Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2025 08:11 Finnur Tómas Pálmason og félagar í KR eru í fallsæti og hafa aðeins náð í eitt stig út úr síðustu fjórum leikjum. Vísir/Diego Sérfræðingar Stúkunnar veltu fyrir sér þeim möguleika að Vesturbæjarstórveldið falli úr Bestu deildinni í fótbolta í haust og að KR verði þar með ekki með í deild þeirra bestu sumarið 2026. KR-ingar hafa aðeins einu sinni fallið úr deildinni (sumarið 1977) og hafa verið lengst allra núverandi félaga í efstu deild. KR-ingar sitja í dag í fallsæti Bestu deildar karla í fótbolta með aðeins fjóra sigra og sautján stig í sautján leikjum. Liðið er búið að fá á sig flest mörk allra liða í deildinni. KR tapaði úti í Vestmannaeyjum um Verslunarmannahelgina og hefur því aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar, spurði sérfræðinga sína einfaldlega hvort að KR gæti fallið í ár. Klippa: Stúkan: Getur KR fallið í haust? „Síðasta umræðuefnið strákar. Geta KR-ingar fallið? Þetta er eitthvað sem er búið að vera í umræðunni og það er reglulega verið að ræða þetta. Viðauki í þeirri umræðu er síðan þessu úrslitakeppni því síðustu fimm umferðirnar eru alltaf eftir,“ sagði Kjartan Atli og sýndi að KR-liðinu hefur gengið betur gegn neðri hlutanum en efri hlutanum sem ætti að auka líkurnar á því að Vesturbæjarliðið bjargi sér. „En geta KR-ingar fallið Albert,“ spurði Kjartan. „Já ég er þar. Síðustu þrjú töp KR í deildinni hafa öll verið á móti liðum í neðri hlutanum. Þessi leikur á móti ÍBV var skelfilegur og þeir skora ekki í tapi á móti ÍA. KA-leikurinn var ekki góður heldur. Þetta eru síðustu þrjú töpin þeirra í deildinni,“ sagði Albert Brynjar Ingason. Það er einhvern veginn farið „Þeir hafa líka bara skorað þrjú mörk í síðustu fjórum leikjum. Þeir hafa verið að fá mikið af færum á sig og mikið af mörkum á sig út allt tímabilið en í upphafi tímabilsins voru þeir að skora mjög mikið af mörkum. Það er einhvern veginn farið,“ sagði Albert. Hér fyrir ofan má horfa á alla umræðuna um KR og möguleikann á því að þeir falli í haust. Sigurbjörn Hreiðarsson, annar sérfræðingur í Stúkunni, blandaði sér líka í umræðuna. Besta deild karla Stúkan KR Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira
KR-ingar hafa aðeins einu sinni fallið úr deildinni (sumarið 1977) og hafa verið lengst allra núverandi félaga í efstu deild. KR-ingar sitja í dag í fallsæti Bestu deildar karla í fótbolta með aðeins fjóra sigra og sautján stig í sautján leikjum. Liðið er búið að fá á sig flest mörk allra liða í deildinni. KR tapaði úti í Vestmannaeyjum um Verslunarmannahelgina og hefur því aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar, spurði sérfræðinga sína einfaldlega hvort að KR gæti fallið í ár. Klippa: Stúkan: Getur KR fallið í haust? „Síðasta umræðuefnið strákar. Geta KR-ingar fallið? Þetta er eitthvað sem er búið að vera í umræðunni og það er reglulega verið að ræða þetta. Viðauki í þeirri umræðu er síðan þessu úrslitakeppni því síðustu fimm umferðirnar eru alltaf eftir,“ sagði Kjartan Atli og sýndi að KR-liðinu hefur gengið betur gegn neðri hlutanum en efri hlutanum sem ætti að auka líkurnar á því að Vesturbæjarliðið bjargi sér. „En geta KR-ingar fallið Albert,“ spurði Kjartan. „Já ég er þar. Síðustu þrjú töp KR í deildinni hafa öll verið á móti liðum í neðri hlutanum. Þessi leikur á móti ÍBV var skelfilegur og þeir skora ekki í tapi á móti ÍA. KA-leikurinn var ekki góður heldur. Þetta eru síðustu þrjú töpin þeirra í deildinni,“ sagði Albert Brynjar Ingason. Það er einhvern veginn farið „Þeir hafa líka bara skorað þrjú mörk í síðustu fjórum leikjum. Þeir hafa verið að fá mikið af færum á sig og mikið af mörkum á sig út allt tímabilið en í upphafi tímabilsins voru þeir að skora mjög mikið af mörkum. Það er einhvern veginn farið,“ sagði Albert. Hér fyrir ofan má horfa á alla umræðuna um KR og möguleikann á því að þeir falli í haust. Sigurbjörn Hreiðarsson, annar sérfræðingur í Stúkunni, blandaði sér líka í umræðuna.
Besta deild karla Stúkan KR Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Sjá meira