Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. ágúst 2025 20:42 Hanna Katrín Friðriksson, ferðamálaráðherra, er slegin vegna banaslyss sem varð í Reynisfjöru um liðna helgi. Henni hugnast ekki varanleg lokun en vill auknar öryggisráðstafanir. Vísir/sigurjon Hanna Katrín Friðriksson, ráðherra ferðamála, er slegin vegna banaslyssins í Reynisfjöru um liðna helgi og segir að eitt af því sem sé til alvarlegrar skoðunar sé að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru þegar aðstæður eru slæmar. Öryggismál á fjölförnum ferðamannastöðum hafa verið landsmönnum ofarlega í huga í skugga skelfilegs banaslyss um helgina. Ferðamálaráðherra segir slysið láta engan ósnortinn. „Mér bara krossbrá, þetta voru skelfilegar fréttir. Það er bara ekkert öðruvísi.“ Banaslysið um helgina var það sjötta frá árinu 2007. Hanna Katrín var spurð hvort þetta segði eitthvað um ástandið á svæðinu. „Það gerir það auðvitað, til viðbótar við það að þetta er einn mest sótti ferðamannastaðurinn okkar. Það eru þarna hundruðir þúsunda ferðamanna sem koma á staðinn á ári hverju og fjöldinn fer vaxandi. Það er auðvitað búið að lyfta grettistaki af hálfu landeigenda og viðbragðsaðila síðustu ár til að auka upplýsingagjöf og fræðslu.“ Banaslysið sýni þó að grípa verði til frekari aðgerða. „Það er hægt að breyta þessum áhættustuðli þannig að rauða ljósið sé oftar, það er hægt að loka við þær aðstæður aðgengi að stuðlaberginu, að hellinum, að bílastæðinu. Það er hægt að fara í ýmsar aðgerðir.“ Hún vilji þó ekki ganga svo langt að girða hættuleg svæði af varanlega. Betra sé að upplýsa og fræða. „Og meta síðan sjálf við hvaða aðstæður þarf að loka. Annars vegar er ég ekki sannfærð um að hitt sé ákjósanlegasta leiðin yfir höfuð og hins vegar er býsna flókið í okkar stóra og strjábýla landi.“ „Þegar rauða ljósið er og lokun er í gildi hvort það þurfi ekki að vera mannskapur til staðar til að framfylgja því. Og það yrði þá fjármagnað annars vegar með aðkomu stjórnvalda og landeigenda sennilegast, sem myndu þá fjármagna sinn hluta kostnaðarins með einhverri gjaldtöku.“ Öryggi á ferðamannastöðum Reynisfjara Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Hættulegasta svæðinu í Reynisfjöru verður lokað með hliði þegar aðstæður eru slæmar og rautt varúðarljós mun blikka oftar en áður til að auka öryggi gesta á svæðinu. Landeigandi og björgunarsveitarkona á svæðinu útilokar ekki að gripið verði til frekari öryggisráðstafana við fjöruna í framtíðinni. 5. ágúst 2025 20:13 Rauða ljósið mun blikka fyrr Það mun þurfa minna til þess að rautt viðvörunarljós við Reynisfjöru muni blikka vegna slæms veðurs eða mikils ölduafls. Þegar rauða viðvörunin verður í gildi verður umferð fólks að svæðinu lokað við útsýnisplan við fjörukamb, sem þýðir að fólki verður meinað að fara að stuðlaberginu og Hálsanefshelli. 5. ágúst 2025 15:20 Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Íslenska ríkið getur talist brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu ef ekki hafa verið settar almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og þeim fylgt eftir með raunhæfum og virkum aðgerðum segir prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Verkefnastjórn hafi unnið skýrslu en enn hafi ekkert frumvarp verið lagt fram. 4. ágúst 2025 15:09 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Öryggismál á fjölförnum ferðamannastöðum hafa verið landsmönnum ofarlega í huga í skugga skelfilegs banaslyss um helgina. Ferðamálaráðherra segir slysið láta engan ósnortinn. „Mér bara krossbrá, þetta voru skelfilegar fréttir. Það er bara ekkert öðruvísi.“ Banaslysið um helgina var það sjötta frá árinu 2007. Hanna Katrín var spurð hvort þetta segði eitthvað um ástandið á svæðinu. „Það gerir það auðvitað, til viðbótar við það að þetta er einn mest sótti ferðamannastaðurinn okkar. Það eru þarna hundruðir þúsunda ferðamanna sem koma á staðinn á ári hverju og fjöldinn fer vaxandi. Það er auðvitað búið að lyfta grettistaki af hálfu landeigenda og viðbragðsaðila síðustu ár til að auka upplýsingagjöf og fræðslu.“ Banaslysið sýni þó að grípa verði til frekari aðgerða. „Það er hægt að breyta þessum áhættustuðli þannig að rauða ljósið sé oftar, það er hægt að loka við þær aðstæður aðgengi að stuðlaberginu, að hellinum, að bílastæðinu. Það er hægt að fara í ýmsar aðgerðir.“ Hún vilji þó ekki ganga svo langt að girða hættuleg svæði af varanlega. Betra sé að upplýsa og fræða. „Og meta síðan sjálf við hvaða aðstæður þarf að loka. Annars vegar er ég ekki sannfærð um að hitt sé ákjósanlegasta leiðin yfir höfuð og hins vegar er býsna flókið í okkar stóra og strjábýla landi.“ „Þegar rauða ljósið er og lokun er í gildi hvort það þurfi ekki að vera mannskapur til staðar til að framfylgja því. Og það yrði þá fjármagnað annars vegar með aðkomu stjórnvalda og landeigenda sennilegast, sem myndu þá fjármagna sinn hluta kostnaðarins með einhverri gjaldtöku.“
Öryggi á ferðamannastöðum Reynisfjara Ferðaþjónusta Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Hættulegasta svæðinu í Reynisfjöru verður lokað með hliði þegar aðstæður eru slæmar og rautt varúðarljós mun blikka oftar en áður til að auka öryggi gesta á svæðinu. Landeigandi og björgunarsveitarkona á svæðinu útilokar ekki að gripið verði til frekari öryggisráðstafana við fjöruna í framtíðinni. 5. ágúst 2025 20:13 Rauða ljósið mun blikka fyrr Það mun þurfa minna til þess að rautt viðvörunarljós við Reynisfjöru muni blikka vegna slæms veðurs eða mikils ölduafls. Þegar rauða viðvörunin verður í gildi verður umferð fólks að svæðinu lokað við útsýnisplan við fjörukamb, sem þýðir að fólki verður meinað að fara að stuðlaberginu og Hálsanefshelli. 5. ágúst 2025 15:20 Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Íslenska ríkið getur talist brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu ef ekki hafa verið settar almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og þeim fylgt eftir með raunhæfum og virkum aðgerðum segir prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Verkefnastjórn hafi unnið skýrslu en enn hafi ekkert frumvarp verið lagt fram. 4. ágúst 2025 15:09 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Hættulegasta svæðinu í Reynisfjöru verður lokað með hliði þegar aðstæður eru slæmar og rautt varúðarljós mun blikka oftar en áður til að auka öryggi gesta á svæðinu. Landeigandi og björgunarsveitarkona á svæðinu útilokar ekki að gripið verði til frekari öryggisráðstafana við fjöruna í framtíðinni. 5. ágúst 2025 20:13
Rauða ljósið mun blikka fyrr Það mun þurfa minna til þess að rautt viðvörunarljós við Reynisfjöru muni blikka vegna slæms veðurs eða mikils ölduafls. Þegar rauða viðvörunin verður í gildi verður umferð fólks að svæðinu lokað við útsýnisplan við fjörukamb, sem þýðir að fólki verður meinað að fara að stuðlaberginu og Hálsanefshelli. 5. ágúst 2025 15:20
Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Íslenska ríkið getur talist brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu ef ekki hafa verið settar almennar reglur um varnir gegn slysum á fjölsóttum ferðamannastöðum og þeim fylgt eftir með raunhæfum og virkum aðgerðum segir prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Verkefnastjórn hafi unnið skýrslu en enn hafi ekkert frumvarp verið lagt fram. 4. ágúst 2025 15:09