and there's bad, but it's very complex You have lines that are… pic.twitter.com/ptmtjZru8p— Acyn (@Acyn) August 11, 2025 Þetta var meðal þess sem Trump sagði á blaðamannafundi í dag, þar sem hann var aðallega að ræða yfirtöku alríkisins á löggæslu í Washington DC og boða svipaðar aðgerðir í fleiri borgum Bandaríkjanna, ræddi Trump einnig um fundinn á föstudaginn, sem á að fara fram í Alaska. Hann sagði Pútín hafa boðið sér og að hann vildi líklega frið. Trump viðurkenndi þó að hann hefði sagt það um Pútín nokkrum sinnum áður að undanförnu, án þess þó að friður kæmist á. Sjá einnig: Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Stutt er síðan Trump gaf Pútín stuttan frest til að semja um frið, annars myndi hann herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Þá gagnrýndi Trump Pútín fyrir að gefa í skyn við sig að hann vildi frið en gera svo strax mannskæðar árásir á óbreytta borgara í Úkraínu. „Við héldum nokkrum sinnum að við værum að ljúka þessu en þá byrjaði Pútín að skjóta eldflaugum inn í einhverja borg, eins og Kiyv, og drepur mikið af fólki á elliheimili eða einhvers staðar. Við erum með lík um alla götuna,“ sagði Trump í Skotlandi í síðasta mánuði. Sjá einnig: Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín Á einum tímapunkti sagði Trump að hann myndi líklega vita það á fyrstu tveimur mínútunum með Pútín, hvort friður væri mögulegur. Þegar hann var spurður hvernig sagði hann: „Af því að þetta er það sem ég geri. Ég geri samninga.“ Eins og sjá má í samantektarmyndbandi AP fréttaveitunnar, þar sem nokkur ummæli hans um Úkraínu hafa verið tekin saman, sagði Trump að ef hann gæti gert sanngjarnt samkomulag myndi hann fara með það til leiðtoga Evrópu og NATO en fyrst myndi hann ræða við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Hann sagðist seinna meir vilja koma Selenskí og Pútín saman í herbergi. Selenskí og fleiri hafa ítrekað kallað eftir slíkum fundi en Pútín hefur hafnað því. Óttast afleik Trumps Ráðamenn í Evrópu eru sagðir hafa áhyggjur af því hve óljós ummæli frá Trump-liðum hafa verið undanfarna daga, varðandi kröfur Pútíns og skilyrði hans fyrir vopnahléi. Samkvæmt Guardian snýst óttinn að miklu leyti um að Trump muni reyna að skuldbinda Úkraínumenn til óásættanlegra skilyrða. Útlit er fyrir að nokkrir evrópskir þjóðarleiðtogar og Selenskí muni eiga fjarfund á miðvikudaginn. Trump hefur verið boðið á fundinn en óljóst er hvort hann muni taka þátt. Til stendur að nota fundinn til að leggja línurnar fyrir viðræður Trumps og Pútíns á föstudaginn. Markmið Rússa og kröfur þeirra í garð Úkraínumanna virðast lítið hafa breyst frá því innrás þeirra hófst í febrúar 2022. Úkraínumenn hafa ítrekað sagt þessar kröfur vera óásættanlegar þar sem þær geri ríkið berskjaldað gegn annarri innrás og að Úkraína verði í raun leppríki Rússlands. Um uppgjöf væri að ræða. Sjá einnig: Með sömu óásættanlegu kröfurnar Þá sagði Pútín á dögunum að innrásina í Úkraínu þyrfti að ræða í samhengi fyrir öryggi allrar Evrópu. Í fyrri ummælum hefur Pútín látið sambærileg orð falla um kröfu sína um að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr Atlantshafsbandalaginu. Fyrir innrásina í Úkraínu krafðist Pútín þess að Úkraínu yrði meinaður aðgangur að NATO og að bandalagið myndi flytja alla hermenn og búnað úr aðildarríkjum sem gengu til liðs við bandalagið eftir 1997. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin, sem hafa varað við því að Rússar vilji auka umsvif sín á svæðinu og draga úr fullveldi þeirra. Bandaríkin Donald Trump Rússland Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna segir fund Selenskí Úkraínuforseta og Pútíns Rússlandsforseta í bígerð. Það sé spurning um hvenær en ekki hvort. 10. ágúst 2025 21:04 Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Norðurlönd og Eystrasaltsríkin lýsa í sameiginlegri yfirlýsingu yfir stuðningi við fullveldi Úkraínu í aðdraganda fundar Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 10. ágúst 2025 17:53 Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og Rússlandi furðar sig á aðdraganda fyrirhugaðs leiðtogafundar forseta ríkjanna tveggja. Hann vonar að fundurinn reynist óþarfur, þar sem hann kunni að gera málstað Úkraínu ógagn frekar en nokkuð annað. 10. ágúst 2025 15:25 Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Varaforseti Bandaríkjanna og utanríkisráðherra Bretlands funduðu í dag á Englandi og ræddu þeir nýjustu vendingarnar í stríði Úkraínu og Rússlands, nefnilega tilvonandi fund Bandaríkja- og Rússlandsforseta í Alaska næsta föstudag. Úkraínskir ráðamenn og evrópskir þjóðaröryggisráðgjafar voru einnig viðstaddir fundinn. 9. ágúst 2025 23:29 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Þá gagnrýndi Trump einnig Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, fyrir ummæli um að hann gæti ekki, samkvæmt stjórnarskrá Úkraínu, látið landsvæði af hendi án þjóðaratkvæðagreiðslu. Trump gaf einnig í skyn að innrás Rússa í Úkraínu væri Selenskí að kenna, ekki Rússum. „Hann er með samþykki til að fara í stríð og drepa alla en þarf samþykki til að skiptast á landi. Því það mun þurfa að skipta á landsvæði. Ég veit það gegnum Rússland og gegnum samtöl við alla,“ sagði Trump meðal annars, eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi. Trump: "I get along with Zelenskyy. But you know, I disagree with what he's done. Very, very severely disagree. This is a war that should have never happened ... I was a little bothered by the fact that Zelenskyy was saying, 'Well, I have to get constitutional approval.' I mean,… pic.twitter.com/Bvl4J4RlEY— Aaron Rupar (@atrupar) August 11, 2025 Trump sagði einnig að skipti á landsvæðum yrðu bæði góð og slæm fyrir Úkraínumenn og Rússa. Rússar hefðu hernumið stóran hluta Úkarínu og að miklu leyti strandlengju ríkisins, sem er rétt. Trump: There will be some land swapping going on. I know that through Russia and through conversations with everybody—for the good of Ukraine. Good stuff, not bad stuff. Also some bad stuff for both. So its good and there's bad, but it's very complex You have lines that are… pic.twitter.com/ptmtjZru8p— Acyn (@Acyn) August 11, 2025 Þetta var meðal þess sem Trump sagði á blaðamannafundi í dag, þar sem hann var aðallega að ræða yfirtöku alríkisins á löggæslu í Washington DC og boða svipaðar aðgerðir í fleiri borgum Bandaríkjanna, ræddi Trump einnig um fundinn á föstudaginn, sem á að fara fram í Alaska. Hann sagði Pútín hafa boðið sér og að hann vildi líklega frið. Trump viðurkenndi þó að hann hefði sagt það um Pútín nokkrum sinnum áður að undanförnu, án þess þó að friður kæmist á. Sjá einnig: Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Stutt er síðan Trump gaf Pútín stuttan frest til að semja um frið, annars myndi hann herða refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Þá gagnrýndi Trump Pútín fyrir að gefa í skyn við sig að hann vildi frið en gera svo strax mannskæðar árásir á óbreytta borgara í Úkraínu. „Við héldum nokkrum sinnum að við værum að ljúka þessu en þá byrjaði Pútín að skjóta eldflaugum inn í einhverja borg, eins og Kiyv, og drepur mikið af fólki á elliheimili eða einhvers staðar. Við erum með lík um alla götuna,“ sagði Trump í Skotlandi í síðasta mánuði. Sjá einnig: Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín Á einum tímapunkti sagði Trump að hann myndi líklega vita það á fyrstu tveimur mínútunum með Pútín, hvort friður væri mögulegur. Þegar hann var spurður hvernig sagði hann: „Af því að þetta er það sem ég geri. Ég geri samninga.