Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar 4. ágúst 2025 15:00 Þakklæti kemur fyrst upp í hugann þegar ég hugsa um hvað ég er heppinn að hafa fæðst í samfélagi þar sem skynsemi og kærleikur ráða ríkjum eða hvað? Ég er samkynhneigður maður og ólst upp á Íslandi þegar það var allt annað og meira mál að vera það en í dag. Ég þekki hvernig það er að passa upp á hvað sagt er og við hvern. Hvernig það er að hugsa sig tvisvar um áður en maður leiðir makann sinn út á götu. Hvernig það er að reyna stöðugt að „passa inn“. Ég þekki þetta af eigin skinni. Ég tilheyri vissulega minnihlutahópi, en innan þess hóps nýt ég ákveðinna forréttinda, hvítur, miðaldra, giftur hommi. Jafnvel verstu fáfræðipúkar „þola“ okkur svo lengi sem við „reynum ekki við þá“ eins ótrúlega girnilegt og það kann nú að hljóma. En í dag, árið 2025, er staðan sem betur fer breytt. Ég er ekki lengur utanveltu. Ég er hluti af samfélaginu. Í dag er ég „í lagi“. Nú segist fólk „ekkert hafa á móti hommum“ og þekkir jafnvel nokkra: „Þekkirðu ekki Pál? Hann er hommi, frændi minn.“ Við giftumst, skiljum, eignumst börn eða ættleiðum, rétt eins og Jón og Gunna í næstu íbúð. Í ágúst mánuði hvert ár erum við uppáhalds, og öll skreyta sig með regnbogum, líka gagnkynhneigt fólk. Að vera samkynhneigður karl eða kona er ekkert stórmál í dag. En núna hefur annar hópur tekið við hlutverki okkar sem „vandamálið“. Nú er trans fólk of mikið af því góða. Við heyrum það alls staðar að þetta sé að ganga of langt, þetta sé óskiljanlegt rugl og þetta sé stórhættulegt fyrir börn. Við heyrum þetta frá stjórnmálafólki, í fjölmiðlum og í athugasemdakerfum, allt í nafni „gagnrýnnar umræðu“. Fólk má nú hafa sína skoðun, ekki satt? En hvar höfum við þetta heyrt áður? Við heyrðum þetta líka þegar samkynhneigðir börðust fyrir þeim einfalda rétti að fá að elska. Þá var það líka „of mikið“. Börnin gætu orðið ringluð, hjónaband væri í hættu og gæti hreinlega endað á sorphaugunum. Þá var þetta sagt um okkur samkynhneigða fólkið, en nú er þetta sagt um trans fólk, oft sömu raddirnar og þá, en líka stundum fólk sem ætti að muna, eða allavega vita, hvernig þetta var. Við skulum ekki gleyma því að það voru ekki bara fínir hommar í jakkafötum heldur einmitt gagnkynhneigðar og lesbískar konur, trans fólk og aðrar jaðarsettar hinsegin manneskjur sem börðust fyrir þeim réttindum sem við teljum sjálfsögð í dag. Rétturinn til að giftast, ættleiða og bara að lifa opinskátt, þetta kom ekki að sjálfu sér. Allt þetta er uppskera langrar baráttu. Fólk missti vinnuna, fjölskyldu sína, öryggi og jafnvel lífið í þeirri baráttu. Og nú, þegar trans fólk biður um það sama, það eitt að fá að vera til í friði, þá er skyndilega hrópað nei, nú er þetta farið að ganga of langt. Hvers vegna ætti það að teljast ásættanlegt að útiloka lítinn hóp fólks, bara til að halda í gamlar og ímyndaðar hugmyndir um hvernig samfélag „á“ að vera? Ef við lærðum eitthvað af þeirri baráttu sem á undan fór, ættum við að vita að réttindi eru ekki gefin, þau eru áunnin og þau viðhaldast ekki ef við bregðumst þegar röðin kemur að öðrum. Trans fólk er ekki ógn. Þau ógnar ekki menningu okkar eða börnunum okkar. Þau ógnar aðeins þeirri goðsögn að öll eigi að vera eins. Við, þessi sjálfstæða þjóð sem elskar að vera öðruvísi og skemmtilegri en aðrar þjóðir, ættum að vita betur en að kaupa þá mýtu. Baráttan fyrir réttindum og virðingu er ekki lokið. Við þurfum að standa saman og gæta þess að okkar saga verði ekki endurtekin. Rétturinn til að vera til og lifa sem manneskjan sem við erum, er grundvallarmannréttindi sem við verðum að verja, alltaf. Höfundur er samkynhneigður karl sem „fær“ að vera hann sjálfur í friði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þakklæti kemur fyrst upp í hugann þegar ég hugsa um hvað ég er heppinn að hafa fæðst í samfélagi þar sem skynsemi og kærleikur ráða ríkjum eða hvað? Ég er samkynhneigður maður og ólst upp á Íslandi þegar það var allt annað og meira mál að vera það en í dag. Ég þekki hvernig það er að passa upp á hvað sagt er og við hvern. Hvernig það er að hugsa sig tvisvar um áður en maður leiðir makann sinn út á götu. Hvernig það er að reyna stöðugt að „passa inn“. Ég þekki þetta af eigin skinni. Ég tilheyri vissulega minnihlutahópi, en innan þess hóps nýt ég ákveðinna forréttinda, hvítur, miðaldra, giftur hommi. Jafnvel verstu fáfræðipúkar „þola“ okkur svo lengi sem við „reynum ekki við þá“ eins ótrúlega girnilegt og það kann nú að hljóma. En í dag, árið 2025, er staðan sem betur fer breytt. Ég er ekki lengur utanveltu. Ég er hluti af samfélaginu. Í dag er ég „í lagi“. Nú segist fólk „ekkert hafa á móti hommum“ og þekkir jafnvel nokkra: „Þekkirðu ekki Pál? Hann er hommi, frændi minn.“ Við giftumst, skiljum, eignumst börn eða ættleiðum, rétt eins og Jón og Gunna í næstu íbúð. Í ágúst mánuði hvert ár erum við uppáhalds, og öll skreyta sig með regnbogum, líka gagnkynhneigt fólk. Að vera samkynhneigður karl eða kona er ekkert stórmál í dag. En núna hefur annar hópur tekið við hlutverki okkar sem „vandamálið“. Nú er trans fólk of mikið af því góða. Við heyrum það alls staðar að þetta sé að ganga of langt, þetta sé óskiljanlegt rugl og þetta sé stórhættulegt fyrir börn. Við heyrum þetta frá stjórnmálafólki, í fjölmiðlum og í athugasemdakerfum, allt í nafni „gagnrýnnar umræðu“. Fólk má nú hafa sína skoðun, ekki satt? En hvar höfum við þetta heyrt áður? Við heyrðum þetta líka þegar samkynhneigðir börðust fyrir þeim einfalda rétti að fá að elska. Þá var það líka „of mikið“. Börnin gætu orðið ringluð, hjónaband væri í hættu og gæti hreinlega endað á sorphaugunum. Þá var þetta sagt um okkur samkynhneigða fólkið, en nú er þetta sagt um trans fólk, oft sömu raddirnar og þá, en líka stundum fólk sem ætti að muna, eða allavega vita, hvernig þetta var. Við skulum ekki gleyma því að það voru ekki bara fínir hommar í jakkafötum heldur einmitt gagnkynhneigðar og lesbískar konur, trans fólk og aðrar jaðarsettar hinsegin manneskjur sem börðust fyrir þeim réttindum sem við teljum sjálfsögð í dag. Rétturinn til að giftast, ættleiða og bara að lifa opinskátt, þetta kom ekki að sjálfu sér. Allt þetta er uppskera langrar baráttu. Fólk missti vinnuna, fjölskyldu sína, öryggi og jafnvel lífið í þeirri baráttu. Og nú, þegar trans fólk biður um það sama, það eitt að fá að vera til í friði, þá er skyndilega hrópað nei, nú er þetta farið að ganga of langt. Hvers vegna ætti það að teljast ásættanlegt að útiloka lítinn hóp fólks, bara til að halda í gamlar og ímyndaðar hugmyndir um hvernig samfélag „á“ að vera? Ef við lærðum eitthvað af þeirri baráttu sem á undan fór, ættum við að vita að réttindi eru ekki gefin, þau eru áunnin og þau viðhaldast ekki ef við bregðumst þegar röðin kemur að öðrum. Trans fólk er ekki ógn. Þau ógnar ekki menningu okkar eða börnunum okkar. Þau ógnar aðeins þeirri goðsögn að öll eigi að vera eins. Við, þessi sjálfstæða þjóð sem elskar að vera öðruvísi og skemmtilegri en aðrar þjóðir, ættum að vita betur en að kaupa þá mýtu. Baráttan fyrir réttindum og virðingu er ekki lokið. Við þurfum að standa saman og gæta þess að okkar saga verði ekki endurtekin. Rétturinn til að vera til og lifa sem manneskjan sem við erum, er grundvallarmannréttindi sem við verðum að verja, alltaf. Höfundur er samkynhneigður karl sem „fær“ að vera hann sjálfur í friði.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun