Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. ágúst 2025 15:25 Albert furðar sig á aðdraganda fundarins og segir hann bera vott um viðvaningshátt í Washington. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og Rússlandi furðar sig á aðdraganda fyrirhugaðs leiðtogafundar forseta ríkjanna tveggja. Hann vonar að fundurinn reynist óþarfur, þar sem hann kunni að gera málstað Úkraínu ógagn frekar en nokkuð annað. Hvíta húsið hefur til skoðunar hvort bjóða eigi Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á friðarviðræðufund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Alaska á föstudag. Trump hafði áður lagt það til við Pútín að Selenskí fengi sæti við borðið, en Rússlandsforseti hafði þvertekið fyrir það. Úr varð að fundurinn færi fram án nokkurrar aðkomu fulltrúa frá Úkraínu, en nú virðist stefnubreyting vera til skoðunar. Þetta hafa blaðamenn NBC eftir þremur heimildum. Þrátt fyrir að möguleiki sé á að Selenskí mæti á fundi í Alaska er ekki ljóst hvort hann og Pútín yrðu nokkurn tímann í sama rými. Viðvaningsháttur og planleysi Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, segir aðdraganda fundarins og hringlandahátt með mögulega mætingu Selenskís sæta furðu. „Og hefur allan blæ af viðvaningshætti og sætir auðvitað víða mikilli gagnrýni. Þar á meðal frá leiðtogum Evrópuríkja, skiljanlega. Þetta snýst ekki bara um Úkraínu, þetta snýst um öryggi Evrópu,“ segir Albert. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar virðist stjórn Trumps ekki hafa neitt plan um hvernig haldið verði á málum Úkraínu. „Enn minna plan heldur en fyrirrennararnir, og þeir stóðu sig nú ekki sérstaklega vel hvað varðaði Úkraínu. Svo á bara að treysta á, ég veit ekki hvað, snilligáfu [Trumps]. Það eru engar gagnrýnisraddir í kringum hann, greinilega. Það er einn veikleiki í þessu.“ Eftirgjöf lands geti ekki komið til greina Albert segir ekkert benda til þess að Rússar hafi slakað á kröfum sínum um að Úkraína verði innan áhrifasvæðið Rússa, og missi í reynd fullveldi sitt. „Þetta hefur ekkert með öryggi Rússlands að gera. Það stendur engin ógn frá Úkraínu að öryggi Rússa. Þannig að þetta er hið undarlegasta mál, þessi fyrirhugaði fundur. Enn og aftur: Hver er strategían, hvert er planið hjá Trump-stjórninni? Ég get ekki séð það.“ Trump hefur sagt að mögulegt friðarsamkomulag myndi fela í sér skiptingu á landsvæðum, en Selenskí hefur haldði fast við þá stefnu að Úkraína muni ekki gefa eftir land. „Ef það á að halda því til streitu að Úkraína gefi eftir land, það auðvitað kemur ekki til greina. Eina leiðin út úr þessu, og það þarf ekki leiðtogafund til að gera það, er að stoppa málið. Koma á vopnahléi. Þetta er ekki eitthvað sem Úkraínumönnum líkar, mér eða öðrum. En þetta er skásti kosturinn í stöðunni. Koma á vopnahléi, en þar er talað um að frysta átökin.“ Nýta verði tímann meðan vopnahlé vari til að vígvæða Úkraínu, treysta efnahag landsins og tryggja öryggi þess. „En það hefur ekkert með þennan leiðtogafund að gera. Hann er, held ég, bara óþarfur. Vonandi er hann óþarfur en ekki til skaða.“ Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Hvíta húsið hefur til skoðunar hvort bjóða eigi Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á friðarviðræðufund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Alaska á föstudag. Trump hafði áður lagt það til við Pútín að Selenskí fengi sæti við borðið, en Rússlandsforseti hafði þvertekið fyrir það. Úr varð að fundurinn færi fram án nokkurrar aðkomu fulltrúa frá Úkraínu, en nú virðist stefnubreyting vera til skoðunar. Þetta hafa blaðamenn NBC eftir þremur heimildum. Þrátt fyrir að möguleiki sé á að Selenskí mæti á fundi í Alaska er ekki ljóst hvort hann og Pútín yrðu nokkurn tímann í sama rými. Viðvaningsháttur og planleysi Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, segir aðdraganda fundarins og hringlandahátt með mögulega mætingu Selenskís sæta furðu. „Og hefur allan blæ af viðvaningshætti og sætir auðvitað víða mikilli gagnrýni. Þar á meðal frá leiðtogum Evrópuríkja, skiljanlega. Þetta snýst ekki bara um Úkraínu, þetta snýst um öryggi Evrópu,“ segir Albert. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar virðist stjórn Trumps ekki hafa neitt plan um hvernig haldið verði á málum Úkraínu. „Enn minna plan heldur en fyrirrennararnir, og þeir stóðu sig nú ekki sérstaklega vel hvað varðaði Úkraínu. Svo á bara að treysta á, ég veit ekki hvað, snilligáfu [Trumps]. Það eru engar gagnrýnisraddir í kringum hann, greinilega. Það er einn veikleiki í þessu.“ Eftirgjöf lands geti ekki komið til greina Albert segir ekkert benda til þess að Rússar hafi slakað á kröfum sínum um að Úkraína verði innan áhrifasvæðið Rússa, og missi í reynd fullveldi sitt. „Þetta hefur ekkert með öryggi Rússlands að gera. Það stendur engin ógn frá Úkraínu að öryggi Rússa. Þannig að þetta er hið undarlegasta mál, þessi fyrirhugaði fundur. Enn og aftur: Hver er strategían, hvert er planið hjá Trump-stjórninni? Ég get ekki séð það.“ Trump hefur sagt að mögulegt friðarsamkomulag myndi fela í sér skiptingu á landsvæðum, en Selenskí hefur haldði fast við þá stefnu að Úkraína muni ekki gefa eftir land. „Ef það á að halda því til streitu að Úkraína gefi eftir land, það auðvitað kemur ekki til greina. Eina leiðin út úr þessu, og það þarf ekki leiðtogafund til að gera það, er að stoppa málið. Koma á vopnahléi. Þetta er ekki eitthvað sem Úkraínumönnum líkar, mér eða öðrum. En þetta er skásti kosturinn í stöðunni. Koma á vopnahléi, en þar er talað um að frysta átökin.“ Nýta verði tímann meðan vopnahlé vari til að vígvæða Úkraínu, treysta efnahag landsins og tryggja öryggi þess. „En það hefur ekkert með þennan leiðtogafund að gera. Hann er, held ég, bara óþarfur. Vonandi er hann óþarfur en ekki til skaða.“
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent