Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. ágúst 2025 07:31 Ósýnilega konan, Herra Furðulegur, Fyrirbærið og Mennski loginn ásamt vélmenninu Herbie. Fyrstu skref hinna fjögurra fræknu fjallar um tilvonandi foreldra sem þurfa að takast á við afl sem ógnar jörðinni. Myndin er sú best útlítandi frá Marvel í áraraðir og býr yfir sterkum leikhópi en skilur lítið eftir sig vegna vanþróaðra persóna. The Fantastic Four: First Steps er nýjasta og 37. mynd Marvel-kvikmyndaheimsins og önnur mynd leikstjórans Matt Shakam, sem hefur áður leikstýrt fjölda sjónvarpssería, þar á meðal Wandavision og It‘s Always Sunny in Philadelphia. Leikhópurinn er vel mannaður: Pedro Pascal leikur Reed Richards, Vanessa Kirby leikur Sue Storm, Joseph Quinn leikur Johnny Storm og Ebon Moss-Bachrach leikur Ben Grimm, Julia Garner leikur Shalla-Bal og Ralph Ineson leikur Galactus. Fjögur ár eru liðin frá því fjórir geimfarar héldu út í geim og sneru þaðan aftur með ofurkrafta. Hin fjögur fræknu hafa síðan þá fest sig í sessi sem verndarar Jarðar 828. Einn daginn birtist silfurlituð geimvera sem boðar komu Galactusar sem hyggst éta Jörðina. Hver á að bjarga Marvel? Eftir margra ára sigurgöngu er Marvel í vanda statt: þétt útgáfudagskrá síðustu ára hefur leitt til ofurhetjuþreytu, nýju hetjurnar eru ekki nógu vinsælar og hvert floppið hefur fylgt á fætur öðru. Á sama tíma hefur helsti andstæðingurinn náð vopnum sínum og slegið í gegn með nýrri mynd, Superman, sem boðar upphaf kvikmyndaheims DC. Nánar má lesa um þær áætlanir í dómi um Ofurmennið að neðan. Fantastic Four er þriðja Marvel-mynd ársins. Thunderbolts* fékk fínar viðtökur meðan Captain America: Brave New World var algjör katastrófa og báðar enduðu sem flopp. Með þeim lauk fimmta fasa kvikmyndaheims Marvel sem hefur heilt yfir einkennst af slæmum dómum og dræmum tekjum. Stúdíóið leitar nú til sígildra ofurhetja, The Fantastic Four, í von um að þær geti kveikt neistann að nýju fyrir næsta fasa. Illa hefur gengið að aðlaga Fantastic Four að skjánum. Þrjár leiknar myndir um fjórmenningana hafa komið út auk óutgefinnar myndar frá 1994. Fantastic Four (2005) naut töluverðra vinsælda þrátt fyrir arfaslaka dóma og beina framhaldið Fantastic Four: The Rise of the Silver Surfer (2007) gekk svipað vel. Ekkert varð af meintri þriðju mynd en árið 2015 kom út endurgerðin Fant4stic sem fékk enn verri dóma en hinar tvær. Með öðrum orðum: það hefur aldrei tekist að gera almennilega mynd um þessa fjögurra manna ofurhetjufjölskyldu. Loksins vel útlítandi mynd Til að forðast hefðbundna upprunasögu er áhorfendum varpað inn í heiminn eftir að hetjurnar hafa þegar sannað sig, svipað og í nýju myndinni um Ofurmennið. Áhorfendur kynnast afrekum hópsins með rammafrásögn þar sem sjónvarpsþáttur í myndinni rifjar upp síðustu fjögur ár hópsins og hvað þau hafa afrekað. Þetta er útfært með löngu samklippi (e. montage) af ýmsum hasarsenum. Hin fjögur fræknu eru mestu hetjur Jarðar 828 en munu án efa hitta fyrir hetjur venjulegu Jarðarinnar þegar fram líða stundir. Fyrir utan að sleppa upprunasögunni aðgreinir myndin sig frá restinni af Marvel-kvikmyndaheiminum að einu stóru leyti. Hún gerist ekki á sömu plánetu, Jörð 828 er önnur en sú sem áhorfendur eru vanir. Myndin þarf því ekki að burðast um með sögur, hetjur og vandamál hinna ofurhetjumynda Marvel. Sömuleiðis býr myndin yfir betri stílíseringu, útliti og búningum en nokkur önnur mynd úr kvikmyndaheimi Marvel. Maður þarf að fara aftur til þríleiks Sam Raimi til að sjá jafn stökka, sterka liti og skýra stílíseringu. Myndin gerist í retrófútúrískum heimi, blöndu af barnaþáttunum Jetsons og samkrulli af tæknilegum græjum við art-deco-hönnun fjórða áratugarins og klæðnað sjötta og sjöunda áratugarins. Litapallettan er björt, leikmyndin er glæsileg og vel tekst að skapa sannfærandi heim. Geimfararnir fjórir á leið út í geim áður en líf þeirra gjörbreyttist. Kvíðinn snillingur, móðir, bergrisi og svartur sauður Susan Storm (Kirby), sem getur gert sig ósýnilega og stjórnað orku, og Reed Richards (Pascal), sem býr yfir ótrúlegum teygjukrafti, eiga óvænt von á barni. Foreldranir eru í sjöunda himni rétt eins og hinir meðlimir ofurhetjuhópsins, eldmaðurinn Johnny Storm (Quinn) og steinrisinn Ben Grimm (Moss-Bachrach). Áhorfendur fá ekki að sjá nógu mikið af teygjukröftum Herra Furðulegs. Tilvonandi faðirinn er þó logandi hræddur því hann óttast það sem hann ekki þekkir og getur ekki stjórnað: Hvernig faðir verð ég? Hvernig verður barnið mitt? Hvernig mun það spjara sig í hinum grimma heimi? Pascal nær ágætlega að fanga þetta kvíðna innræna gáfumenni sem er um leið leiðtogi fjórmenninganna. Gegnt honum er Kirby sem fær heldur eintóna rullu í tilvonandi móðurinni Sue Storm. Henni tekst að gera mikið úr litlu og gefur ósýnilegu konunni ákveðna vigt og hlýju. Ekki skemmir fyrir að hún er sú eina sem býr yfir almennilegum kröftum. Vanessa Kirby gerir mikið við efnisrýra persónu Sue Storm. Áhorfendur fá ágætis tilfinningu fyrir fjölskyldudýnamíkinni og leikararnir ná vel saman. Tónninn er sömuleiðis einlægari og alvörugefnari sem er óvænt ánægja því vanalega eru Marvel-myndir uppfullur af mislukkuðum bröndurum og frasatali. Sannarlega er enginn viðburður á ævinni eins stór og barneignir. Nema kannski þegar þér er tilkynnt af silfurlituðu brettaverunni Shalla-Bal (Garner) að risavaxna geimveran Galactus (Ineson) ætli að borða Jörðina. Hvað er til bragðs að taka? Berja hann, skjóta hann eða sprengja hann? Fjórmenningarnir ákveða að ganga á fund Galactusar til að ræða við hann. Geimrisinn leggur þar fram óvænt boð sem er best að spilla ekki. Galactus er ekkert lamb að leika sér við. Annað sem er hressandi við myndina eru hasarsenur, takmarkað magn þeirra réttara sagt. Vegna þess hve fáar þær eru verða þær kraftmeiri fyrir vikið. Hetjurnar þurfa auðvitað að stöðva Galactus og skósvein hans en spurningin er hvernig það er gert. Efnistökin eru að hluta óhefðbundin – ofurhetjumyndir fjalla sjaldan um barneignir – en myndin fer þó fljótt inn á kunnuglegar slóðir, sem er ekki alslæmt út af fyrir sig. Verra er að myndin hefur bersýnilega verið sörguð niður til að vera ekki of löng. Þó nokkrar senur vantar til að móta aðalpersónurnar betur. Þetta á sérstaklega við um tvo meðlimi hópsins. Johnny Storm upplifir sig sem svarta sauð hópsins, finnst restin ekki bera virðingu fyrir sér og vill því sanna sig. Áhorfendur kynnast aldrei þessari vitleysingshlið persónunnar þannig að þróunin verður ekki fullnægjandi þegar honum tekst það loksins. Quinn stendur sig sæmilega en ekki nógu vel til að lyfta Storm upp úr flatneskju. Persónuþróun Fyrirbærisins og Mennska logans er ábótavant. Tæknibrellurnar við sköpun Ben Grimm eru einkar góðar og Moss-Bachrach gefur karakternum lágstemmdan sjarma. Hins vegar dregur hann stysta strá myndarinnar hvað persónuþróun varðar. Verandi eina persónan sem umbreytist útlitslega í geimnum býr karakterinn þegar yfir miklum trega. En Grimm er glæpsamlega illa nýttur og fær einungis tvær senur út af fyrir sig. Senurnar leggja drög að rómantískum þræði en eru of fáar og snubbóttar til að eitthvað verði úr þeim. Grimm má segja að sé táknrænn fyrir myndina, útlitslega frábær og vel leikinn en skortir kjöt á beinin til að seðja áhorfendur almennilega. Reed og Sue stíga sín fyrstu skref sem foreldrar þegar Franklin litli fæðist. Niðurstaða: Fyrstu skref hinna fjögurra fræknu er fínasta fjölskylduskemmtun. Tónninn er frábrugðinn hefðbundnum Marvel-myndum og myndin sú best útlítandi sem Marvel hefur gefið frá sér í tvo áratugi. Leikmyndin er fyrsta flokks, stílíseringin vönduð og tæknibrellurnar góðar. Innihaldið heldur þó ekki alveg í við stílinn; myndin er áferðarfalleg en skilur lítið eftir sig. Of mikið hefur verið skorið af myndinni sem skilar sér í ókláraðri eða engri persónusköpun. Fyrir vikið hrífst maður ekki nógu mikið með söguhetjunum. Vanessa Kirby er yfirburðar sem Sue Storm þó persónan sé heldur eintóna, Pedro Pascal fangar vel kvíðna föðurinn Richards, Quinn nær ekki alveg að heilla áhorfendur sem mennski eldurinn Johnny Storm og appelsínugula steintröllið Ben Grimm er jaðarsettur sem aukapersóna. Sjötti fasi Marvel fer ágætlega af stað með þessum barnaskrefum. Maður fær þó enn á tilfinninguna að stúdíófígúrur séu með puttana í öllum ákvörðunum og leikstjórar þurfi að kyngja öllum skipunum. Þess vegna er erfitt að sjá fyrir sér að nokkur Marvel-mynd á næstunni geti virkilega orðið frábær. Gagnrýni Magnúsar Jochums Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Þegar best lætur líður manni eins og maður þeysist eftir brautinni á formúlubíl með öllum þeim hraða, hávæða og spennu sem því fylgir. Þegar farið er af brautinni líður manni eins maður sé að horfa á illa leikna auglýsingu með ómerkilegum persónum og klisjukenndu handriti. 11. júlí 2025 08:32 Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Bretland hefur lokast af frá meginlandi Evrópu. Flestallir hafa sýkst af ofstopafullri reiði en restin hefur lokað sig inni og þjáist af alvarlegri fortíðarþrá. Nei, ég er ekki að tala um Brexit-hrjáð Bretland nútímans heldur nýjustu mynd Danny Boyle þar sem 28 ár eru liðin frá því vírus breytti Bretum í óða uppvakninga og lagði landið í rúst. 5. júlí 2025 08:33 Bob og Robbie í bobba Um þessar mundir eru tvær myndir um heimsfræga tónlistarmenn í bíó. Önnur er fagmannlega gerð og vel leikin en skilur lítið eftir sig. Hin er fullkomið dæmi um hvernig má lífga upp á lúna kvikmyndagrein með skýrri listrænni sýn, skapandi sviðsetningu og kóreógrafíu. 10. febrúar 2025 07:00 Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Hvað gerir Hollywood-stjarna þegar hún er ekki nógu ung og sæt til að vera lengur á skjánum? Hún neitar að sætta sig við örlög sín og reynir hvað hún getur til að verða ung á ný, sprautar sig jafnvel með dularfullu efni án þess að hugsa út í mögulegar aukaverkanir. 7. nóvember 2024 08:31 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
The Fantastic Four: First Steps er nýjasta og 37. mynd Marvel-kvikmyndaheimsins og önnur mynd leikstjórans Matt Shakam, sem hefur áður leikstýrt fjölda sjónvarpssería, þar á meðal Wandavision og It‘s Always Sunny in Philadelphia. Leikhópurinn er vel mannaður: Pedro Pascal leikur Reed Richards, Vanessa Kirby leikur Sue Storm, Joseph Quinn leikur Johnny Storm og Ebon Moss-Bachrach leikur Ben Grimm, Julia Garner leikur Shalla-Bal og Ralph Ineson leikur Galactus. Fjögur ár eru liðin frá því fjórir geimfarar héldu út í geim og sneru þaðan aftur með ofurkrafta. Hin fjögur fræknu hafa síðan þá fest sig í sessi sem verndarar Jarðar 828. Einn daginn birtist silfurlituð geimvera sem boðar komu Galactusar sem hyggst éta Jörðina. Hver á að bjarga Marvel? Eftir margra ára sigurgöngu er Marvel í vanda statt: þétt útgáfudagskrá síðustu ára hefur leitt til ofurhetjuþreytu, nýju hetjurnar eru ekki nógu vinsælar og hvert floppið hefur fylgt á fætur öðru. Á sama tíma hefur helsti andstæðingurinn náð vopnum sínum og slegið í gegn með nýrri mynd, Superman, sem boðar upphaf kvikmyndaheims DC. Nánar má lesa um þær áætlanir í dómi um Ofurmennið að neðan. Fantastic Four er þriðja Marvel-mynd ársins. Thunderbolts* fékk fínar viðtökur meðan Captain America: Brave New World var algjör katastrófa og báðar enduðu sem flopp. Með þeim lauk fimmta fasa kvikmyndaheims Marvel sem hefur heilt yfir einkennst af slæmum dómum og dræmum tekjum. Stúdíóið leitar nú til sígildra ofurhetja, The Fantastic Four, í von um að þær geti kveikt neistann að nýju fyrir næsta fasa. Illa hefur gengið að aðlaga Fantastic Four að skjánum. Þrjár leiknar myndir um fjórmenningana hafa komið út auk óutgefinnar myndar frá 1994. Fantastic Four (2005) naut töluverðra vinsælda þrátt fyrir arfaslaka dóma og beina framhaldið Fantastic Four: The Rise of the Silver Surfer (2007) gekk svipað vel. Ekkert varð af meintri þriðju mynd en árið 2015 kom út endurgerðin Fant4stic sem fékk enn verri dóma en hinar tvær. Með öðrum orðum: það hefur aldrei tekist að gera almennilega mynd um þessa fjögurra manna ofurhetjufjölskyldu. Loksins vel útlítandi mynd Til að forðast hefðbundna upprunasögu er áhorfendum varpað inn í heiminn eftir að hetjurnar hafa þegar sannað sig, svipað og í nýju myndinni um Ofurmennið. Áhorfendur kynnast afrekum hópsins með rammafrásögn þar sem sjónvarpsþáttur í myndinni rifjar upp síðustu fjögur ár hópsins og hvað þau hafa afrekað. Þetta er útfært með löngu samklippi (e. montage) af ýmsum hasarsenum. Hin fjögur fræknu eru mestu hetjur Jarðar 828 en munu án efa hitta fyrir hetjur venjulegu Jarðarinnar þegar fram líða stundir. Fyrir utan að sleppa upprunasögunni aðgreinir myndin sig frá restinni af Marvel-kvikmyndaheiminum að einu stóru leyti. Hún gerist ekki á sömu plánetu, Jörð 828 er önnur en sú sem áhorfendur eru vanir. Myndin þarf því ekki að burðast um með sögur, hetjur og vandamál hinna ofurhetjumynda Marvel. Sömuleiðis býr myndin yfir betri stílíseringu, útliti og búningum en nokkur önnur mynd úr kvikmyndaheimi Marvel. Maður þarf að fara aftur til þríleiks Sam Raimi til að sjá jafn stökka, sterka liti og skýra stílíseringu. Myndin gerist í retrófútúrískum heimi, blöndu af barnaþáttunum Jetsons og samkrulli af tæknilegum græjum við art-deco-hönnun fjórða áratugarins og klæðnað sjötta og sjöunda áratugarins. Litapallettan er björt, leikmyndin er glæsileg og vel tekst að skapa sannfærandi heim. Geimfararnir fjórir á leið út í geim áður en líf þeirra gjörbreyttist. Kvíðinn snillingur, móðir, bergrisi og svartur sauður Susan Storm (Kirby), sem getur gert sig ósýnilega og stjórnað orku, og Reed Richards (Pascal), sem býr yfir ótrúlegum teygjukrafti, eiga óvænt von á barni. Foreldranir eru í sjöunda himni rétt eins og hinir meðlimir ofurhetjuhópsins, eldmaðurinn Johnny Storm (Quinn) og steinrisinn Ben Grimm (Moss-Bachrach). Áhorfendur fá ekki að sjá nógu mikið af teygjukröftum Herra Furðulegs. Tilvonandi faðirinn er þó logandi hræddur því hann óttast það sem hann ekki þekkir og getur ekki stjórnað: Hvernig faðir verð ég? Hvernig verður barnið mitt? Hvernig mun það spjara sig í hinum grimma heimi? Pascal nær ágætlega að fanga þetta kvíðna innræna gáfumenni sem er um leið leiðtogi fjórmenninganna. Gegnt honum er Kirby sem fær heldur eintóna rullu í tilvonandi móðurinni Sue Storm. Henni tekst að gera mikið úr litlu og gefur ósýnilegu konunni ákveðna vigt og hlýju. Ekki skemmir fyrir að hún er sú eina sem býr yfir almennilegum kröftum. Vanessa Kirby gerir mikið við efnisrýra persónu Sue Storm. Áhorfendur fá ágætis tilfinningu fyrir fjölskyldudýnamíkinni og leikararnir ná vel saman. Tónninn er sömuleiðis einlægari og alvörugefnari sem er óvænt ánægja því vanalega eru Marvel-myndir uppfullur af mislukkuðum bröndurum og frasatali. Sannarlega er enginn viðburður á ævinni eins stór og barneignir. Nema kannski þegar þér er tilkynnt af silfurlituðu brettaverunni Shalla-Bal (Garner) að risavaxna geimveran Galactus (Ineson) ætli að borða Jörðina. Hvað er til bragðs að taka? Berja hann, skjóta hann eða sprengja hann? Fjórmenningarnir ákveða að ganga á fund Galactusar til að ræða við hann. Geimrisinn leggur þar fram óvænt boð sem er best að spilla ekki. Galactus er ekkert lamb að leika sér við. Annað sem er hressandi við myndina eru hasarsenur, takmarkað magn þeirra réttara sagt. Vegna þess hve fáar þær eru verða þær kraftmeiri fyrir vikið. Hetjurnar þurfa auðvitað að stöðva Galactus og skósvein hans en spurningin er hvernig það er gert. Efnistökin eru að hluta óhefðbundin – ofurhetjumyndir fjalla sjaldan um barneignir – en myndin fer þó fljótt inn á kunnuglegar slóðir, sem er ekki alslæmt út af fyrir sig. Verra er að myndin hefur bersýnilega verið sörguð niður til að vera ekki of löng. Þó nokkrar senur vantar til að móta aðalpersónurnar betur. Þetta á sérstaklega við um tvo meðlimi hópsins. Johnny Storm upplifir sig sem svarta sauð hópsins, finnst restin ekki bera virðingu fyrir sér og vill því sanna sig. Áhorfendur kynnast aldrei þessari vitleysingshlið persónunnar þannig að þróunin verður ekki fullnægjandi þegar honum tekst það loksins. Quinn stendur sig sæmilega en ekki nógu vel til að lyfta Storm upp úr flatneskju. Persónuþróun Fyrirbærisins og Mennska logans er ábótavant. Tæknibrellurnar við sköpun Ben Grimm eru einkar góðar og Moss-Bachrach gefur karakternum lágstemmdan sjarma. Hins vegar dregur hann stysta strá myndarinnar hvað persónuþróun varðar. Verandi eina persónan sem umbreytist útlitslega í geimnum býr karakterinn þegar yfir miklum trega. En Grimm er glæpsamlega illa nýttur og fær einungis tvær senur út af fyrir sig. Senurnar leggja drög að rómantískum þræði en eru of fáar og snubbóttar til að eitthvað verði úr þeim. Grimm má segja að sé táknrænn fyrir myndina, útlitslega frábær og vel leikinn en skortir kjöt á beinin til að seðja áhorfendur almennilega. Reed og Sue stíga sín fyrstu skref sem foreldrar þegar Franklin litli fæðist. Niðurstaða: Fyrstu skref hinna fjögurra fræknu er fínasta fjölskylduskemmtun. Tónninn er frábrugðinn hefðbundnum Marvel-myndum og myndin sú best útlítandi sem Marvel hefur gefið frá sér í tvo áratugi. Leikmyndin er fyrsta flokks, stílíseringin vönduð og tæknibrellurnar góðar. Innihaldið heldur þó ekki alveg í við stílinn; myndin er áferðarfalleg en skilur lítið eftir sig. Of mikið hefur verið skorið af myndinni sem skilar sér í ókláraðri eða engri persónusköpun. Fyrir vikið hrífst maður ekki nógu mikið með söguhetjunum. Vanessa Kirby er yfirburðar sem Sue Storm þó persónan sé heldur eintóna, Pedro Pascal fangar vel kvíðna föðurinn Richards, Quinn nær ekki alveg að heilla áhorfendur sem mennski eldurinn Johnny Storm og appelsínugula steintröllið Ben Grimm er jaðarsettur sem aukapersóna. Sjötti fasi Marvel fer ágætlega af stað með þessum barnaskrefum. Maður fær þó enn á tilfinninguna að stúdíófígúrur séu með puttana í öllum ákvörðunum og leikstjórar þurfi að kyngja öllum skipunum. Þess vegna er erfitt að sjá fyrir sér að nokkur Marvel-mynd á næstunni geti virkilega orðið frábær.
Gagnrýni Magnúsar Jochums Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Þegar best lætur líður manni eins og maður þeysist eftir brautinni á formúlubíl með öllum þeim hraða, hávæða og spennu sem því fylgir. Þegar farið er af brautinni líður manni eins maður sé að horfa á illa leikna auglýsingu með ómerkilegum persónum og klisjukenndu handriti. 11. júlí 2025 08:32 Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Bretland hefur lokast af frá meginlandi Evrópu. Flestallir hafa sýkst af ofstopafullri reiði en restin hefur lokað sig inni og þjáist af alvarlegri fortíðarþrá. Nei, ég er ekki að tala um Brexit-hrjáð Bretland nútímans heldur nýjustu mynd Danny Boyle þar sem 28 ár eru liðin frá því vírus breytti Bretum í óða uppvakninga og lagði landið í rúst. 5. júlí 2025 08:33 Bob og Robbie í bobba Um þessar mundir eru tvær myndir um heimsfræga tónlistarmenn í bíó. Önnur er fagmannlega gerð og vel leikin en skilur lítið eftir sig. Hin er fullkomið dæmi um hvernig má lífga upp á lúna kvikmyndagrein með skýrri listrænni sýn, skapandi sviðsetningu og kóreógrafíu. 10. febrúar 2025 07:00 Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Hvað gerir Hollywood-stjarna þegar hún er ekki nógu ung og sæt til að vera lengur á skjánum? Hún neitar að sætta sig við örlög sín og reynir hvað hún getur til að verða ung á ný, sprautar sig jafnvel með dularfullu efni án þess að hugsa út í mögulegar aukaverkanir. 7. nóvember 2024 08:31 Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Gamli er (ekki) alveg með'etta Þegar best lætur líður manni eins og maður þeysist eftir brautinni á formúlubíl með öllum þeim hraða, hávæða og spennu sem því fylgir. Þegar farið er af brautinni líður manni eins maður sé að horfa á illa leikna auglýsingu með ómerkilegum persónum og klisjukenndu handriti. 11. júlí 2025 08:32
Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Bretland hefur lokast af frá meginlandi Evrópu. Flestallir hafa sýkst af ofstopafullri reiði en restin hefur lokað sig inni og þjáist af alvarlegri fortíðarþrá. Nei, ég er ekki að tala um Brexit-hrjáð Bretland nútímans heldur nýjustu mynd Danny Boyle þar sem 28 ár eru liðin frá því vírus breytti Bretum í óða uppvakninga og lagði landið í rúst. 5. júlí 2025 08:33
Bob og Robbie í bobba Um þessar mundir eru tvær myndir um heimsfræga tónlistarmenn í bíó. Önnur er fagmannlega gerð og vel leikin en skilur lítið eftir sig. Hin er fullkomið dæmi um hvernig má lífga upp á lúna kvikmyndagrein með skýrri listrænni sýn, skapandi sviðsetningu og kóreógrafíu. 10. febrúar 2025 07:00
Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Hvað gerir Hollywood-stjarna þegar hún er ekki nógu ung og sæt til að vera lengur á skjánum? Hún neitar að sætta sig við örlög sín og reynir hvað hún getur til að verða ung á ný, sprautar sig jafnvel með dularfullu efni án þess að hugsa út í mögulegar aukaverkanir. 7. nóvember 2024 08:31