Fúlsaði við þriggja forseta fundi Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2025 10:11 Vladimír Pútin, forseti Rússlands. AP/Mikhail Metzel Ráðamenn í Rússlandi hafa staðfest að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætli að funda með Donald Trump, kollega hans í Bandaríkjunum. Fundurinn gæti farið fram strax í næstu viku. Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps sem hitti Pútín í gær, lagði til að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sæti einnig fundinn en Pútín hafnaði því. Trump sagði í gærkvöldi að hann myndi funda með Pútín en Rússar staðfestu það ekki fyrr en í morgun. Þetta verður fyrsti fundur forseta Bandaríkjanna og Rússlands, í persónu, frá því Biden og Pútín hittust í Sviss árið 2021. Eftir að hann hittir Pútín segist Trump ætla að hitta Selenskí. Sjá einnig: Segist eiga fund með Pútín Júrí Úsjakóv, aðstoðarmaður Pútins, sagði við ríkismiðla Rússlands í morgun að Witkoff hefði lagt til í Moskvu í gær að forsetarnir funduðu og það hafi verið samþykkt. Gert er ráð fyrir því að fundurinn muni fara fram í næstu viku en Úsjakóv segir að það gæti breyst, þar sem ekki sé enn búið að komast að niðurstöðu um hvar fundurinn verður haldinn. Hann sagði einnig að Witkoff hefði lagt til að Selenskí yrði einnig á fundinum en því hafi verið hafnað. Úsjakóv sagði að leggja ætti áherslu á fundinn milli Pútíns og Trumps, því mikilvægt væri að hann yrði vel heppnaður og skilvirkur. Hefur ítrekað hafnað fundi með Selenskí Selenskí hefur ítrekað kallað eftir fundi með Pútín en forsetinn rússneski hefur ekki viljað funda með honum. Ráðamenn á Vesturlöndum hafa ítrekað sakað Pútín um að standa í vegi friðar og draga fæturna í viðræðum. Pútín hefur lítið sem ekkert látið af kröfum sínum í garð Úkraínumanna og hefur hann margsinnis ítrekað að markmið innrásarinnar hafi ekki breyst. Úkraínumenn hafa ítrekað sagt kröfur Rússa vera óásættanlegar þar sem þær geri ríkið berskjaldað gegn annarri innrás og að Úkraína verði í raun leppríki Rússlands. Um uppgjöf væri að ræða. Sjá einnig: Með sömu óásættanlegu kröfurnar Pútín sagði einnig að innrásina í Úkraínu þyrfti að ræða í samhengi fyrir öryggi allrar Evrópu. Í fyrri ummælum hefur Pútín látið sambærileg orð falla um kröfu sína um að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr Atlantshafsbandalaginu. Selenskí sagðist í gærkvöldi hafa rætt við Trump og evrópska leiðtoga og þeir hefðu meðal annars talað um fund Pútíns og Witkoffs í Moskvu. Hann sagði þá hafa verið sammála um mikilvægi þess að binda enda á stríðsrekstur Rússa í Úkraínu, með heiðarlegum hætti. Hann sagði einnig að Úkraínumenn myndu verja sjálfstæði sitt og að ef friður ætti að nást, yrði hann að vera varanlegur og trúverðugur. „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu,“ sagði Selenskí. Right on my way from our brigades here in Sumy region, I spoke with President Trump. This conversation happened after President Trump's representative, Steve Witkoff, visited Moscow.Our joint position with our partners is absolutely clear – the war must end. And it must be done… pic.twitter.com/NOxZPAdSr2— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 6, 2025 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. 6. ágúst 2025 16:12 Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Stjórnvöld í Hollandi hafa tilkynnt að þau hyggist kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínu fyrir um það bil 500 milljónir evra. 5. ágúst 2025 07:11 Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ræst út tvo kjarnorkukafbáta á „viðeigandi svæði“ eftir að fyrrverandi forseti Rússlands lét „afar ögrandi“ ummæli falla á samfélagsmiðlum og bar Trump saman við forvera hans, hinn „syfjaða“ Joe Biden. 1. ágúst 2025 18:26 Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur hvatt bandamenn sína til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi. Hann telur að þvinga megi Rússa til að stöðva stríðsrekstur sinn í Úkraínu. 1. ágúst 2025 06:48 Pokrovsk riðar til falls Rússneskum hermönnum tókst á dögunum í fyrsta sinn að sækja inn í borgina Pokrovsk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa varið miklu púðri í að reyna að ná borginni á sitt vald á undanförnum mánuðum og eru komnir að jaðri hennar. 30. júlí 2025 08:52 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Trump sagði í gærkvöldi að hann myndi funda með Pútín en Rússar staðfestu það ekki fyrr en í morgun. Þetta verður fyrsti fundur forseta Bandaríkjanna og Rússlands, í persónu, frá því Biden og Pútín hittust í Sviss árið 2021. Eftir að hann hittir Pútín segist Trump ætla að hitta Selenskí. Sjá einnig: Segist eiga fund með Pútín Júrí Úsjakóv, aðstoðarmaður Pútins, sagði við ríkismiðla Rússlands í morgun að Witkoff hefði lagt til í Moskvu í gær að forsetarnir funduðu og það hafi verið samþykkt. Gert er ráð fyrir því að fundurinn muni fara fram í næstu viku en Úsjakóv segir að það gæti breyst, þar sem ekki sé enn búið að komast að niðurstöðu um hvar fundurinn verður haldinn. Hann sagði einnig að Witkoff hefði lagt til að Selenskí yrði einnig á fundinum en því hafi verið hafnað. Úsjakóv sagði að leggja ætti áherslu á fundinn milli Pútíns og Trumps, því mikilvægt væri að hann yrði vel heppnaður og skilvirkur. Hefur ítrekað hafnað fundi með Selenskí Selenskí hefur ítrekað kallað eftir fundi með Pútín en forsetinn rússneski hefur ekki viljað funda með honum. Ráðamenn á Vesturlöndum hafa ítrekað sakað Pútín um að standa í vegi friðar og draga fæturna í viðræðum. Pútín hefur lítið sem ekkert látið af kröfum sínum í garð Úkraínumanna og hefur hann margsinnis ítrekað að markmið innrásarinnar hafi ekki breyst. Úkraínumenn hafa ítrekað sagt kröfur Rússa vera óásættanlegar þar sem þær geri ríkið berskjaldað gegn annarri innrás og að Úkraína verði í raun leppríki Rússlands. Um uppgjöf væri að ræða. Sjá einnig: Með sömu óásættanlegu kröfurnar Pútín sagði einnig að innrásina í Úkraínu þyrfti að ræða í samhengi fyrir öryggi allrar Evrópu. Í fyrri ummælum hefur Pútín látið sambærileg orð falla um kröfu sína um að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr Atlantshafsbandalaginu. Selenskí sagðist í gærkvöldi hafa rætt við Trump og evrópska leiðtoga og þeir hefðu meðal annars talað um fund Pútíns og Witkoffs í Moskvu. Hann sagði þá hafa verið sammála um mikilvægi þess að binda enda á stríðsrekstur Rússa í Úkraínu, með heiðarlegum hætti. Hann sagði einnig að Úkraínumenn myndu verja sjálfstæði sitt og að ef friður ætti að nást, yrði hann að vera varanlegur og trúverðugur. „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu,“ sagði Selenskí. Right on my way from our brigades here in Sumy region, I spoke with President Trump. This conversation happened after President Trump's representative, Steve Witkoff, visited Moscow.Our joint position with our partners is absolutely clear – the war must end. And it must be done… pic.twitter.com/NOxZPAdSr2— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 6, 2025
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. 6. ágúst 2025 16:12 Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Stjórnvöld í Hollandi hafa tilkynnt að þau hyggist kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínu fyrir um það bil 500 milljónir evra. 5. ágúst 2025 07:11 Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ræst út tvo kjarnorkukafbáta á „viðeigandi svæði“ eftir að fyrrverandi forseti Rússlands lét „afar ögrandi“ ummæli falla á samfélagsmiðlum og bar Trump saman við forvera hans, hinn „syfjaða“ Joe Biden. 1. ágúst 2025 18:26 Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur hvatt bandamenn sína til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi. Hann telur að þvinga megi Rússa til að stöðva stríðsrekstur sinn í Úkraínu. 1. ágúst 2025 06:48 Pokrovsk riðar til falls Rússneskum hermönnum tókst á dögunum í fyrsta sinn að sækja inn í borgina Pokrovsk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa varið miklu púðri í að reyna að ná borginni á sitt vald á undanförnum mánuðum og eru komnir að jaðri hennar. 30. júlí 2025 08:52 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. 6. ágúst 2025 16:12
Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Stjórnvöld í Hollandi hafa tilkynnt að þau hyggist kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínu fyrir um það bil 500 milljónir evra. 5. ágúst 2025 07:11
Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ræst út tvo kjarnorkukafbáta á „viðeigandi svæði“ eftir að fyrrverandi forseti Rússlands lét „afar ögrandi“ ummæli falla á samfélagsmiðlum og bar Trump saman við forvera hans, hinn „syfjaða“ Joe Biden. 1. ágúst 2025 18:26
Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur hvatt bandamenn sína til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi. Hann telur að þvinga megi Rússa til að stöðva stríðsrekstur sinn í Úkraínu. 1. ágúst 2025 06:48
Pokrovsk riðar til falls Rússneskum hermönnum tókst á dögunum í fyrsta sinn að sækja inn í borgina Pokrovsk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa varið miklu púðri í að reyna að ná borginni á sitt vald á undanförnum mánuðum og eru komnir að jaðri hennar. 30. júlí 2025 08:52