Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar 7. ágúst 2025 08:30 Fordómar, sjálfsþroski og hinsegin dagar Nú eru Hinsegin dagar nýhafnir og sjaldan hefur þörfin á þeim verið meiri. Helst þyrftu allir dagar að vera hinsegin dagar, því það er sorglegt að verða vitni að því bakslagi sem orðið hefur í réttindabaráttu hinsegin fólks um allan heim. Ég er miðaldra, gagnkynhneigður karlmaður með kvíðaröskun og langar að deila með ykkur minni reynslu af fordómum gagnvart hinsegin samfélaginu Frá fordómum til skilnings Þegar ég var rúmlega tvítugur var ég mjög fordómafullur. Um leið var ég óöruggur í eigin skinni, hræddur og kvíðinn. Á þessum árum kom nákominn ættingi minn út úr skápnum og ég brást mjög illa við, sakaði viðkomandi um að vera að bulla og grínast í mér. Ég hafði fram að því ekki þekkt neinn sem var opinberlega samkynhneigður. Þetta kvöld bauð þessi ættingi minn mér og vinkonu minni út að borða á veitingastaðnum Ítalíu og síðan á barinn 22 til að hitta vini síni og kærustu/a. Með þessu var ætlunin að sýna fyrir mér að þetta væri ekkert grín, en ég afneitaði þessu öllu og vissi ekki einu sinni að barinn 22 væri yfirlýstur skemmtistaður samkynhneigðra á þessum tíma. Vá, hvað ég vildi að ég ætti tímavél og gæti farið aftur í tímann — faðmaðu þenna ættingja minn lengi og óskað honum innilega til hamingju með þetta hugrakka skref. En tíminn líður áfram og ég hef þroskast mikið á áratugunum sem liðin eru. Ég hef síðan þá bæði grátið og hlegið að þessum kjánalegu og fordómafullu viðbrögðum mínum með ættingja mínum. Einnig hef ég fengið þann heiður að fagna með vinum og ættingjum þegar þau hafa stigið fram sem hinsegin. Við eigum að fagna því þegar fólk þorir að stíga þetta mikilvæga skref. Ótti foreldra og samfélagslegir fordómar Sem foreldri skil ég vel að margir foreldrar sem bera ekki með sér fordóma gagnvart því að vera hinsegin — en þeir óttast fordóma samfélagsins og reyna því jafnvel að „fela“ hinseginleika barns síns. Þau spyrja sig: Hvernig mun barnið mitt bregðast við þegar einhver eys yfir það fúkyrðum og fordómum fyrir að vera hinsegin? Hvað þá ef barnið mitt er hán, trans, pan eða annað sem sumir sífellt hrista hausinn yfir? Í mínum huga snýst þessi ótti ekki um vanþóknun á barninu heldur um þá verndartilfinningu sem foreldrar bera . Sem betur fer hefur hin mikla barátta fyrir réttindum hinseginleikans í okkar samfélagi skilað okkur því að umræðan er opin og velkomin þrátt fyrir bakslag. En við verðum að muna að besta verndin sem við getum veitt fyrir börnin okkar er að skapa samfélag sem heldur áfram að taka umræðuna, upplýsa og taka öllum opnum örmum. Af hverju hræðumst við ástina? Hvers vegna reiðist fólk því að aðrir elska? Hvers vegna veldur það svona miklum viðbrögðum að fólk vilji vera það sjálft ? Er það ekki sameiginleg þrá flestra að elska og vera elskaður? Við sækjum flest í viðurkenningu, hlýju og tengsl. Það er því óskiljanlegt að einhverjir velji að bregðast við ást annarra með reiði og hatri. Kynnumst hinsegin manneskju Ég hvet alla sem finna fyrir fordómum gagnvart hinsegin fólki að reyna að eignast vin í hinsegin samfélaginu. Þegar þú kynnist manneskjunni á bak við skilgreininguna, breytist sjónarhornið. Þetta eru fólk af holdi og blóði — með drauma, vonir, breyskleika og styrk, rétt eins og þú. Af minni reynslu virðist meira að segja vera meiri kærleikur, hlýja og vinsemd í hinsegin samfélaginu en víða annars staðar í samfélaginu. Fræðsla og gleði sem mótvægi við hatur Ef þú berð fordóma, hvettu sjálfan þig til að stíga eitt skref í átt að skilningi. Heimsæktu samtök hinsegin fólks, fáðu fræðslu, mættu í viðburð og sjáðu manneskjurnar á bak við baráttuna og leyfðu þér að kynnast góðu fólki hvar sem það er í sveit sett. Og vonandi sjáumst við brosandi, full af ást og mannelskandi orku í Gleðigöngunni á laugardaginn. Um fordóma og von Það er ástæða fyrir því að fólk hatar. Fordómar spretta af óöryggi, ótta og oft vanlíðan. Enginn fæðist fordómafullur — en við lærum það af umhverfinu. En rétt eins og fordómar geta kviknað, þá er hægt að vinna bug á þeim. Með fræðslu, vináttu, opnu samtali og kærleika. Hinsegin fólk má líka ekki að láta hatrið sigra. Því hatrið er mannskemmandi tilfinning og ekki endurgjalda hatur með hatri, heldur með vorkunn, skilningi og þrautseigju. Vonum innilega að fólk sem hatar og sýnir mikla fordóma sjái ljósið einn daginn. Því sú manneskja sem ekki getur elskað, lifir innantómu lífi. Ástin á tímum haturs Í heimi þar sem gleðigöngur eru bannaðar og stríð geysa, þurfum við meira af ást, umhyggju og virðingu — ekki minna. Við þurfum fleiri þjóðarleiðtoga og stjórnmálamenn sem klæðast dragi í gleðigöngum og fagna fjölbreytileikanum. Það er von mín að þessi grein opni augu einhverra sem eru í skugganum og ástleysinu. Gleðilega og ástríka Hinsegin daga, kæra þjóð. Höfundur er næringarfræðingur, matvælafræðingur og einkaþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Gunnar Markússon Hinsegin Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Fordómar, sjálfsþroski og hinsegin dagar Nú eru Hinsegin dagar nýhafnir og sjaldan hefur þörfin á þeim verið meiri. Helst þyrftu allir dagar að vera hinsegin dagar, því það er sorglegt að verða vitni að því bakslagi sem orðið hefur í réttindabaráttu hinsegin fólks um allan heim. Ég er miðaldra, gagnkynhneigður karlmaður með kvíðaröskun og langar að deila með ykkur minni reynslu af fordómum gagnvart hinsegin samfélaginu Frá fordómum til skilnings Þegar ég var rúmlega tvítugur var ég mjög fordómafullur. Um leið var ég óöruggur í eigin skinni, hræddur og kvíðinn. Á þessum árum kom nákominn ættingi minn út úr skápnum og ég brást mjög illa við, sakaði viðkomandi um að vera að bulla og grínast í mér. Ég hafði fram að því ekki þekkt neinn sem var opinberlega samkynhneigður. Þetta kvöld bauð þessi ættingi minn mér og vinkonu minni út að borða á veitingastaðnum Ítalíu og síðan á barinn 22 til að hitta vini síni og kærustu/a. Með þessu var ætlunin að sýna fyrir mér að þetta væri ekkert grín, en ég afneitaði þessu öllu og vissi ekki einu sinni að barinn 22 væri yfirlýstur skemmtistaður samkynhneigðra á þessum tíma. Vá, hvað ég vildi að ég ætti tímavél og gæti farið aftur í tímann — faðmaðu þenna ættingja minn lengi og óskað honum innilega til hamingju með þetta hugrakka skref. En tíminn líður áfram og ég hef þroskast mikið á áratugunum sem liðin eru. Ég hef síðan þá bæði grátið og hlegið að þessum kjánalegu og fordómafullu viðbrögðum mínum með ættingja mínum. Einnig hef ég fengið þann heiður að fagna með vinum og ættingjum þegar þau hafa stigið fram sem hinsegin. Við eigum að fagna því þegar fólk þorir að stíga þetta mikilvæga skref. Ótti foreldra og samfélagslegir fordómar Sem foreldri skil ég vel að margir foreldrar sem bera ekki með sér fordóma gagnvart því að vera hinsegin — en þeir óttast fordóma samfélagsins og reyna því jafnvel að „fela“ hinseginleika barns síns. Þau spyrja sig: Hvernig mun barnið mitt bregðast við þegar einhver eys yfir það fúkyrðum og fordómum fyrir að vera hinsegin? Hvað þá ef barnið mitt er hán, trans, pan eða annað sem sumir sífellt hrista hausinn yfir? Í mínum huga snýst þessi ótti ekki um vanþóknun á barninu heldur um þá verndartilfinningu sem foreldrar bera . Sem betur fer hefur hin mikla barátta fyrir réttindum hinseginleikans í okkar samfélagi skilað okkur því að umræðan er opin og velkomin þrátt fyrir bakslag. En við verðum að muna að besta verndin sem við getum veitt fyrir börnin okkar er að skapa samfélag sem heldur áfram að taka umræðuna, upplýsa og taka öllum opnum örmum. Af hverju hræðumst við ástina? Hvers vegna reiðist fólk því að aðrir elska? Hvers vegna veldur það svona miklum viðbrögðum að fólk vilji vera það sjálft ? Er það ekki sameiginleg þrá flestra að elska og vera elskaður? Við sækjum flest í viðurkenningu, hlýju og tengsl. Það er því óskiljanlegt að einhverjir velji að bregðast við ást annarra með reiði og hatri. Kynnumst hinsegin manneskju Ég hvet alla sem finna fyrir fordómum gagnvart hinsegin fólki að reyna að eignast vin í hinsegin samfélaginu. Þegar þú kynnist manneskjunni á bak við skilgreininguna, breytist sjónarhornið. Þetta eru fólk af holdi og blóði — með drauma, vonir, breyskleika og styrk, rétt eins og þú. Af minni reynslu virðist meira að segja vera meiri kærleikur, hlýja og vinsemd í hinsegin samfélaginu en víða annars staðar í samfélaginu. Fræðsla og gleði sem mótvægi við hatur Ef þú berð fordóma, hvettu sjálfan þig til að stíga eitt skref í átt að skilningi. Heimsæktu samtök hinsegin fólks, fáðu fræðslu, mættu í viðburð og sjáðu manneskjurnar á bak við baráttuna og leyfðu þér að kynnast góðu fólki hvar sem það er í sveit sett. Og vonandi sjáumst við brosandi, full af ást og mannelskandi orku í Gleðigöngunni á laugardaginn. Um fordóma og von Það er ástæða fyrir því að fólk hatar. Fordómar spretta af óöryggi, ótta og oft vanlíðan. Enginn fæðist fordómafullur — en við lærum það af umhverfinu. En rétt eins og fordómar geta kviknað, þá er hægt að vinna bug á þeim. Með fræðslu, vináttu, opnu samtali og kærleika. Hinsegin fólk má líka ekki að láta hatrið sigra. Því hatrið er mannskemmandi tilfinning og ekki endurgjalda hatur með hatri, heldur með vorkunn, skilningi og þrautseigju. Vonum innilega að fólk sem hatar og sýnir mikla fordóma sjái ljósið einn daginn. Því sú manneskja sem ekki getur elskað, lifir innantómu lífi. Ástin á tímum haturs Í heimi þar sem gleðigöngur eru bannaðar og stríð geysa, þurfum við meira af ást, umhyggju og virðingu — ekki minna. Við þurfum fleiri þjóðarleiðtoga og stjórnmálamenn sem klæðast dragi í gleðigöngum og fagna fjölbreytileikanum. Það er von mín að þessi grein opni augu einhverra sem eru í skugganum og ástleysinu. Gleðilega og ástríka Hinsegin daga, kæra þjóð. Höfundur er næringarfræðingur, matvælafræðingur og einkaþjálfari.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun