Lífið

McConaughey glutraði niður tæki­færinu í Titanic

Jón Þór Stefánsson skrifar
Sérðu fyrir þér Matthew McConaughey í stað Leonardo DiCaprio?
Sérðu fyrir þér Matthew McConaughey í stað Leonardo DiCaprio? Getty

Litlu munaði að Matthew McConaughey hefði farið með aðalhlutverk í Titanic, stórmynd James Cameron. Hann hefði þá leikið Jack Dawson sem Leonardo DiCaprio lék í myndinni.

Þetta kemur fram ævisögu Jon Landau, kvikmyndaframleiðanda, sem verður gefin út í nóvember. Landau lést í fyrra og kemur bókin því út eftir andlátið. Hann skrifaði hana eftir að hann greindist með krabbamein.

Blaðamaðurinn Matthew Belloni birtir stuttan bút úr bókinni þar sem segir frá áheyrnarprufu McConaughey fyrir Titanic. Þar mun hann hafa verið að prófa að leika á móti Kate Winslet sem lék Rose DeWitt Bukater, hitt aðalhlutverk myndarinnar.

„Maður vill skoða hvort leikararnir ná saman, ekki bara hvernig þau líta út á filmu heldur hvernig þau orka á hvort annað. Kate hreifst af Matthew, nærveru hans og sjarma,“ skrifaði Landau.

Hann segir að McConaughey, sem er frá Texas-ríki Bandaríkjanna, hafi verið með suðurríkjahreim meðan hann lék í umræddri prufu.

„Matthew var dragmáll í senunni. „Þetta er frábært,“ sagði Jim [Cameron]. 

„Næst skulum við gera þetta aðeins öðruvísi.“ 

Matthew sagði: „Nei. Þetta var ansi flott svona. Takk.“ Við getum sagt að þar hafi verið útséð með McConaughey.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.