“ Eins og sjá má í samantektarmyndbandi AP fréttaveitunnar, þar sem nokkur ummæli hans um Úkraínu hafa verið tekin saman, sagði Trump að ef hann gæti gert sanngjarnt samkomulag myndi hann fara með það til leiðtoga Evrópu og NATO en fyrst myndi hann ræða við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Hann sagðist seinna meir vilja koma Selenskí og Pútín saman í herbergi. Selenskí og fleiri hafa ítrekað kallað eftir slíkum fundi en Pútín hefur hafnað því. Óttast afleik Trumps Ráðamenn í Evrópu eru sagðir hafa áhyggjur af því hve óljós ummæli frá Trump-liðum hafa verið undanfarna daga, varðandi kröfur Pútíns og skilyrði hans fyrir vopnahléi. Samkvæmt Guardian snýst óttinn að miklu leyti um að Trump muni reyna að skuldbinda Úkraínumenn til óásættanlegra skilyrða. Útlit er fyrir að nokkrir evrópskir þjóðarleiðtogar og Selenskí muni eiga fjarfund á miðvikudaginn. Trump hefur verið boðið á fundinn en óljóst er hvort hann muni taka þátt. Til stendur að nota fundinn til að leggja línurnar fyrir viðræður Trumps og Pútíns á föstudaginn. Markmið Rússa og kröfur þeirra í garð Úkraínumanna virðast lítið hafa breyst frá því innrás þeirra hófst í febrúar 2022. Úkraínumenn hafa ítrekað sagt þessar kröfur vera óásættanlegar þar sem þær geri ríkið berskjaldað gegn annarri innrás og að Úkraína verði í raun leppríki Rússlands. Um uppgjöf væri að ræða. Sjá einnig: Með sömu óásættanlegu kröfurnar Þá sagði Pútín á dögunum að innrásina í Úkraínu þyrfti að ræða í samhengi fyrir öryggi allrar Evrópu. Í fyrri ummælum hefur Pútín látið sambærileg orð falla um kröfu sína um að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr Atlantshafsbandalaginu. Fyrir innrásina í Úkraínu krafðist Pútín þess að Úkraínu yrði meinaður aðgangur að NATO og að bandalagið myndi flytja alla hermenn og búnað úr aðildarríkjum sem gengu til liðs við bandalagið eftir 1997. Þar á meðal eru Pólland og Eystrasaltsríkin, sem hafa varað við því að Rússar vilji auka umsvif sín á svæðinu og draga úr fullveldi þeirra.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna segir fund Selenskí Úkraínuforseta og Pútíns Rússlandsforseta í bígerð. Það sé spurning um hvenær en ekki hvort. 10. ágúst 2025 21:04 Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Norðurlönd og Eystrasaltsríkin lýsa í sameiginlegri yfirlýsingu yfir stuðningi við fullveldi Úkraínu í aðdraganda fundar Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 10. ágúst 2025 17:53 Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og Rússlandi furðar sig á aðdraganda fyrirhugaðs leiðtogafundar forseta ríkjanna tveggja. Hann vonar að fundurinn reynist óþarfur, þar sem hann kunni að gera málstað Úkraínu ógagn frekar en nokkuð annað. 10. ágúst 2025 15:25 Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Varaforseti Bandaríkjanna og utanríkisráðherra Bretlands funduðu í dag á Englandi og ræddu þeir nýjustu vendingarnar í stríði Úkraínu og Rússlands, nefnilega tilvonandi fund Bandaríkja- og Rússlandsforseta í Alaska næsta föstudag. Úkraínskir ráðamenn og evrópskir þjóðaröryggisráðgjafar voru einnig viðstaddir fundinn. 9. ágúst 2025 23:29 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Sjá meira
Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna segir fund Selenskí Úkraínuforseta og Pútíns Rússlandsforseta í bígerð. Það sé spurning um hvenær en ekki hvort. 10. ágúst 2025 21:04
Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Norðurlönd og Eystrasaltsríkin lýsa í sameiginlegri yfirlýsingu yfir stuðningi við fullveldi Úkraínu í aðdraganda fundar Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 10. ágúst 2025 17:53
Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og Rússlandi furðar sig á aðdraganda fyrirhugaðs leiðtogafundar forseta ríkjanna tveggja. Hann vonar að fundurinn reynist óþarfur, þar sem hann kunni að gera málstað Úkraínu ógagn frekar en nokkuð annað. 10. ágúst 2025 15:25
Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Varaforseti Bandaríkjanna og utanríkisráðherra Bretlands funduðu í dag á Englandi og ræddu þeir nýjustu vendingarnar í stríði Úkraínu og Rússlands, nefnilega tilvonandi fund Bandaríkja- og Rússlandsforseta í Alaska næsta föstudag. Úkraínskir ráðamenn og evrópskir þjóðaröryggisráðgjafar voru einnig viðstaddir fundinn. 9. ágúst 2025 23:29
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent