Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar 6. ágúst 2025 09:30 Umfjöllun vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun hefur verið áberandi í fjölmiðlum á undanförnum vikum. Í ljósi þeirrar umræðu er nauðsynlegt að rifja upp staðreyndir máls. Það er ótækt að mínu viti að umhverfis- orku og loftlagsráðherra, þurfi að sitja undir endalausum ákúrum vegna þessarar framkvæmdar. Það er hlutverk ráðherra að framfylgja ákvörðunum Alþingis varðandi þá virkjanakosti sem Alþingi hefur þegar samþykkt. Hvammsvirkjun í Þjórsá hefur lengi verið til umræðu í samfélaginu. Þessi virkjanakostur fór í gegnum ítarlegt mat hjá verkefnastjórn rammaáætlunar og var samkvæmt tillögum 3. áfanga færð úr biðflokki í nýtingarflokk. Þetta var allt saman afgreitt þann 1 júlí 2015 eftir faglega málsmeðferð og fjölmargar umsagnir og í framhaldinu lýðræðislega atkvæðagreiðslu. Með þessari ákvörðun liggur klárt fyrir að tekin hefur verið pólítísk ákvörðun um að virkjunin skyldi teljast tæknilega, umhverfislega og samfélagslega framkvæmileg innan ramma íslenskrar orkunýtingarstefnu. Já, það er augljóst að það er skylda ráðherra að framfylgja ákvörðununum Alþingis varðandi virkjanakosti nema annað sé ákveðið. Að láta hjá líða að vinna í samræmi við gildandi lög frá Alþingi er ekki valkostur fyrir ráðherrann og felur í sér vanvirðingu við faglegt vinnuferli og lýðræðislegar leikreglur. Svo allt tal um að ráðherrann hafi einbeittan brotavilja um að ráðast að náttúrufegurð Þjórsárdals vísa ég til föðurhúsana. Málefnaleg umræða eða aðför? Hvammsvirkjun verður að veruleika það hefur Alþingi ákveðið eins og áður segir en það sorglega við umræðuna er að málsvarar þeirra sem eru á móti framkvæmdunum er að þeir ganga allt of langt í sinni ólund og ráðast m.a að forstjóra Landsvirkjunar í fjölmiðlum með afar ósmekklegum hætti og miða hans vinnulag við aðferðir heimilisofbeldismanna. Það er að mínum dómi einstakt að forsvarsmenn frjálsa félagasamtaka leyfi sér að hafa slíkt eftir sér á opinberum vettangi. Og bæti svo ofan í skömmina að það sé ekki ástæða til þess að biðjast afsökunar á ummælunum. Þessi málflutningur er auðvitað ekki boðlegur og hlýtur að rýra traust til þeirra sem stjórna þessum samtökum. Þeir sem vilja endurskoða reglur um flokkun virkjunarkosta þurfa að fara þá leið sem lög og lýðræðið fer fram á, og leggja þá fram nýja tillögu fram á Alþingi. Það hlýtur að þurfa að virða leikreglur lýðræðisins jafnvel þótt fólk sé ósátt. Það er ekki valkostur að virða ekki ákvörðun Alþingis, Þjórsá flæðir áfram og ábyrðin líka. Rangárþing ytra er aðili málsins sem leyfisgjafi en hlutverk sveitarfélagsins er að tryggja að framkvæmdum sé hagað í sátt við samfélagið, náttúruna og byggðarlagið í heild sinni. Höfundur er oddviti Rangárþings ytra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Rangárþing ytra Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Umfjöllun vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun hefur verið áberandi í fjölmiðlum á undanförnum vikum. Í ljósi þeirrar umræðu er nauðsynlegt að rifja upp staðreyndir máls. Það er ótækt að mínu viti að umhverfis- orku og loftlagsráðherra, þurfi að sitja undir endalausum ákúrum vegna þessarar framkvæmdar. Það er hlutverk ráðherra að framfylgja ákvörðunum Alþingis varðandi þá virkjanakosti sem Alþingi hefur þegar samþykkt. Hvammsvirkjun í Þjórsá hefur lengi verið til umræðu í samfélaginu. Þessi virkjanakostur fór í gegnum ítarlegt mat hjá verkefnastjórn rammaáætlunar og var samkvæmt tillögum 3. áfanga færð úr biðflokki í nýtingarflokk. Þetta var allt saman afgreitt þann 1 júlí 2015 eftir faglega málsmeðferð og fjölmargar umsagnir og í framhaldinu lýðræðislega atkvæðagreiðslu. Með þessari ákvörðun liggur klárt fyrir að tekin hefur verið pólítísk ákvörðun um að virkjunin skyldi teljast tæknilega, umhverfislega og samfélagslega framkvæmileg innan ramma íslenskrar orkunýtingarstefnu. Já, það er augljóst að það er skylda ráðherra að framfylgja ákvörðununum Alþingis varðandi virkjanakosti nema annað sé ákveðið. Að láta hjá líða að vinna í samræmi við gildandi lög frá Alþingi er ekki valkostur fyrir ráðherrann og felur í sér vanvirðingu við faglegt vinnuferli og lýðræðislegar leikreglur. Svo allt tal um að ráðherrann hafi einbeittan brotavilja um að ráðast að náttúrufegurð Þjórsárdals vísa ég til föðurhúsana. Málefnaleg umræða eða aðför? Hvammsvirkjun verður að veruleika það hefur Alþingi ákveðið eins og áður segir en það sorglega við umræðuna er að málsvarar þeirra sem eru á móti framkvæmdunum er að þeir ganga allt of langt í sinni ólund og ráðast m.a að forstjóra Landsvirkjunar í fjölmiðlum með afar ósmekklegum hætti og miða hans vinnulag við aðferðir heimilisofbeldismanna. Það er að mínum dómi einstakt að forsvarsmenn frjálsa félagasamtaka leyfi sér að hafa slíkt eftir sér á opinberum vettangi. Og bæti svo ofan í skömmina að það sé ekki ástæða til þess að biðjast afsökunar á ummælunum. Þessi málflutningur er auðvitað ekki boðlegur og hlýtur að rýra traust til þeirra sem stjórna þessum samtökum. Þeir sem vilja endurskoða reglur um flokkun virkjunarkosta þurfa að fara þá leið sem lög og lýðræðið fer fram á, og leggja þá fram nýja tillögu fram á Alþingi. Það hlýtur að þurfa að virða leikreglur lýðræðisins jafnvel þótt fólk sé ósátt. Það er ekki valkostur að virða ekki ákvörðun Alþingis, Þjórsá flæðir áfram og ábyrðin líka. Rangárþing ytra er aðili málsins sem leyfisgjafi en hlutverk sveitarfélagsins er að tryggja að framkvæmdum sé hagað í sátt við samfélagið, náttúruna og byggðarlagið í heild sinni. Höfundur er oddviti Rangárþings ytra.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun