Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. ágúst 2025 08:53 Donald Trump Bandaríkjaforseti segist opinn fyrir þríhliðafundi með leiðtogum Rússlands og Úkraínu. EPA Hvíta húsið hefur til skoðunar hvort bjóða eigi Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á friðarviðræðufund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Alaska á föstudag. Blaðamenn NBC hafa eftir þremur heimildum að það sé til skoðunar í Hvíta húsinu hvort bjóða eigi Selenskí á fundinn í Alaska. Enn eigi eftir að taka ákvörðun um hugsanlega aðkomu Selenskí að fundinum að einn heimildarmaður segir miðlinum að það sé „algjörlega“ möguleiki á að Selenskí verði viðstaddur fundi í Alaska. Þrátt fyrir að Selenskí kæmi til Alaska eftir allt saman sé ekki ljóst hvort hann og Pútín yrðu nokkurn tímann í sama rými. Breska ríkisútvarpið hefur eftir embættismanni í Hvíta húsinu að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé tilbúinn að sitja þríhliða fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Volodimír Selenskí Úkraínuforseta. Sem stendur sé einungis á dagskrá að Trump og Pútín hittist tveir, líkt og Pútín hafði óskað eftir. Pútín hefur nokkrum sinnum áður hafnað því að mæta á beinan viðræðufund með Selenskí og Pútín og Selenskí hafa ekki hist í eigin persónu frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. Trump hefur áður sagt blaðamönnum að hann hafi lagt til að „byrja á Rússlandi“ og funda því einungis með Pútín áður en hann fundar með Selenskí. Landamærum ekki breytt með valdi Þegar greint var frá fyrirhuguðum fundi Pútín og Trump síðasta föstudag gaf Trump í skyn að til þess að friðarsamningar næðust þyrftu að vera einhverjar skiptingar á landsvæði. Selenskí brást harkalega við þeim ummælum. „Við ætlum ekki að verðlauna Rússum fyrir það sem þeir hafa gert okkur,“ sagði Selenskí í færslu á Telegram. Hann sagði að allar ákvarðanir sem yrðu teknar án aðkomu Úkraínu væru dauðadæmdar. Hugmyndir Rússa fælust í raun í skiptum á úkraínsku landsvæði fyrir landsvæði í eigu Úkraínu. „Og afleiðingarnar tryggja að Rússar verða þá í enn hentugri stöðu til þess að halda stríðinu áfram,“ skrifar Selenskí. CBS greindi frá því í gær að Trump væri að gera tilraun til að fá leiðtoga Evrópuríkja í lið með sér til að samþykkja ályktun sem fæli í sér að Rússland fengi Donbassvæðisins, sem nær yfir stóran hluta bæði Lúhansk- og Dónetskhéraðs. Þar að auki fengi Rússland að halda yfirráðum yfir Krímskaga. Þjóðarleiðtogar Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Þýskalands, Póllands og Finnlands og framkvæmdastjórn Evrópuráðsins sendu í gærkvöldi frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir segja ótækt að funda um lok á innrásarstríði Rússa í Úkraínu án aðkomu Úkraínu. Friðarviðræður komi til með að ganga upp án þess að fulltrúi Úkraínu sé við samningaborðið. Í yfirlýsingu þjóðarleiðtoganna er ítrekað að alþjóðlegum landamærum megi ekki breyta með valdi. „Úkraína hefur frelsi til að ákveða hver sín örlög eru,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er ítrekað að hlutaðeigandi ríki komi til með að halda sínum stuðningi við Úkraínu áfram, í alþjóðasamskiptum, hernaðarlega og fjárhagslega. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira
Blaðamenn NBC hafa eftir þremur heimildum að það sé til skoðunar í Hvíta húsinu hvort bjóða eigi Selenskí á fundinn í Alaska. Enn eigi eftir að taka ákvörðun um hugsanlega aðkomu Selenskí að fundinum að einn heimildarmaður segir miðlinum að það sé „algjörlega“ möguleiki á að Selenskí verði viðstaddur fundi í Alaska. Þrátt fyrir að Selenskí kæmi til Alaska eftir allt saman sé ekki ljóst hvort hann og Pútín yrðu nokkurn tímann í sama rými. Breska ríkisútvarpið hefur eftir embættismanni í Hvíta húsinu að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé tilbúinn að sitja þríhliða fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Volodimír Selenskí Úkraínuforseta. Sem stendur sé einungis á dagskrá að Trump og Pútín hittist tveir, líkt og Pútín hafði óskað eftir. Pútín hefur nokkrum sinnum áður hafnað því að mæta á beinan viðræðufund með Selenskí og Pútín og Selenskí hafa ekki hist í eigin persónu frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022. Trump hefur áður sagt blaðamönnum að hann hafi lagt til að „byrja á Rússlandi“ og funda því einungis með Pútín áður en hann fundar með Selenskí. Landamærum ekki breytt með valdi Þegar greint var frá fyrirhuguðum fundi Pútín og Trump síðasta föstudag gaf Trump í skyn að til þess að friðarsamningar næðust þyrftu að vera einhverjar skiptingar á landsvæði. Selenskí brást harkalega við þeim ummælum. „Við ætlum ekki að verðlauna Rússum fyrir það sem þeir hafa gert okkur,“ sagði Selenskí í færslu á Telegram. Hann sagði að allar ákvarðanir sem yrðu teknar án aðkomu Úkraínu væru dauðadæmdar. Hugmyndir Rússa fælust í raun í skiptum á úkraínsku landsvæði fyrir landsvæði í eigu Úkraínu. „Og afleiðingarnar tryggja að Rússar verða þá í enn hentugri stöðu til þess að halda stríðinu áfram,“ skrifar Selenskí. CBS greindi frá því í gær að Trump væri að gera tilraun til að fá leiðtoga Evrópuríkja í lið með sér til að samþykkja ályktun sem fæli í sér að Rússland fengi Donbassvæðisins, sem nær yfir stóran hluta bæði Lúhansk- og Dónetskhéraðs. Þar að auki fengi Rússland að halda yfirráðum yfir Krímskaga. Þjóðarleiðtogar Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Þýskalands, Póllands og Finnlands og framkvæmdastjórn Evrópuráðsins sendu í gærkvöldi frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir segja ótækt að funda um lok á innrásarstríði Rússa í Úkraínu án aðkomu Úkraínu. Friðarviðræður komi til með að ganga upp án þess að fulltrúi Úkraínu sé við samningaborðið. Í yfirlýsingu þjóðarleiðtoganna er ítrekað að alþjóðlegum landamærum megi ekki breyta með valdi. „Úkraína hefur frelsi til að ákveða hver sín örlög eru,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er ítrekað að hlutaðeigandi ríki komi til með að halda sínum stuðningi við Úkraínu áfram, í alþjóðasamskiptum, hernaðarlega og fjárhagslega.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent „Margt óráðið í minni framtíð“ Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira