Fúlsaði við þriggja forseta fundi Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2025 10:11 Vladimír Pútin, forseti Rússlands. AP/Mikhail Metzel Ráðamenn í Rússlandi hafa staðfest að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætli að funda með Donald Trump, kollega hans í Bandaríkjunum. Fundurinn gæti farið fram strax í næstu viku. Steve Witkoff, sérstakur erindreki Trumps sem hitti Pútín í gær, lagði til að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sæti einnig fundinn en Pútín hafnaði því. Trump sagði í gærkvöldi að hann myndi funda með Pútín en Rússar staðfestu það ekki fyrr en í morgun. Þetta verður fyrsti fundur forseta Bandaríkjanna og Rússlands, í persónu, frá því Biden og Pútín hittust í Sviss árið 2021. Eftir að hann hittir Pútín segist Trump ætla að hitta Selenskí. Sjá einnig: Segist eiga fund með Pútín Júrí Úsjakóv, aðstoðarmaður Pútins, sagði við ríkismiðla Rússlands í morgun að Witkoff hefði lagt til í Moskvu í gær að forsetarnir funduðu og það hafi verið samþykkt. Gert er ráð fyrir því að fundurinn muni fara fram í næstu viku en Úsjakóv segir að það gæti breyst, þar sem ekki sé enn búið að komast að niðurstöðu um hvar fundurinn verður haldinn. Hann sagði einnig að Witkoff hefði lagt til að Selenskí yrði einnig á fundinum en því hafi verið hafnað. Úsjakóv sagði að leggja ætti áherslu á fundinn milli Pútíns og Trumps, því mikilvægt væri að hann yrði vel heppnaður og skilvirkur. Hefur ítrekað hafnað fundi með Selenskí Selenskí hefur ítrekað kallað eftir fundi með Pútín en forsetinn rússneski hefur ekki viljað funda með honum. Ráðamenn á Vesturlöndum hafa ítrekað sakað Pútín um að standa í vegi friðar og draga fæturna í viðræðum. Pútín hefur lítið sem ekkert látið af kröfum sínum í garð Úkraínumanna og hefur hann margsinnis ítrekað að markmið innrásarinnar hafi ekki breyst. Úkraínumenn hafa ítrekað sagt kröfur Rússa vera óásættanlegar þar sem þær geri ríkið berskjaldað gegn annarri innrás og að Úkraína verði í raun leppríki Rússlands. Um uppgjöf væri að ræða. Sjá einnig: Með sömu óásættanlegu kröfurnar Pútín sagði einnig að innrásina í Úkraínu þyrfti að ræða í samhengi fyrir öryggi allrar Evrópu. Í fyrri ummælum hefur Pútín látið sambærileg orð falla um kröfu sína um að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr Atlantshafsbandalaginu. Selenskí sagðist í gærkvöldi hafa rætt við Trump og evrópska leiðtoga og þeir hefðu meðal annars talað um fund Pútíns og Witkoffs í Moskvu. Hann sagði þá hafa verið sammála um mikilvægi þess að binda enda á stríðsrekstur Rússa í Úkraínu, með heiðarlegum hætti. Hann sagði einnig að Úkraínumenn myndu verja sjálfstæði sitt og að ef friður ætti að nást, yrði hann að vera varanlegur og trúverðugur. „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu,“ sagði Selenskí. Right on my way from our brigades here in Sumy region, I spoke with President Trump. This conversation happened after President Trump's representative, Steve Witkoff, visited Moscow.Our joint position with our partners is absolutely clear – the war must end. And it must be done… pic.twitter.com/NOxZPAdSr2— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 6, 2025 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. 6. ágúst 2025 16:12 Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Stjórnvöld í Hollandi hafa tilkynnt að þau hyggist kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínu fyrir um það bil 500 milljónir evra. 5. ágúst 2025 07:11 Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ræst út tvo kjarnorkukafbáta á „viðeigandi svæði“ eftir að fyrrverandi forseti Rússlands lét „afar ögrandi“ ummæli falla á samfélagsmiðlum og bar Trump saman við forvera hans, hinn „syfjaða“ Joe Biden. 1. ágúst 2025 18:26 Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur hvatt bandamenn sína til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi. Hann telur að þvinga megi Rússa til að stöðva stríðsrekstur sinn í Úkraínu. 1. ágúst 2025 06:48 Pokrovsk riðar til falls Rússneskum hermönnum tókst á dögunum í fyrsta sinn að sækja inn í borgina Pokrovsk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa varið miklu púðri í að reyna að ná borginni á sitt vald á undanförnum mánuðum og eru komnir að jaðri hennar. 30. júlí 2025 08:52 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Trump sagði í gærkvöldi að hann myndi funda með Pútín en Rússar staðfestu það ekki fyrr en í morgun. Þetta verður fyrsti fundur forseta Bandaríkjanna og Rússlands, í persónu, frá því Biden og Pútín hittust í Sviss árið 2021. Eftir að hann hittir Pútín segist Trump ætla að hitta Selenskí. Sjá einnig: Segist eiga fund með Pútín Júrí Úsjakóv, aðstoðarmaður Pútins, sagði við ríkismiðla Rússlands í morgun að Witkoff hefði lagt til í Moskvu í gær að forsetarnir funduðu og það hafi verið samþykkt. Gert er ráð fyrir því að fundurinn muni fara fram í næstu viku en Úsjakóv segir að það gæti breyst, þar sem ekki sé enn búið að komast að niðurstöðu um hvar fundurinn verður haldinn. Hann sagði einnig að Witkoff hefði lagt til að Selenskí yrði einnig á fundinum en því hafi verið hafnað. Úsjakóv sagði að leggja ætti áherslu á fundinn milli Pútíns og Trumps, því mikilvægt væri að hann yrði vel heppnaður og skilvirkur. Hefur ítrekað hafnað fundi með Selenskí Selenskí hefur ítrekað kallað eftir fundi með Pútín en forsetinn rússneski hefur ekki viljað funda með honum. Ráðamenn á Vesturlöndum hafa ítrekað sakað Pútín um að standa í vegi friðar og draga fæturna í viðræðum. Pútín hefur lítið sem ekkert látið af kröfum sínum í garð Úkraínumanna og hefur hann margsinnis ítrekað að markmið innrásarinnar hafi ekki breyst. Úkraínumenn hafa ítrekað sagt kröfur Rússa vera óásættanlegar þar sem þær geri ríkið berskjaldað gegn annarri innrás og að Úkraína verði í raun leppríki Rússlands. Um uppgjöf væri að ræða. Sjá einnig: Með sömu óásættanlegu kröfurnar Pútín sagði einnig að innrásina í Úkraínu þyrfti að ræða í samhengi fyrir öryggi allrar Evrópu. Í fyrri ummælum hefur Pútín látið sambærileg orð falla um kröfu sína um að ríkjum Austur-Evrópu verði vísað úr Atlantshafsbandalaginu. Selenskí sagðist í gærkvöldi hafa rætt við Trump og evrópska leiðtoga og þeir hefðu meðal annars talað um fund Pútíns og Witkoffs í Moskvu. Hann sagði þá hafa verið sammála um mikilvægi þess að binda enda á stríðsrekstur Rússa í Úkraínu, með heiðarlegum hætti. Hann sagði einnig að Úkraínumenn myndu verja sjálfstæði sitt og að ef friður ætti að nást, yrði hann að vera varanlegur og trúverðugur. „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu,“ sagði Selenskí. Right on my way from our brigades here in Sumy region, I spoke with President Trump. This conversation happened after President Trump's representative, Steve Witkoff, visited Moscow.Our joint position with our partners is absolutely clear – the war must end. And it must be done… pic.twitter.com/NOxZPAdSr2— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 6, 2025
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Bandaríkin Donald Trump Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. 6. ágúst 2025 16:12 Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Stjórnvöld í Hollandi hafa tilkynnt að þau hyggist kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínu fyrir um það bil 500 milljónir evra. 5. ágúst 2025 07:11 Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ræst út tvo kjarnorkukafbáta á „viðeigandi svæði“ eftir að fyrrverandi forseti Rússlands lét „afar ögrandi“ ummæli falla á samfélagsmiðlum og bar Trump saman við forvera hans, hinn „syfjaða“ Joe Biden. 1. ágúst 2025 18:26 Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur hvatt bandamenn sína til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi. Hann telur að þvinga megi Rússa til að stöðva stríðsrekstur sinn í Úkraínu. 1. ágúst 2025 06:48 Pokrovsk riðar til falls Rússneskum hermönnum tókst á dögunum í fyrsta sinn að sækja inn í borgina Pokrovsk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa varið miklu púðri í að reyna að ná borginni á sitt vald á undanförnum mánuðum og eru komnir að jaðri hennar. 30. júlí 2025 08:52 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. 6. ágúst 2025 16:12
Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Stjórnvöld í Hollandi hafa tilkynnt að þau hyggist kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínu fyrir um það bil 500 milljónir evra. 5. ágúst 2025 07:11
Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa ræst út tvo kjarnorkukafbáta á „viðeigandi svæði“ eftir að fyrrverandi forseti Rússlands lét „afar ögrandi“ ummæli falla á samfélagsmiðlum og bar Trump saman við forvera hans, hinn „syfjaða“ Joe Biden. 1. ágúst 2025 18:26
Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti hefur hvatt bandamenn sína til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi. Hann telur að þvinga megi Rússa til að stöðva stríðsrekstur sinn í Úkraínu. 1. ágúst 2025 06:48
Pokrovsk riðar til falls Rússneskum hermönnum tókst á dögunum í fyrsta sinn að sækja inn í borgina Pokrovsk í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa varið miklu púðri í að reyna að ná borginni á sitt vald á undanförnum mánuðum og eru komnir að jaðri hennar. 30. júlí 2025 08:52