Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2025 22:26 Donald Trump og Vladimir Pútín, forsetar Rússlands og Bandaríkjanna. getty Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti munu funda í Alaska föstudaginn 15. ágúst. Fyrr í kvöld sagði Trump að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. Þessu greinir Trump frá í færslu á samfélagsmiðli sínum í kvöld en mikil eftirvænting er eftir fundi leiðtoganna tveggja. Í Alaska munu þeir freista þess að ná saman um hvernig ætti að binda enda á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu, án þess að Selenskí eða nokkur annar Úkraínumaður sitji við borðið. Friður feli í sér að eftirláta landsvæði Fyrr í kvöld lét Trump hafa það eftir sér að friðarsamkomulag milli Úkraínu og Rússlands ætti eftir að fela í sér deilingu á landsvæði. Hann tilgreindi ekki hvaða landsvæði hann átti við en Rússar hafa náð stjórn yfir öllu Lúhansk héraði og stærstu hlutum Dónetsk-, Sapóríssjíu- og Khersonhéruðum. „Það verður einhver skipting á landsvæðum til heilla báðum aðilum,“ sagði hann við blaðamenn í kvöld. Trump hefur lengi reynt að fá Pútín og Selenskí saman á fund sinn en Rússar hafa ekki virst fúsir til friðarviðræðna til þessa. Selenskí reyndi sjálfur að fá Pútín til að funda með sér í Ankara, höfuðborg Tyrklands, með milligöngu Erdoğan Tyrklandsforseta en frá Rússlandi kom aðeins samninganefnd. Viðræðurnar þokuðust lítið sem ekkert áfram þar en Pútín hefur staðið fast á sínum ófrávíkjanlegu kröfum sem ólíklegt er að Úkraínumenn muni gangast við. Borið undir Bandaríkjastjórn á fundinum í Moskvu Fyrr í dag greindi Wall Street Journal frá því að Pútín Rússlandsforseti hefði fyrr í vikunni gert Bandaríkjamönnum tilboð. Hann hafi kvaðst binda enda á átökin í skiptum fyrir að Rússland innlimaði austurhéröð Úkraínu sem eru að hluta til undir stjórn Rússlandshers, það er Dónetsk og Lúhansk. Sjá einnig: Með sömu óásættanlegu kröfurnar Heimildum greinir á um hver örlög hinna héraðanna tveggja sem eru að miklu leyti í höndum Rússa, Sapóríssjíu og Kherson, yrðu gengist Trump við kröfum Pútíns en þetta tilboð á Pútín að hafa gert Steve Witkoff, sérstökum erindreka Bandaríkjastjórnar, á fundi þeirra í Moskvu á miðvikudaginn. Samkvæmt umfjöllun Wall Street Journal óttast leiðtogar í Úkraínu og Evrópu að fundur Pútíns og Trump sé til þess eins haldinn að fresta álagningu þungra tolla sem sá síðarnefndi hefur heitið og freista þess að ná frekar fram á víglínunni á meðan. Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Þessu greinir Trump frá í færslu á samfélagsmiðli sínum í kvöld en mikil eftirvænting er eftir fundi leiðtoganna tveggja. Í Alaska munu þeir freista þess að ná saman um hvernig ætti að binda enda á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu, án þess að Selenskí eða nokkur annar Úkraínumaður sitji við borðið. Friður feli í sér að eftirláta landsvæði Fyrr í kvöld lét Trump hafa það eftir sér að friðarsamkomulag milli Úkraínu og Rússlands ætti eftir að fela í sér deilingu á landsvæði. Hann tilgreindi ekki hvaða landsvæði hann átti við en Rússar hafa náð stjórn yfir öllu Lúhansk héraði og stærstu hlutum Dónetsk-, Sapóríssjíu- og Khersonhéruðum. „Það verður einhver skipting á landsvæðum til heilla báðum aðilum,“ sagði hann við blaðamenn í kvöld. Trump hefur lengi reynt að fá Pútín og Selenskí saman á fund sinn en Rússar hafa ekki virst fúsir til friðarviðræðna til þessa. Selenskí reyndi sjálfur að fá Pútín til að funda með sér í Ankara, höfuðborg Tyrklands, með milligöngu Erdoğan Tyrklandsforseta en frá Rússlandi kom aðeins samninganefnd. Viðræðurnar þokuðust lítið sem ekkert áfram þar en Pútín hefur staðið fast á sínum ófrávíkjanlegu kröfum sem ólíklegt er að Úkraínumenn muni gangast við. Borið undir Bandaríkjastjórn á fundinum í Moskvu Fyrr í dag greindi Wall Street Journal frá því að Pútín Rússlandsforseti hefði fyrr í vikunni gert Bandaríkjamönnum tilboð. Hann hafi kvaðst binda enda á átökin í skiptum fyrir að Rússland innlimaði austurhéröð Úkraínu sem eru að hluta til undir stjórn Rússlandshers, það er Dónetsk og Lúhansk. Sjá einnig: Með sömu óásættanlegu kröfurnar Heimildum greinir á um hver örlög hinna héraðanna tveggja sem eru að miklu leyti í höndum Rússa, Sapóríssjíu og Kherson, yrðu gengist Trump við kröfum Pútíns en þetta tilboð á Pútín að hafa gert Steve Witkoff, sérstökum erindreka Bandaríkjastjórnar, á fundi þeirra í Moskvu á miðvikudaginn. Samkvæmt umfjöllun Wall Street Journal óttast leiðtogar í Úkraínu og Evrópu að fundur Pútíns og Trump sé til þess eins haldinn að fresta álagningu þungra tolla sem sá síðarnefndi hefur heitið og freista þess að ná frekar fram á víglínunni á meðan.
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent