Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. ágúst 2025 15:25 Albert furðar sig á aðdraganda fundarins og segir hann bera vott um viðvaningshátt í Washington. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og Rússlandi furðar sig á aðdraganda fyrirhugaðs leiðtogafundar forseta ríkjanna tveggja. Hann vonar að fundurinn reynist óþarfur, þar sem hann kunni að gera málstað Úkraínu ógagn frekar en nokkuð annað. Hvíta húsið hefur til skoðunar hvort bjóða eigi Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á friðarviðræðufund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Alaska á föstudag. Trump hafði áður lagt það til við Pútín að Selenskí fengi sæti við borðið, en Rússlandsforseti hafði þvertekið fyrir það. Úr varð að fundurinn færi fram án nokkurrar aðkomu fulltrúa frá Úkraínu, en nú virðist stefnubreyting vera til skoðunar. Þetta hafa blaðamenn NBC eftir þremur heimildum. Þrátt fyrir að möguleiki sé á að Selenskí mæti á fundi í Alaska er ekki ljóst hvort hann og Pútín yrðu nokkurn tímann í sama rými. Viðvaningsháttur og planleysi Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, segir aðdraganda fundarins og hringlandahátt með mögulega mætingu Selenskís sæta furðu. „Og hefur allan blæ af viðvaningshætti og sætir auðvitað víða mikilli gagnrýni. Þar á meðal frá leiðtogum Evrópuríkja, skiljanlega. Þetta snýst ekki bara um Úkraínu, þetta snýst um öryggi Evrópu,“ segir Albert. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar virðist stjórn Trumps ekki hafa neitt plan um hvernig haldið verði á málum Úkraínu. „Enn minna plan heldur en fyrirrennararnir, og þeir stóðu sig nú ekki sérstaklega vel hvað varðaði Úkraínu. Svo á bara að treysta á, ég veit ekki hvað, snilligáfu [Trumps]. Það eru engar gagnrýnisraddir í kringum hann, greinilega. Það er einn veikleiki í þessu.“ Eftirgjöf lands geti ekki komið til greina Albert segir ekkert benda til þess að Rússar hafi slakað á kröfum sínum um að Úkraína verði innan áhrifasvæðið Rússa, og missi í reynd fullveldi sitt. „Þetta hefur ekkert með öryggi Rússlands að gera. Það stendur engin ógn frá Úkraínu að öryggi Rússa. Þannig að þetta er hið undarlegasta mál, þessi fyrirhugaði fundur. Enn og aftur: Hver er strategían, hvert er planið hjá Trump-stjórninni? Ég get ekki séð það.“ Trump hefur sagt að mögulegt friðarsamkomulag myndi fela í sér skiptingu á landsvæðum, en Selenskí hefur haldði fast við þá stefnu að Úkraína muni ekki gefa eftir land. „Ef það á að halda því til streitu að Úkraína gefi eftir land, það auðvitað kemur ekki til greina. Eina leiðin út úr þessu, og það þarf ekki leiðtogafund til að gera það, er að stoppa málið. Koma á vopnahléi. Þetta er ekki eitthvað sem Úkraínumönnum líkar, mér eða öðrum. En þetta er skásti kosturinn í stöðunni. Koma á vopnahléi, en þar er talað um að frysta átökin.“ Nýta verði tímann meðan vopnahlé vari til að vígvæða Úkraínu, treysta efnahag landsins og tryggja öryggi þess. „En það hefur ekkert með þennan leiðtogafund að gera. Hann er, held ég, bara óþarfur. Vonandi er hann óþarfur en ekki til skaða.“ Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Hvíta húsið hefur til skoðunar hvort bjóða eigi Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á friðarviðræðufund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Alaska á föstudag. Trump hafði áður lagt það til við Pútín að Selenskí fengi sæti við borðið, en Rússlandsforseti hafði þvertekið fyrir það. Úr varð að fundurinn færi fram án nokkurrar aðkomu fulltrúa frá Úkraínu, en nú virðist stefnubreyting vera til skoðunar. Þetta hafa blaðamenn NBC eftir þremur heimildum. Þrátt fyrir að möguleiki sé á að Selenskí mæti á fundi í Alaska er ekki ljóst hvort hann og Pútín yrðu nokkurn tímann í sama rými. Viðvaningsháttur og planleysi Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, segir aðdraganda fundarins og hringlandahátt með mögulega mætingu Selenskís sæta furðu. „Og hefur allan blæ af viðvaningshætti og sætir auðvitað víða mikilli gagnrýni. Þar á meðal frá leiðtogum Evrópuríkja, skiljanlega. Þetta snýst ekki bara um Úkraínu, þetta snýst um öryggi Evrópu,“ segir Albert. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar virðist stjórn Trumps ekki hafa neitt plan um hvernig haldið verði á málum Úkraínu. „Enn minna plan heldur en fyrirrennararnir, og þeir stóðu sig nú ekki sérstaklega vel hvað varðaði Úkraínu. Svo á bara að treysta á, ég veit ekki hvað, snilligáfu [Trumps]. Það eru engar gagnrýnisraddir í kringum hann, greinilega. Það er einn veikleiki í þessu.“ Eftirgjöf lands geti ekki komið til greina Albert segir ekkert benda til þess að Rússar hafi slakað á kröfum sínum um að Úkraína verði innan áhrifasvæðið Rússa, og missi í reynd fullveldi sitt. „Þetta hefur ekkert með öryggi Rússlands að gera. Það stendur engin ógn frá Úkraínu að öryggi Rússa. Þannig að þetta er hið undarlegasta mál, þessi fyrirhugaði fundur. Enn og aftur: Hver er strategían, hvert er planið hjá Trump-stjórninni? Ég get ekki séð það.“ Trump hefur sagt að mögulegt friðarsamkomulag myndi fela í sér skiptingu á landsvæðum, en Selenskí hefur haldði fast við þá stefnu að Úkraína muni ekki gefa eftir land. „Ef það á að halda því til streitu að Úkraína gefi eftir land, það auðvitað kemur ekki til greina. Eina leiðin út úr þessu, og það þarf ekki leiðtogafund til að gera það, er að stoppa málið. Koma á vopnahléi. Þetta er ekki eitthvað sem Úkraínumönnum líkar, mér eða öðrum. En þetta er skásti kosturinn í stöðunni. Koma á vopnahléi, en þar er talað um að frysta átökin.“ Nýta verði tímann meðan vopnahlé vari til að vígvæða Úkraínu, treysta efnahag landsins og tryggja öryggi þess. „En það hefur ekkert með þennan leiðtogafund að gera. Hann er, held ég, bara óþarfur. Vonandi er hann óþarfur en ekki til skaða.“
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira