Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar 4. ágúst 2025 15:00 Þakklæti kemur fyrst upp í hugann þegar ég hugsa um hvað ég er heppinn að hafa fæðst í samfélagi þar sem skynsemi og kærleikur ráða ríkjum eða hvað? Ég er samkynhneigður maður og ólst upp á Íslandi þegar það var allt annað og meira mál að vera það en í dag. Ég þekki hvernig það er að passa upp á hvað sagt er og við hvern. Hvernig það er að hugsa sig tvisvar um áður en maður leiðir makann sinn út á götu. Hvernig það er að reyna stöðugt að „passa inn“. Ég þekki þetta af eigin skinni. Ég tilheyri vissulega minnihlutahópi, en innan þess hóps nýt ég ákveðinna forréttinda, hvítur, miðaldra, giftur hommi. Jafnvel verstu fáfræðipúkar „þola“ okkur svo lengi sem við „reynum ekki við þá“ eins ótrúlega girnilegt og það kann nú að hljóma. En í dag, árið 2025, er staðan sem betur fer breytt. Ég er ekki lengur utanveltu. Ég er hluti af samfélaginu. Í dag er ég „í lagi“. Nú segist fólk „ekkert hafa á móti hommum“ og þekkir jafnvel nokkra: „Þekkirðu ekki Pál? Hann er hommi, frændi minn.“ Við giftumst, skiljum, eignumst börn eða ættleiðum, rétt eins og Jón og Gunna í næstu íbúð. Í ágúst mánuði hvert ár erum við uppáhalds, og öll skreyta sig með regnbogum, líka gagnkynhneigt fólk. Að vera samkynhneigður karl eða kona er ekkert stórmál í dag. En núna hefur annar hópur tekið við hlutverki okkar sem „vandamálið“. Nú er trans fólk of mikið af því góða. Við heyrum það alls staðar að þetta sé að ganga of langt, þetta sé óskiljanlegt rugl og þetta sé stórhættulegt fyrir börn. Við heyrum þetta frá stjórnmálafólki, í fjölmiðlum og í athugasemdakerfum, allt í nafni „gagnrýnnar umræðu“. Fólk má nú hafa sína skoðun, ekki satt? En hvar höfum við þetta heyrt áður? Við heyrðum þetta líka þegar samkynhneigðir börðust fyrir þeim einfalda rétti að fá að elska. Þá var það líka „of mikið“. Börnin gætu orðið ringluð, hjónaband væri í hættu og gæti hreinlega endað á sorphaugunum. Þá var þetta sagt um okkur samkynhneigða fólkið, en nú er þetta sagt um trans fólk, oft sömu raddirnar og þá, en líka stundum fólk sem ætti að muna, eða allavega vita, hvernig þetta var. Við skulum ekki gleyma því að það voru ekki bara fínir hommar í jakkafötum heldur einmitt gagnkynhneigðar og lesbískar konur, trans fólk og aðrar jaðarsettar hinsegin manneskjur sem börðust fyrir þeim réttindum sem við teljum sjálfsögð í dag. Rétturinn til að giftast, ættleiða og bara að lifa opinskátt, þetta kom ekki að sjálfu sér. Allt þetta er uppskera langrar baráttu. Fólk missti vinnuna, fjölskyldu sína, öryggi og jafnvel lífið í þeirri baráttu. Og nú, þegar trans fólk biður um það sama, það eitt að fá að vera til í friði, þá er skyndilega hrópað nei, nú er þetta farið að ganga of langt. Hvers vegna ætti það að teljast ásættanlegt að útiloka lítinn hóp fólks, bara til að halda í gamlar og ímyndaðar hugmyndir um hvernig samfélag „á“ að vera? Ef við lærðum eitthvað af þeirri baráttu sem á undan fór, ættum við að vita að réttindi eru ekki gefin, þau eru áunnin og þau viðhaldast ekki ef við bregðumst þegar röðin kemur að öðrum. Trans fólk er ekki ógn. Þau ógnar ekki menningu okkar eða börnunum okkar. Þau ógnar aðeins þeirri goðsögn að öll eigi að vera eins. Við, þessi sjálfstæða þjóð sem elskar að vera öðruvísi og skemmtilegri en aðrar þjóðir, ættum að vita betur en að kaupa þá mýtu. Baráttan fyrir réttindum og virðingu er ekki lokið. Við þurfum að standa saman og gæta þess að okkar saga verði ekki endurtekin. Rétturinn til að vera til og lifa sem manneskjan sem við erum, er grundvallarmannréttindi sem við verðum að verja, alltaf. Höfundur er samkynhneigður karl sem „fær“ að vera hann sjálfur í