Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar 6. ágúst 2025 09:30 Umfjöllun vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun hefur verið áberandi í fjölmiðlum á undanförnum vikum. Í ljósi þeirrar umræðu er nauðsynlegt að rifja upp staðreyndir máls. Það er ótækt að mínu viti að umhverfis- orku og loftlagsráðherra, þurfi að sitja undir endalausum ákúrum vegna þessarar framkvæmdar. Það er hlutverk ráðherra að framfylgja ákvörðunum Alþingis varðandi þá virkjanakosti sem Alþingi hefur þegar samþykkt. Hvammsvirkjun í Þjórsá hefur lengi verið til umræðu í samfélaginu. Þessi virkjanakostur fór í gegnum ítarlegt mat hjá verkefnastjórn rammaáætlunar og var samkvæmt tillögum 3. áfanga færð úr biðflokki í nýtingarflokk. Þetta var allt saman afgreitt þann 1 júlí 2015 eftir faglega málsmeðferð og fjölmargar umsagnir og í framhaldinu lýðræðislega atkvæðagreiðslu. Með þessari ákvörðun liggur klárt fyrir að tekin hefur verið pólítísk ákvörðun um að virkjunin skyldi teljast tæknilega, umhverfislega og samfélagslega framkvæmileg innan ramma íslenskrar orkunýtingarstefnu. Já, það er augljóst að það er skylda ráðherra að framfylgja ákvörðununum Alþingis varðandi virkjanakosti nema annað sé ákveðið. Að láta hjá líða að vinna í samræmi við gildandi lög frá Alþingi er ekki valkostur fyrir ráðherrann og felur í sér vanvirðingu við faglegt vinnuferli og lýðræðislegar leikreglur. Svo allt tal um að ráðherrann hafi einbeittan brotavilja um að ráðast að náttúrufegurð Þjórsárdals vísa ég til föðurhúsana. Málefnaleg umræða eða aðför? Hvammsvirkjun verður að veruleika það hefur Alþingi ákveðið eins og áður segir en það sorglega við umræðuna er að málsvarar þeirra sem eru á móti framkvæmdunum er að þeir ganga allt of langt í sinni ólund og ráðast m.a að forstjóra Landsvirkjunar í fjölmiðlum með afar ósmekklegum hætti og miða hans vinnulag við aðferðir heimilisofbeldismanna. Það er að mínum dómi einstakt að forsvarsmenn frjálsa félagasamtaka leyfi sér að hafa slíkt eftir sér á opinberum vettangi. Og bæti svo ofan í skömmina að það sé ekki ástæða til þess að biðjast afsökunar á ummælunum. Þessi málflutningur er auðvitað ekki boðlegur og hlýtur að rýra traust til þeirra sem stjórna þessum samtökum. Þeir sem vilja endurskoða reglur um flokkun virkjunarkosta þurfa að fara þá leið sem lög og lýðræðið fer fram á, og leggja þá fram nýja tillögu fram á Alþingi. Það hlýtur að þurfa að virða leikreglur lýðræðisins jafnvel þótt fólk sé ósátt. Það er ekki valkostur að virða ekki ákvörðun Alþingis, Þjórsá flæðir áfram og ábyrðin líka. Rangárþing ytra er aðili málsins sem leyfisgjafi en hlutverk sveitarfélagsins er að tryggja að framkvæmdum sé hagað í sátt við samfélagið, náttúruna og byggðarlagið í heild sinni. Höfundur er oddviti Rangárþings ytra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um Hvammsvirkjun Rangárþing ytra Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Umfjöllun vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun hefur verið áberandi í fjölmiðlum á undanförnum vikum. Í ljósi þeirrar umræðu er nauðsynlegt að rifja upp staðreyndir máls. Það er ótækt að mínu viti að umhverfis- orku og loftlagsráðherra, þurfi að sitja undir endalausum ákúrum vegna þessarar framkvæmdar. Það er hlutverk ráðherra að framfylgja ákvörðunum Alþingis varðandi þá virkjanakosti sem Alþingi hefur þegar samþykkt. Hvammsvirkjun í Þjórsá hefur lengi verið til umræðu í samfélaginu. Þessi virkjanakostur fór í gegnum ítarlegt mat hjá verkefnastjórn rammaáætlunar og var samkvæmt tillögum 3. áfanga færð úr biðflokki í nýtingarflokk. Þetta var allt saman afgreitt þann 1 júlí 2015 eftir faglega málsmeðferð og fjölmargar umsagnir og í framhaldinu lýðræðislega atkvæðagreiðslu. Með þessari ákvörðun liggur klárt fyrir að tekin hefur verið pólítísk ákvörðun um að virkjunin skyldi teljast tæknilega, umhverfislega og samfélagslega framkvæmileg innan ramma íslenskrar orkunýtingarstefnu. Já, það er augljóst að það er skylda ráðherra að framfylgja ákvörðununum Alþingis varðandi virkjanakosti nema annað sé ákveðið. Að láta hjá líða að vinna í samræmi við gildandi lög frá Alþingi er ekki valkostur fyrir ráðherrann og felur í sér vanvirðingu við faglegt vinnuferli og lýðræðislegar leikreglur. Svo allt tal um að ráðherrann hafi einbeittan brotavilja um að ráðast að náttúrufegurð Þjórsárdals vísa ég til föðurhúsana. Málefnaleg umræða eða aðför? Hvammsvirkjun verður að veruleika það hefur Alþingi ákveðið eins og áður segir en það sorglega við umræðuna er að málsvarar þeirra sem eru á móti framkvæmdunum er að þeir ganga allt of langt í sinni ólund og ráðast m.a að forstjóra Landsvirkjunar í fjölmiðlum með afar ósmekklegum hætti og miða hans vinnulag við aðferðir heimilisofbeldismanna. Það er að mínum dómi einstakt að forsvarsmenn frjálsa félagasamtaka leyfi sér að hafa slíkt eftir sér á opinberum vettangi. Og bæti svo ofan í skömmina að það sé ekki ástæða til þess að biðjast afsökunar á ummælunum. Þessi málflutningur er auðvitað ekki boðlegur og hlýtur að rýra traust til þeirra sem stjórna þessum samtökum. Þeir sem vilja endurskoða reglur um flokkun virkjunarkosta þurfa að fara þá leið sem lög og lýðræðið fer fram á, og leggja þá fram nýja tillögu fram á Alþingi. Það hlýtur að þurfa að virða leikreglur lýðræðisins jafnvel þótt fólk sé ósátt. Það er ekki valkostur að virða ekki ákvörðun Alþingis, Þjórsá flæðir áfram og ábyrðin líka. Rangárþing ytra er aðili málsins sem leyfisgjafi en hlutverk sveitarfélagsins er að tryggja að framkvæmdum sé hagað í sátt við samfélagið, náttúruna og byggðarlagið í heild sinni. Höfundur er oddviti Rangárþings ytra.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun