Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2025 14:48 Orri Hrafn Kjartansson, leikmaður KR. Vísir/Ívar Orri Hrafn Kjartansson skipti nýverið frá toppliði Vals yfir til KR sem situr í fallsæti í Bestu deild karla. Liðin eru Reykjavíkurstórveldi og erkifjendur en það truflar Orra lítið, sem fékk þó einhver skilaboð frá Völsurum eftir skiptin. Hann kveðst viss um að KR geti snúið blaðinu við. Aðdragandinn að skiptum Orra var ekki langur en KR fékk hann til að fylla í skarð Jóhannesar Kristins Bjarnasonar sem hélt til Danmerkur. „Ég get ekki sagt það. Ég frétti að Valur hefði samþykkt tilboð og heyrði frá Óskari og hann kynnti fyrir mér verkefnið. Ég varð strax spenntur fyrir þessu,“ segir Orri Hrafn en hlutverk hans hafði farið minnkandi hjá Val. Hann var þó ekki að leita að leið út. „Ég var í fínasta hlutverki í byrjun tímabils en svo fór mínútunum að fækka en liðið spilaði vel. Þó það hafi tekið á er erfitt að mótmæla því. Svo gerist þetta.“ Hvað er spennandi við þetta verkefni? „Eins og flestir hafi séð í sumar, þá spilar KR skemmtilega, það er hátt tempo og ég held það henti leikstíl mínum. Það vantar bara lítil fínatriði upp á að allt fari að smella, held ég,“ segir Orri. En er ekki sérkennilegt að fara frá liði sem er efst í deildinni til liðs sem er í fallsæti? „Ég horfði aldrei á það þannig. Þetta er risastór klúbbur líka, einn stærsti klúbbur í sögu Íslands, það gengur smá illa í stigasöfnun en það vantar lítið upp á að við séum í flottri baráttu,“ segir Orri Hrafn. En hvað þá með að skipta frá einu Reykjavíkurstórveldi til annars? Rígur er á milli liðanna - truflar það ekki? „Ég hef reyndar fengið bara mjög jákvæð skilaboð. Fólk heldur bara með manni og maður er Fylkismaður í grunninn svo það er kannski aðeins leyfilegra,“ segir Orri en hafa Valsarar ekkert skotið á hann? „Eitthvað aðeins, en ekkert af viti,“ segir Orri og hlær. Staðan á KR er ekki góð. Liðið situr í fallsæti og hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum, nú síðast tap fyrir ÍBV. Orri Hrafn segir þó liðið jákvætt á framhaldið, þrátt fyrir allt. „Við erum meðvitaðir um það. Óskar hefur imprað á því að vera ekki að ofhugsa það en vera meðvitaðir um það. Við þurfum að halda fókus. Liðsandinn er mjög góður, ég fann það frá fyrstu sekúndu. Menn eru alveg tilbúnir í þetta verkefni og við þurfum bara aðeins að fínstilla okkur.“ Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Ekki stórmál að skipta úr Val í KR KR Besta deild karla Valur Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Aðdragandinn að skiptum Orra var ekki langur en KR fékk hann til að fylla í skarð Jóhannesar Kristins Bjarnasonar sem hélt til Danmerkur. „Ég get ekki sagt það. Ég frétti að Valur hefði samþykkt tilboð og heyrði frá Óskari og hann kynnti fyrir mér verkefnið. Ég varð strax spenntur fyrir þessu,“ segir Orri Hrafn en hlutverk hans hafði farið minnkandi hjá Val. Hann var þó ekki að leita að leið út. „Ég var í fínasta hlutverki í byrjun tímabils en svo fór mínútunum að fækka en liðið spilaði vel. Þó það hafi tekið á er erfitt að mótmæla því. Svo gerist þetta.“ Hvað er spennandi við þetta verkefni? „Eins og flestir hafi séð í sumar, þá spilar KR skemmtilega, það er hátt tempo og ég held það henti leikstíl mínum. Það vantar bara lítil fínatriði upp á að allt fari að smella, held ég,“ segir Orri. En er ekki sérkennilegt að fara frá liði sem er efst í deildinni til liðs sem er í fallsæti? „Ég horfði aldrei á það þannig. Þetta er risastór klúbbur líka, einn stærsti klúbbur í sögu Íslands, það gengur smá illa í stigasöfnun en það vantar lítið upp á að við séum í flottri baráttu,“ segir Orri Hrafn. En hvað þá með að skipta frá einu Reykjavíkurstórveldi til annars? Rígur er á milli liðanna - truflar það ekki? „Ég hef reyndar fengið bara mjög jákvæð skilaboð. Fólk heldur bara með manni og maður er Fylkismaður í grunninn svo það er kannski aðeins leyfilegra,“ segir Orri en hafa Valsarar ekkert skotið á hann? „Eitthvað aðeins, en ekkert af viti,“ segir Orri og hlær. Staðan á KR er ekki góð. Liðið situr í fallsæti og hefur ekki unnið í síðustu fjórum leikjum, nú síðast tap fyrir ÍBV. Orri Hrafn segir þó liðið jákvætt á framhaldið, þrátt fyrir allt. „Við erum meðvitaðir um það. Óskar hefur imprað á því að vera ekki að ofhugsa það en vera meðvitaðir um það. Við þurfum að halda fókus. Liðsandinn er mjög góður, ég fann það frá fyrstu sekúndu. Menn eru alveg tilbúnir í þetta verkefni og við þurfum bara aðeins að fínstilla okkur.“ Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Ekki stórmál að skipta úr Val í KR
KR Besta deild karla Valur Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Sjá meira