Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. ágúst 2025 13:24 Hanna Katrín Friðriksson, ráðherra neytendamála, segir að það muni ekki standa á henni komi það í ljós að neytendalöggjöfin sé ekki nægilega skýr til að taka á bílastæðamálum. Vísir/sigurjon Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra og ráðherra neytendamála, segist ítrekað hafa lent í því að fá rukkun inn á heimabanka frá bílastæðafyrirtækjum sem hún viti ekki hvernig sé tilkomin, líkt og fjölmargir landsmenn. Hanna greindi frá þessu í Hádegisfréttum Bylgjunnar. Þrátt fyrir að Neytendastofa hafi í júní beint þeim fyrirmælum til fjögurra bílastæðafyrirtækja um að bæta upplýsingagjöf og samræma gjaldtöku við lög þá eru bílastæðamál enn umfangsmesti málaflokkur Neytendasamtakanna og fá fjölmargar kvartanir í hverri viku. Hanna Katrín tekur í færslu á Facebook dæmi sem hún þekkir um fjölskyldu í Grafarvogi sem fékk rukkun í heimabankann upp á 5.750 krónur eftir ferð um Snæfellsnes. Hún segir umrædda fjölskyldu hvorki hafa tekið eftir neinum merkjum um gjaldskyldu né hafi hún haft leiðbeiningar um hvernig skyldi bera sig að við greiðslu. Grunngjaldið var 1.000 krónur en í ljósi þess að það var ekki greitt innan sólarhrings bættist við 4.500 króna vangreiðslugjald og 250 króna færslugjald. „Neytendastofa hefur nú í töluverðan tíma verið að fá fjölda ábendinga frá fólki sem segir farir sínar ekki sléttar eftir að hafa nýtt sér bílastæði víðsvegar um landið. Fólk hefur ekki almennilega áttað sig á því annars vegar að um sé að ræða gjaldskyld stæði og ef það hefur áttað sig á því; hvernig ætti að borga og að það þurfi að gera innan sólarhrings því ef það er ekki gert þá leggjast á margföld gjöld til viðbótar.“ Hanna Katrín segist þekkja þetta af eigin raun. „Ég lagði í töluverða rannsóknarvinnu með tvo svona reikninga frá sitt hvoru fyrirtækinu og það þurfti töluvert grúsk til að ég áttaði mig á því um hvaða dag var að ræða og hvar bílnum hefði verið lagt og í bæði skiptin kom alveg í ljós að það var eðlilegt að greiða þarna gjöld en í staðinn fyrir að það væru sitthvorar þúsund krónurnar eins og gjaldtakan sjálf er þá var þetta orðið samtals yfir 10 þúsund krónur vegna þess að sá sem var með bílinn hafði ekki áttað sig á þessu. Þetta er náttúrulega ekki hugmyndin með bílastæðagjöldum og þessu þarf einfaldlega að kippa í lag,“ segir Hanna Katrín. Hvað er til ráða ef ákvarðanir neytendastofu duga ekki til? „Nú erum við að skoða málið, til þess að átta okkur á því nákvæmlega hvar þarf að skýra betur ábyrgð aðila og auðvitað þarf líka að vera tryggt að ekki bara verði gengið betur fram með upplýsingagjöf og öðru heldur þarf náttúrulega að tryggja að gjaldið sem tekið er sé í samræmi við gildandi lög og ég er líka að láta skoða það að ef lögunum er einhvers staðar ábótavant, ef einhverju þarf að breyta til að skýra betur ábyrgðina og tryggja neytendavernd þá göngum við auðvitað í það, af því að ég held það sé alveg ljóst og við sjáum það öll að þetta gengur ekki svona.“ Það mun ekki standa á þér ef í ljós kemur að þetta er ekki nægilega skýrt? „Sannarlega ekki og ég ætla bara að árétta það að það liggur auðvitað fyrir að þeir sem reka bílastæðið verða að geta tekið gjald fyrir veitta þjónustu en það verður að vera í samræmi við lög og reglur og það þarf að vera einhver skynsemi þar, neytendur eiga kröfu á því að þessi mál séu í lagi.“ Bílastæði Neytendur Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Fjölskylda í Grafarvogi fékk rukkun upp á tæplega sex þúsund krónur eftir að hafa lagt á bílastæði við Kirkjufell á Snæfellsnesi. Ráðherra segir fjölskylduna ekki hafa áttað sig á því að gjaldskylda væri á bílastæðinu. 11. ágúst 2025 11:06 „Það er svo mikið rugl í gangi“ Neytendasamtökin biðla til stjórnvalda að koma skikki á bílastæðamál hér á landi sem séu í algjörum ólestri. Fólk er hvatt til að krefjast endurgreiðslu á ólögmætum gjöldum sem bílastæðafyrirtæki leggja á. 14. júní 2025 21:23 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Sjá meira
Þrátt fyrir að Neytendastofa hafi í júní beint þeim fyrirmælum til fjögurra bílastæðafyrirtækja um að bæta upplýsingagjöf og samræma gjaldtöku við lög þá eru bílastæðamál enn umfangsmesti málaflokkur Neytendasamtakanna og fá fjölmargar kvartanir í hverri viku. Hanna Katrín tekur í færslu á Facebook dæmi sem hún þekkir um fjölskyldu í Grafarvogi sem fékk rukkun í heimabankann upp á 5.750 krónur eftir ferð um Snæfellsnes. Hún segir umrædda fjölskyldu hvorki hafa tekið eftir neinum merkjum um gjaldskyldu né hafi hún haft leiðbeiningar um hvernig skyldi bera sig að við greiðslu. Grunngjaldið var 1.000 krónur en í ljósi þess að það var ekki greitt innan sólarhrings bættist við 4.500 króna vangreiðslugjald og 250 króna færslugjald. „Neytendastofa hefur nú í töluverðan tíma verið að fá fjölda ábendinga frá fólki sem segir farir sínar ekki sléttar eftir að hafa nýtt sér bílastæði víðsvegar um landið. Fólk hefur ekki almennilega áttað sig á því annars vegar að um sé að ræða gjaldskyld stæði og ef það hefur áttað sig á því; hvernig ætti að borga og að það þurfi að gera innan sólarhrings því ef það er ekki gert þá leggjast á margföld gjöld til viðbótar.“ Hanna Katrín segist þekkja þetta af eigin raun. „Ég lagði í töluverða rannsóknarvinnu með tvo svona reikninga frá sitt hvoru fyrirtækinu og það þurfti töluvert grúsk til að ég áttaði mig á því um hvaða dag var að ræða og hvar bílnum hefði verið lagt og í bæði skiptin kom alveg í ljós að það var eðlilegt að greiða þarna gjöld en í staðinn fyrir að það væru sitthvorar þúsund krónurnar eins og gjaldtakan sjálf er þá var þetta orðið samtals yfir 10 þúsund krónur vegna þess að sá sem var með bílinn hafði ekki áttað sig á þessu. Þetta er náttúrulega ekki hugmyndin með bílastæðagjöldum og þessu þarf einfaldlega að kippa í lag,“ segir Hanna Katrín. Hvað er til ráða ef ákvarðanir neytendastofu duga ekki til? „Nú erum við að skoða málið, til þess að átta okkur á því nákvæmlega hvar þarf að skýra betur ábyrgð aðila og auðvitað þarf líka að vera tryggt að ekki bara verði gengið betur fram með upplýsingagjöf og öðru heldur þarf náttúrulega að tryggja að gjaldið sem tekið er sé í samræmi við gildandi lög og ég er líka að láta skoða það að ef lögunum er einhvers staðar ábótavant, ef einhverju þarf að breyta til að skýra betur ábyrgðina og tryggja neytendavernd þá göngum við auðvitað í það, af því að ég held það sé alveg ljóst og við sjáum það öll að þetta gengur ekki svona.“ Það mun ekki standa á þér ef í ljós kemur að þetta er ekki nægilega skýrt? „Sannarlega ekki og ég ætla bara að árétta það að það liggur auðvitað fyrir að þeir sem reka bílastæðið verða að geta tekið gjald fyrir veitta þjónustu en það verður að vera í samræmi við lög og reglur og það þarf að vera einhver skynsemi þar, neytendur eiga kröfu á því að þessi mál séu í lagi.“
Bílastæði Neytendur Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Fjölskylda í Grafarvogi fékk rukkun upp á tæplega sex þúsund krónur eftir að hafa lagt á bílastæði við Kirkjufell á Snæfellsnesi. Ráðherra segir fjölskylduna ekki hafa áttað sig á því að gjaldskylda væri á bílastæðinu. 11. ágúst 2025 11:06 „Það er svo mikið rugl í gangi“ Neytendasamtökin biðla til stjórnvalda að koma skikki á bílastæðamál hér á landi sem séu í algjörum ólestri. Fólk er hvatt til að krefjast endurgreiðslu á ólögmætum gjöldum sem bílastæðafyrirtæki leggja á. 14. júní 2025 21:23 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Sjá meira
Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Fjölskylda í Grafarvogi fékk rukkun upp á tæplega sex þúsund krónur eftir að hafa lagt á bílastæði við Kirkjufell á Snæfellsnesi. Ráðherra segir fjölskylduna ekki hafa áttað sig á því að gjaldskylda væri á bílastæðinu. 11. ágúst 2025 11:06
„Það er svo mikið rugl í gangi“ Neytendasamtökin biðla til stjórnvalda að koma skikki á bílastæðamál hér á landi sem séu í algjörum ólestri. Fólk er hvatt til að krefjast endurgreiðslu á ólögmætum gjöldum sem bílastæðafyrirtæki leggja á. 14. júní 2025 21:23