Neitar að hitta Pútín án Selenskís Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2025 16:29 Donald Trump og Vladimir Pútín, forsetar Rússlands og Bandaríkjanna. getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður þeirrar skoðunar að hann muni ekki funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, án þess að Pútín hitti einnig Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. Pútín sjálfur sagði í dag að það kæmi ekki til greina en nokkur óvissa ríkir um mögulegan fund Pútíns og Trumps. Trump hefur um nokkuð skeið reynt að koma á fundi með Selenskí og Pútín en án árangurs. Hann gaf Pútín nýverið nokkurra daga frest til að koma á friði ellegar myndi hann beita Rússland og ríki sem eiga í viðskiptum við Rússland hertum refsiaðgerðum. Sjá einnig: Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Trump hefur þegar beitt Indverja slíkum aðgerðum vegna kaupa þeirra á olíu frá Rússlandi. Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps, fór á fund Pútíns í Moskvu í gær og ræddu þeir saman í þrjá tíma. Eftir það bárust fregnir af því að von væri á fundi milli Trumps og Pútíns og það strax í næstu viku. Aðstoðarmaður Pútíns sagði í morgun að rússneski forsetinn hefði hafnað tillögu Witkoffs um að haldinn yrði þriggja forseta fundur. Það ítrekaði Pútín sjálfur í dag. Moscow Times hefur eftir Pútin að til greina komi að hitta Trump í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann sagði að ekki kæmi til greina að hitta Selenskí. Bæði Trump og Selenskí hafa kallað eftir fundi forsetanna frá Úkraínu og Rússlandi en Pútín hefur ekki viljað verða við því. Í dag sagðist hann í raun ekki mótfallinn því að hitta Selenskí en sagði að fyrst þyrfti að uppfylla ákveðin skilyrði og langt væri í að það væri hægt. Hver þau skilyrði eru sagði hann ekki. Enginn fundur án Selenskís New York Post sagði þó frá því í dag, og vitnar í heimildarmann úr Hvíta húsinu, að Trump myndi ekki ræða við Pútin, ef Pútín vildi ekki hitta Selenskí. Það væri skilyrði fyrir fyrsta fundi forseta Rússlands og Bandaríkjanna frá 2021. „Pútín verður að hitta Selenskí ef þessi fundur á að eiga sér stað,“ sagði heimildarmaður NYPost. Þá sagði hann einnig að ekki væri búið að ákveða staðsetningu. ABC News hefur þetta einnig eftir heimildarmanni úr Hvíta húsinu. Trump sagðist sjálfur í gær ekki viss um að hann myndi hitta Pútín og Selenskí á sama fundinum og sagðist áður hafa orðið fyrir vonbrigðum með Pútín í tengslum við viðleitni Trumps við að koma á friði. Fullir efasemda Úkraínumenn virðast ekki vongóðir um að komið sé að kaflaskilum og að friður sé í nánd. Þeir segjast margir hafa séð þetta tiltekna leikrit áður, samkvæmt frétt New York Times. Trump sagði til dæmis í apríl að friður væri „mjög nærri“ og að Rússar og Úkraínumenn ættu að hefja viðræður. Þegar væri búið að komast að samkomulagi um helstu deiluatriðin. Síðan þá hefur lítið sem ekkert breyst, fyrir utan það að árásir Rússa á borgir og bæi Úkraínu hafa aukist að umfangi og rússneskir hermenn hafa sótt hægt fram í austurhluta landsins. Kannanir í Úkraínu benda til þess að aukin stríðsþreyta hefur færst í þjóðina og fleiri vilja koma á friði. Úkraínumenn eru þó ekki tilbúnir til að gefa eftir landsvæði sem Rússar hafa ekki þegar hernumið, sem er ein af helstu kröfum Rússa. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Donald Trump Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segist eiga fund með Pútín Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst fara á fund Vladímírs Pútín Rússlandsforseta ekki seinna en í næstu viku. Honum verði svo fylgt eftir af fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. 6. ágúst 2025 21:05 Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. 6. ágúst 2025 16:12 Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ræst út tvo kjarnorkukafbáta á „viðeigandi svæði“ eftir að fyrrverandi forseti Rússlands lét „afar ögrandi“ ummæli falla á samfélagsmiðlum og bar Trump saman við forvera hans, hinn „syfjaða“ Joe Biden. 1. ágúst 2025 18:26 Létu sprengjum rigna á Kænugarð Að minnsta kosti sex létu lífið og fleiri en fimmtíu eru sárir eftir að Rússar gerður loftárásir á Kænugarð höfuðborg Úkraínu í nótt. 31. júlí 2025 07:16 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Trump hefur um nokkuð skeið reynt að koma á fundi með Selenskí og Pútín en án árangurs. Hann gaf Pútín nýverið nokkurra daga frest til að koma á friði ellegar myndi hann beita Rússland og ríki sem eiga í viðskiptum við Rússland hertum refsiaðgerðum. Sjá einnig: Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Trump hefur þegar beitt Indverja slíkum aðgerðum vegna kaupa þeirra á olíu frá Rússlandi. Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps, fór á fund Pútíns í Moskvu í gær og ræddu þeir saman í þrjá tíma. Eftir það bárust fregnir af því að von væri á fundi milli Trumps og Pútíns og það strax í næstu viku. Aðstoðarmaður Pútíns sagði í morgun að rússneski forsetinn hefði hafnað tillögu Witkoffs um að haldinn yrði þriggja forseta fundur. Það ítrekaði Pútín sjálfur í dag. Moscow Times hefur eftir Pútin að til greina komi að hitta Trump í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann sagði að ekki kæmi til greina að hitta Selenskí. Bæði Trump og Selenskí hafa kallað eftir fundi forsetanna frá Úkraínu og Rússlandi en Pútín hefur ekki viljað verða við því. Í dag sagðist hann í raun ekki mótfallinn því að hitta Selenskí en sagði að fyrst þyrfti að uppfylla ákveðin skilyrði og langt væri í að það væri hægt. Hver þau skilyrði eru sagði hann ekki. Enginn fundur án Selenskís New York Post sagði þó frá því í dag, og vitnar í heimildarmann úr Hvíta húsinu, að Trump myndi ekki ræða við Pútin, ef Pútín vildi ekki hitta Selenskí. Það væri skilyrði fyrir fyrsta fundi forseta Rússlands og Bandaríkjanna frá 2021. „Pútín verður að hitta Selenskí ef þessi fundur á að eiga sér stað,“ sagði heimildarmaður NYPost. Þá sagði hann einnig að ekki væri búið að ákveða staðsetningu. ABC News hefur þetta einnig eftir heimildarmanni úr Hvíta húsinu. Trump sagðist sjálfur í gær ekki viss um að hann myndi hitta Pútín og Selenskí á sama fundinum og sagðist áður hafa orðið fyrir vonbrigðum með Pútín í tengslum við viðleitni Trumps við að koma á friði. Fullir efasemda Úkraínumenn virðast ekki vongóðir um að komið sé að kaflaskilum og að friður sé í nánd. Þeir segjast margir hafa séð þetta tiltekna leikrit áður, samkvæmt frétt New York Times. Trump sagði til dæmis í apríl að friður væri „mjög nærri“ og að Rússar og Úkraínumenn ættu að hefja viðræður. Þegar væri búið að komast að samkomulagi um helstu deiluatriðin. Síðan þá hefur lítið sem ekkert breyst, fyrir utan það að árásir Rússa á borgir og bæi Úkraínu hafa aukist að umfangi og rússneskir hermenn hafa sótt hægt fram í austurhluta landsins. Kannanir í Úkraínu benda til þess að aukin stríðsþreyta hefur færst í þjóðina og fleiri vilja koma á friði. Úkraínumenn eru þó ekki tilbúnir til að gefa eftir landsvæði sem Rússar hafa ekki þegar hernumið, sem er ein af helstu kröfum Rússa.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Donald Trump Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segist eiga fund með Pútín Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst fara á fund Vladímírs Pútín Rússlandsforseta ekki seinna en í næstu viku. Honum verði svo fylgt eftir af fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. 6. ágúst 2025 21:05 Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. 6. ágúst 2025 16:12 Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ræst út tvo kjarnorkukafbáta á „viðeigandi svæði“ eftir að fyrrverandi forseti Rússlands lét „afar ögrandi“ ummæli falla á samfélagsmiðlum og bar Trump saman við forvera hans, hinn „syfjaða“ Joe Biden. 1. ágúst 2025 18:26 Létu sprengjum rigna á Kænugarð Að minnsta kosti sex létu lífið og fleiri en fimmtíu eru sárir eftir að Rússar gerður loftárásir á Kænugarð höfuðborg Úkraínu í nótt. 31. júlí 2025 07:16 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Segist eiga fund með Pútín Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst fara á fund Vladímírs Pútín Rússlandsforseta ekki seinna en í næstu viku. Honum verði svo fylgt eftir af fundi með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. 6. ágúst 2025 21:05
Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. 6. ágúst 2025 16:12
Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ræst út tvo kjarnorkukafbáta á „viðeigandi svæði“ eftir að fyrrverandi forseti Rússlands lét „afar ögrandi“ ummæli falla á samfélagsmiðlum og bar Trump saman við forvera hans, hinn „syfjaða“ Joe Biden. 1. ágúst 2025 18:26
Létu sprengjum rigna á Kænugarð Að minnsta kosti sex létu lífið og fleiri en fimmtíu eru sárir eftir að Rússar gerður loftárásir á Kænugarð höfuðborg Úkraínu í nótt. 31. júlí 2025 07:16