friði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Þakklæti kemur fyrst upp í hugann þegar ég hugsa um hvað ég er heppinn að hafa fæðst í samfélagi þar sem skynsemi og kærleikur ráða ríkjum eða hvað? Ég er samkynhneigður maður og ólst upp á Íslandi þegar það var allt annað og meira mál að vera það en í dag. Ég þekki hvernig það er að passa upp á hvað sagt er og við hvern. Hvernig það er að hugsa sig tvisvar um áður en maður leiðir makann sinn út á götu. Hvernig það er að reyna stöðugt að „passa inn“. Ég þekki þetta af eigin skinni. Ég tilheyri vissulega minnihlutahópi, en innan þess hóps nýt ég ákveðinna forréttinda, hvítur, miðaldra, giftur hommi. Jafnvel verstu fáfræðipúkar „þola“ okkur svo lengi sem við „reynum ekki við þá“ eins ótrúlega girnilegt og það kann nú að hljóma. En í dag, árið 2025, er staðan sem betur fer breytt. Ég er ekki lengur utanveltu. Ég er hluti af samfélaginu. Í dag er ég „í lagi“. Nú segist fólk „ekkert hafa á móti hommum“ og þekkir jafnvel nokkra: „Þekkirðu ekki Pál? Hann er hommi, frændi minn.“ Við giftumst, skiljum, eignumst börn eða ættleiðum, rétt eins og Jón og Gunna í næstu íbúð. Í ágúst mánuði hvert ár erum við uppáhalds, og öll skreyta sig með regnbogum, líka gagnkynhneigt fólk. Að vera samkynhneigður karl eða kona er ekkert stórmál í dag. En núna hefur annar hópur tekið við hlutverki okkar sem „vandamálið“. Nú er trans fólk of mikið af því góða. Við heyrum það alls staðar að þetta sé að ganga of langt, þetta sé óskiljanlegt rugl og þetta sé stórhættulegt fyrir börn. Við heyrum þetta frá stjórnmálafólki, í fjölmiðlum og í athugasemdakerfum, allt í nafni „gagnrýnnar umræðu“. Fólk má nú hafa sína skoðun, ekki satt? En hvar höfum við þetta heyrt áður? Við heyrðum þetta líka þegar samkynhneigðir börðust fyrir þeim einfalda rétti að fá að elska. Þá var það líka „of mikið“. Börnin gætu orðið ringluð, hjónaband væri í hættu og gæti hreinlega endað á sorphaugunum. Þá var þetta sagt um okkur samkynhneigða fólkið, en nú er þetta sagt um trans fólk, oft sömu raddirnar og þá, en líka stundum fólk sem ætti að muna, eða allavega vita, hvernig þetta var. Við skulum ekki gleyma því að það voru ekki bara fínir hommar í jakkafötum heldur einmitt gagnkynhneigðar og lesbískar konur, trans fólk og aðrar jaðarsettar hinsegin manneskjur sem börðust fyrir þeim réttindum sem við teljum sjálfsögð í dag. Rétturinn til að giftast, ættleiða og bara að lifa opinskátt, þetta kom ekki að sjálfu sér. Allt þetta er uppskera langrar baráttu. Fólk missti vinnuna, fjölskyldu sína, öryggi og jafnvel lífið í þeirri baráttu. Og nú, þegar trans fólk biður um það sama, það eitt að fá að vera til í friði, þá er skyndilega hrópað nei, nú er þetta farið að ganga of langt. Hvers vegna ætti það að teljast ásættanlegt að útiloka lítinn hóp fólks, bara til að halda í gamlar og ímyndaðar hugmyndir um hvernig samfélag „á“ að vera? Ef við lærðum eitthvað af þeirri baráttu sem á undan fór, ættum við að vita að réttindi eru ekki gefin, þau eru áunnin og þau viðhaldast ekki ef við bregðumst þegar röðin kemur að öðrum. Trans fólk er ekki ógn. Þau ógnar ekki menningu okkar eða börnunum okkar. Þau ógnar aðeins þeirri goðsögn að öll eigi að vera eins. Við, þessi sjálfstæða þjóð sem elskar að vera öðruvísi og skemmtilegri en aðrar þjóðir, ættum að vita betur en að kaupa þá mýtu. Baráttan fyrir réttindum og virðingu er ekki lokið. Við þurfum að standa saman og gæta þess að okkar saga verði ekki endurtekin. Rétturinn til að vera til og lifa sem manneskjan sem við erum, er grundvallarmannréttindi sem við verðum að verja, alltaf. Höfundur er samkynhneigður karl sem „fær“ að vera hann sjálfur í friði.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun