Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2025 16:31 Patrick Pedersen og Tryggvi Guðmundsson eru núna efstir og jafnir með 131 mark hvor í efstu deild á Íslandi. Vísir/Diego/Stefán Markametið í efstu deild karla fellur með næsta marki Patrick Pedersen en síðast þegar metið var við það að falla þá féll það ekki nærri því strax. Danski framherjinn skoraði sitt fimmtánda mark í Bestu deildinni í sumar á dögunum þegar Valur vann FH 3-1 í sextándu umferð deildarinnar. Markið hans Pedersen var jafnframt það 131. hjá honum í efstu deild á Íslandi og með því jafnaði hann markamet Tryggva Guðmundssonar. Í kvöld getur hann bætt metið þegar Valsmenn heimsækja Skagamenn. Tryggvi er búinn að eiga metið í næstum því fjórtán ár eða síðan um miðjan september 2011. Tryggvi jafnaði þá markamet Inga Björns Albertssonar með því að skora sitt 126. mark í sigurleik á Stjörnunni. Eyjaliðið átti þá eftir þrjá leiki á leiktíðinni en Tryggva tókst ekki að skora í þeim. Í lokaumferðinni fékk hann tvær vítaspyrnur en klikkaði á þeim báðum. Hann fékk slæmt höfuðhögg í leiknum og sagði í viðtölum að hann myndi ekkert eftir að hafa tekið þessi víti. Biðin eftir metmarkinu lengdist því enn frekar. Hér sjá forsíðumynd Morgunblaðsins daginn eftir að Tryggvi sló metið.Tímarit.is/Morgunblaðið Tryggvi missti síðan af fyrstu fimm leikjum næsta tímabils vegna meiðsla en komst loksins aftur inn á völlinn í sjöttu umferðinni 29. maí 2012. Meiðslin fengu marga til að velta fyrir sér hvort að örlögin væru búin að grípa í taumana en Tryggvi vat ekki á því þegar hann loksins komst inn á völlinn aftur. Tryggvi bætti markametið í fyrsta leik sínum á 2012 tímabilinu með því að skora beint úr aukaspyrnu af um tuttugu metra færi þegar fjórtán mínútur voru til leiksloka. Það liðu því 257 dagar, frá 15. september 2011 til 29. maí 2012, á milli þess að Tryggvi jafnaði og bætti markametið. Nú er að sjá hversu lengi Pedersen þarf að bíða eftir að eignast metið einn. Valsliðið á auðvitað eftir að spila ellefu leiki á tímabilinu, sex í deildinni og fimm til viðbótar í úrslitakeppninni. Það verða því næg tækifæri á næstunni fyrir Danann marksækna að taka metið af Tryggva. Ingi Björn Albertsson átti metið í þrjátíu ár, eða frá 1982 til 2012, en hann tók metið á sínum tíma af Hermanni Gunnarssyni. Síðustu eigendur markametsins í efstu deild karla: Patrick Pedersen 2025- Tryggvi Guðmundsson 2011- Ingi Björn Albertsson 1982-2012 Hermann Gunnarsson 1973-1982 Ellert B. Schram -1973 Besta deild karla Valur Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Danski framherjinn skoraði sitt fimmtánda mark í Bestu deildinni í sumar á dögunum þegar Valur vann FH 3-1 í sextándu umferð deildarinnar. Markið hans Pedersen var jafnframt það 131. hjá honum í efstu deild á Íslandi og með því jafnaði hann markamet Tryggva Guðmundssonar. Í kvöld getur hann bætt metið þegar Valsmenn heimsækja Skagamenn. Tryggvi er búinn að eiga metið í næstum því fjórtán ár eða síðan um miðjan september 2011. Tryggvi jafnaði þá markamet Inga Björns Albertssonar með því að skora sitt 126. mark í sigurleik á Stjörnunni. Eyjaliðið átti þá eftir þrjá leiki á leiktíðinni en Tryggva tókst ekki að skora í þeim. Í lokaumferðinni fékk hann tvær vítaspyrnur en klikkaði á þeim báðum. Hann fékk slæmt höfuðhögg í leiknum og sagði í viðtölum að hann myndi ekkert eftir að hafa tekið þessi víti. Biðin eftir metmarkinu lengdist því enn frekar. Hér sjá forsíðumynd Morgunblaðsins daginn eftir að Tryggvi sló metið.Tímarit.is/Morgunblaðið Tryggvi missti síðan af fyrstu fimm leikjum næsta tímabils vegna meiðsla en komst loksins aftur inn á völlinn í sjöttu umferðinni 29. maí 2012. Meiðslin fengu marga til að velta fyrir sér hvort að örlögin væru búin að grípa í taumana en Tryggvi vat ekki á því þegar hann loksins komst inn á völlinn aftur. Tryggvi bætti markametið í fyrsta leik sínum á 2012 tímabilinu með því að skora beint úr aukaspyrnu af um tuttugu metra færi þegar fjórtán mínútur voru til leiksloka. Það liðu því 257 dagar, frá 15. september 2011 til 29. maí 2012, á milli þess að Tryggvi jafnaði og bætti markametið. Nú er að sjá hversu lengi Pedersen þarf að bíða eftir að eignast metið einn. Valsliðið á auðvitað eftir að spila ellefu leiki á tímabilinu, sex í deildinni og fimm til viðbótar í úrslitakeppninni. Það verða því næg tækifæri á næstunni fyrir Danann marksækna að taka metið af Tryggva. Ingi Björn Albertsson átti metið í þrjátíu ár, eða frá 1982 til 2012, en hann tók metið á sínum tíma af Hermanni Gunnarssyni. Síðustu eigendur markametsins í efstu deild karla: Patrick Pedersen 2025- Tryggvi Guðmundsson 2011- Ingi Björn Albertsson 1982-2012 Hermann Gunnarsson 1973-1982 Ellert B. Schram -1973
Síðustu eigendur markametsins í efstu deild karla: Patrick Pedersen 2025- Tryggvi Guðmundsson 2011- Ingi Björn Albertsson 1982-2012 Hermann Gunnarsson 1973-1982 Ellert B. Schram -1973
Besta deild karla Valur Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira